Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.

[Ég] er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í fyrstu ræðu sinni sem nýr formaður Vinsti hreyfingarinnar græns framboðs árið 2013. Þessar málamiðlanir átti hún síðar eftir að hljóta mikla gagnrýni fyrir; málamiðlanir í samstarfi VG við Sjálfstæðisflokkinn sem taldar eru hafa dregið fylgi flokksins svo mikið niður að flokkurinn er í hættu á að ná ekki mönnum inn á Alþingi og þar með að þurrkast út sem þingflokkur.

Það yrðu „stórtíðindi í íslenskri stjórnmálasögu“, segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að síðan á fjórða áratug síðustu aldar hafa allir flokkar úr fjórflokknum svokallaða náð manni inn á þing og einhver þeirra aðeins tvisvar verið í útrýmingarhættu – annars vegar Alþýðuflokkurinn árið 1974 og hins vegar Samfylkingin árið 2016. 

„Ef þú vilt finna eina skýringu á þessu …
Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • OÖM
  Oddur Örvar Magnússon skrifaði
  VG hlustar ekki á þjóðarvilja. Því fer sem fer.
  0
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Það er rangt að ekki hafi annar kostur verið í boði 2017 en samstarf D,B og V. VG vildi einfaldlega starfa með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn leist vel á það.
  Fylgistap VG er ekki fyrst og fremst vegna þessa samstarfs heldur vegna þess hve mikið þau gáfu eftir í því, sérstaklega í velferðarmálunum. Margir litu svo á að VG væri ekki lengur vinstri flokkur.
  Það er oft sagt að úrslit kosninganna 2021 hafi kallað á óbreyttan meirihluta vegna þess að stjórnarflokkarnnir héldu meirihlutanum. VG tapaði hins vegar fjórðungi síns fylgis sem var skýr visbending um að þau ættu að draga sig í hlé.
  Eftir kosningarnar 2021 gerðist tvennt sem var mjög afdrifaríkt fyrir VG. Flokkurinn missti heilbrigðisráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Afleiðingarnar urðu þær að taumlaus einkavæðing heilbrigðiskerfisins hófst og þau undur gerðust að sami ráðherra Sjálfstæðisflokksins fór bæði með umhverfismálin og orkumálin. Mörgum blöskraði að VG myndu sætta sig þetta og þótti niðurlæging flokksins mikil.
  Gífurlegt fylgistap flokksins kemur því ekki á óvart.
  5
 • Kári Jónsson skrifaði
  Ráðherrastólarnir eru feikn þægilegir og skaffa góð laun og alskonar hlunnindi, það sem er verst og alvarlegast fyrir þau sem fengu traust félaga sinna til að verma stólanna þægilegu, hverfa hugsjónirnar, þeim er einfaldlega málamiðlað til helv......augljóst á þetta ekki bara við xV (3.3%) heldur líka xD (17.5%) og xB (8%) sem mega muna sinn fífil fegurri á 2árum hefur xB misst alla fylgisaukningu í borg og þingheimi frá síðasta atvinnuviðtali (það er heldur betur breytingar) og xD er enn á niðurleið undir forystu mesta spillingar-pésa Íslandssögunnar, sem xV og xB hafa varið með kjafti og klóm. Skilið lyklinum tafarlaust og mætið vinnuveitendum ykkar í nýju atvinnuviðtali = í kjörklefanum.
  1
 • Helga Óskarsdóttir skrifaði
  Mikið er þetta úreltur flokkur! Forystan er einhver hópur manna sem kemur saman og klappar upp sína forystusauði sama hvað þeir hafi gert. VG er íhaldsflokkur í raun, vill engu breyta bara hanga á valdastólum. Gott að þeir detti af þingi. Okkur vantar nýtt blóð; nýtt fólk sem HLUSTAR Á ALMENNING! Aukaspurning, Hvað í andskotanum hefur Katrín náð að gera annað en að hanga á stólnum með xD mafíunni. Það er allt í rúst í þjóðfélaginu. Búið að svelta öryrkja nær til bana og eldri borgarar rétt skrimta.
  6
 • PB
  Páll Bragason skrifaði
  Steingrímur og þau verða að skilja, að það er eðli lýðræðisins, að kjósendur bæði geti og vilji skipta um stjórn í landinu. Selji menn sálu sína fyrir túskilding má alltaf búast við að komi að skuldadögum.
  6
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  Var það ekki Katrín Jakobsdóttir sem bjó til pólitíkus úr núverandi formanni VG ? Til hvers ? Hvar stendur VG í dag ? Þeir sem vita eitthvað um fyrir hvað VG hefur staðið , hvar eru þeir ?
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár