Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Enn ein vendingin hefur orðið í deilu sveitarfélaga og ríkis um hver eða yfir höfuð hvort eigi að veita útlendingum sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd aðstoð. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur falið Rauða krossinum að veita fólkinu, sem ekki á rétt á aðstoð á grundvelli nýrra laga um útlendinga, gistingu og fæði.
Fréttir
1
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Ný kanadísk rannsókn sýnir að konur sem fá hjartastopp eru ólíklegri en karlar til að fá hjartahnoð, sérstaklega ef atburðurinn á sér stað á almannafæri.
FréttirSjávarútvegur
5
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
Of mikið tillit er tekið til hagsmuna sjávarútvegsfyrirtækja á kostnað almannahagsmuna í lokaniðurstöðum starfshópa Auðlindarinnar okkar að mati Landverndar. „Sterkar réttlætingar er að finna um óbreytt aflamarkskerfi, að veiðigjöld séu sanngjörn óbreytt og að litlar breytingar þurfi að gera almennt.“
Fréttir
2
„Þetta er sárt að horfa upp á“
Þegar kálfafullar langreyðakýr eru veiddar er verið að veiða tvö dýr en ekki eitt, segir Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur. Fóstrið sem skorið var úr kú í hvalstöðinni í gær átti líklega 1-2 mánuði eftir í móðurkviði.
Fréttir
10
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Hvalur 9 kom með tvær dauðar langreyðar að landi í morgun og úr kviði annarrar þeirra var skorið 3,5-4 metra fóstur. Móðirin hefur því verið langt gengin með kálf sinn er hún var skotin.
FréttirLaxeldi
Eldislaxar verða „villtir“ við strok samkvæmt lögum
Um leið og eldislax sleppur úr kví hefur hann fengið sömu stöðu og villtir frændur hans gagnvart lögum. Hinn villti eldislax á sér því ekki skjól í dýravelferðarlögum og er nú skutlaður til dauða af svartklæddum froskmönnum í vestfirskum ám. Félagar hans sem ekki náðu að strjúka verða hins vegar rotaðir og blóðgaðir svo þeir þjáist sem minnst við slátrun.
Viðtal
„Munum aldrei mæta allri orkuþörf allra“
Ef ekki verða sett lög um forgang almennings að orku verður honum smám saman þrýst út af orkuborðinu og þá stundum ofan í olíutunnu. Því þótt borðið svigni vissulega af endurnýjanlegri orku verður það alltaf takmarkað að stærð. Nú þegar eftirspurnin hefur margfaldast og salan aukist er gott að hugsa um „orkuskort hverra“ og þá staðreynd að almenningur notar aðeins um 5 prósent raforkunnar, segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. „Því þetta verður alltaf val – hversu mikið þú ætlir að selja og í hvað.“
Fréttir
1
Sundabrú kallar á flutning athafnasvæðis Samskipa
Yrði Sundabrú en ekki Sundagöng fyrir valinu yfir Kleppsvík sem hluti af Sundabraut eru allar líkur á að skipakomur legðust af innan brúar. Brúin hefði að öðrum kosti þurft að vera 55 metra há.
Hún hefur verið á teikniborðinu í hálfa öld og nú, reyndar í annað sinn, er mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness hafið. Brýr, göng, mislæg gatnamót, laxaganga, útsýni og gamlir, gaslosandi sorphaugar eru meðal þess sem skoða á ofan í kjölinn.
Fréttir
1
Vilja að einkaaðilar malbiki Kjalveg
Núverandi ástand Kjalvegar „er óviðunandi og vegurinn hættulegur yfirferðar“ segja þingmenn Sjálfstæðisflokks sem leggja til, enn einu sinni, að vegurinn verði byggður upp af einkaaðilum og þeir sem um hann fari greiði fyrir.
Fréttir
Fleiri treysta fjölmiðlum en stjórnvöldum
Fólkið í landinu ber álíka lítið traust til dómstóla, stjórnvalda og fjölmiðla og það ber til ókunnugs fólks. Það er að mati Fjölmiðlanefndar, sem gaf út nýja skýrslu um traust í morgun, áhyggjuefni.
Skýring
Rykið loks dustað af manntalinu mikla frá 1981
Í rúma fjóra áratugi hefur það „legið þungt á Hagstofunni, forystu hennar jafnt sem starfsmönnum“, að ekki hafi tekist að ljúka við útgáfu manntalsins sem tekið var í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. En viti menn – þeirri vinnu er nú lokið og getur Hagstofufólk því andað léttar. Og við blasir samfélag sem er nokkuð ólíkt því sem nú byggir Ísland.
ÚttektVirkjanir
1
Nokkrar virkjanir við Vatnsfjörð í athugun
Affriða þyrfti Vatnsfjörð að minnsta kosti að hluta ef hugmyndir um virkjun, eða réttara sagt virkjanir, eiga að verða að veruleika. Orkubú Vestfjarða hefur fengið þar leyfi til rannsókna, sem og í næsta firði – í óþökk landeigenda.
FréttirFlóttamenn
Fann loks skjól fyrir sig og börnