Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fylgi VG svo lítið „að það er spurning hvort að það geti minnkað mikið“

Ólaf­ur Þ. Harð­ar­son stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir ágrein­ing milli for­sæt­is­ráð­herra og ut­an­rík­is­ráð­herra um hjá­setu Ís­lands í alls­herj­ar­nefnd Sþ ekki bæta þeg­ar erf­iða stöðu í stjórn­ar­sam­starf­inu en tel­ur frek­ar ólík­legt að hann ráði úr­slit­um um fram­hald þess.

Fylgi VG svo lítið „að það er spurning hvort að það geti minnkað mikið“
Ágreiningur Mikið traust hefur ríkt milli Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Þau hafa ítrekað bent á að áherslur flokka þeirra séu misjafnar og fyrir aðeins fáeinum dögum héldu þau blaðamannafund þar sem þau sögðu það vilja allra flokkanna þriggja að halda samstarfinu áfram. Mynd: Golli

„Þetta er náttúrlega bara enn eitt dæmið um ágreining innan ríkisstjórnarinnar sem er mjög skiljanlegur í ljósi þess að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur eru í grundvallaratriðum ósammála um fjölmörg mál,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, spurður hinnar klassísku spurningar: Mun hjáseta Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs, sem skiptar skoðanir eru á milli forsætisráðherra og utanríkisráðherra, hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.

„En ég held að það sé nú frekar ólíklegt að þetta ráði úrslitum,“ heldur Ólafur áfram. „En þetta bætir ekki stöðuna.“

Töluverður ágreiningur hefur verið um hin ýmsu málefni í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Útlendingamál og hvalveiðar má þar nefna en svo var það vanhæfi Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu sem varð til þess að leiðtogar flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórnina boðuðu til blaðamannafundar til að sýna að allt væri gott þeirra á milli og að hugur væri í stjórninni að halda samstarfinu áfram.

Á föstudagskvöld sat Ísland hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á ályktun Jórdana um tafarlaust vopnahlé á Gaza, Að því er utanríkisráðuneytið sem nú er undir stjórn Bjarna Benediktssonar sagði, var það vegna þess að ekki náðist samstaða um breytingatillögu Kanada um að fordæma Hamas-samtökin í ályktuninni. Þingflokkur Vinstri grænna brást fljótt við og sendi frá sér yfirlýsingu. „Þingflokkur Vinstri grænna telur að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni þótt breytingartillaga Kanada hafi ekki náð fram að ganga,“ sagði þar m.a. „Telur þingflokkurinn að rétt hefði verið að styðja tillöguna sjálfa vegna umfangs mannúðarkrísunnar á Gaza.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði svo í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi að ekkert samráð hefði verið haft við sig varðandi ákvörðunina um að sitja hjá. Bjarni Benediktsson sagði hins vegar eftir fund utanríkismálanefndar í morgun að forsætisráðuneytið hefði verið upplýst um hina áformuðu hjásetu.

StjórnmálafræðingurÓlafur Þ. Harðarson

„Það hefur greinilega verið mjög mikið traust milli Bjarna og Katrínar,“ segir Ólafur. Misvísandi yfirlýsingar þeirra síðustu daga séu „náttúrlega ekki góðar fyrir stjórnina“. Hins vegar muni málið ólíklega sprengja hana. „En þetta er óheppileg uppákoma fyrir stjórnina, rétt eftir að þau eru búin að halda blaðamannafund til að berja í brestina og lýsa yfir áformum sínum um að halda stjórnarsamstarfinu áfram af festu til loka kjörtímabilsins.“

Ólafur segir það hafa verið fullljóst, allt frá því að þessi ríkisstjórn varð til árið 2017 að í henni sætu flokkar sem væru í grundvallaratriðum ósammála um mjög mörg mál. Hins vegar hafi þessi ágreiningur lítt komið fram á fyrra kjörtímabili stjórnarinnar. Þá var sameiginlegum sjónum beint að baráttunni við COVID og að innviðauppbyggingu sem hafði verið vanrækt frá hruni. „Það voru til nógir peningar á þeim tíma í ríkiskassanum,“ bendir Ólafur á, „þannig að að var í rauninni auðveldara fyrir flokka með ólíka hugmyndafræði að standa saman“.

Þannig að sú staða sem nú er uppkomin er „pólitík eins og hún er venjulega. Og þá kemur allur þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur milli flokkanna auðvitað upp á yfirborðið.“ Hins vegar virðist vera ríkari hagsmunir hjá flokkunum að halda samstarfinu áfram. „Þannig að þetta mál breytir nú sennilega ekki því.“

Sögulegt

Ríkisstjórnin er kennd við formann Vinstri grænna, forsætisráðherra Katrínu. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sagði í Morgunblaðinu í dag að utanríkisráðuneytið færi almennt ekki gegn forsætisráðherra og að hann myndi ekki eftir sambærilegu tilviki við þetta sem nú er upp komið.

„En það er líka hefðbundið í íslenskri pólitík að ráðherrar hafi haft tiltölulega mikið sjálfræði um sín mál, en í raun er það þannig að öll ríkisstjórnin ber pólitíska ábyrgð á öllum pólitískum verkum einstakra ráðherra,“ segir Ólafur. „Og það er að minnsta kosti óvenjulegt að þingflokkur ríkisstjórnarflokks láti í ljós óánægju sína með jafn skýrum hætti.“

Ýmislegt gengið á

En mun þessi ágreiningur, um nákvæmlega þetta mál, veikja stöðu Katrínar sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar?

„Það hefur nú mikið dunið á henni,“ svarar Ólafur og segist ekki viss um að málið minnki almennt traust til Katrínar og alls ekki meðal hennar eigin flokksmanna. „Fylgi [VG] í könnunum er orðið mjög lítið þannig að það er spurning hvort að það geti minnkað mikið.“

Málið sé vissulega viðkvæmt inn í grasrót Vinstri grænna, það sýni ályktun þingflokksins.

Árétting: Viðtalið við Ólaf var tekið áður en RÚV greindi frá því síðdegis að Katrínu hefðu borist upplýsingar um þá afstöðu sem Íslandi ætlaði að taka við atkvæðagreiðsluna í tölvupósti 11 mínútum áður en atkvæði voru greidd. Þá hafi hún ekki séð póstinn fyrr en að atkvæðagreiðslan var hafin. Algjörlega liggi ljóst fyrir, segir í frétt RÚV þar sem vitnað er til skriflegs svar forsætisráðuneytisins, að ekkert samráð var haft við forsætisráðherra um hjásetu Íslands.

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
  Ætli maður myndi ekki bara gera eins og þau, gefa bara skít í þetta ef maður væri sjálfur á útleið úr pólitík.
  0
 • JÖLA
  Jón Örn Loðmfjörð Arnarson skrifaði
  Ekki má búast við því að skýjaglópur Íslands, forsætisráðherrann, hafi vitað af þessi í tíma.
  En gæti ekki verið að pabbi hafi vitað af þessu í tíma, og gefið góð ráð, eins og áður?
  1
 • Björn Ólafsson skrifaði
  Þessi ríkisstjórn er svo gjörsamlega lost. Og, alltaf skal Katrín Jak láta vaða yfur sig. Það er varla til það prinsip sem hún hefur ekki gefið frá sér. Innistæða hennar sem atjórnmálaforingja er löngu komin á yfirdrátt 😩
  3
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  ,,En mun þessi ágreiningur, um nákvæmlega þetta mál, veikja stöðu Katrínar sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar ?" Skiptir það máli, hjá persónu sem myndaði ríkisstjórn með lýgi og ómerkilegheitum ?
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

María Rut Kristinsdóttir
2
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
8
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
2
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
3
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár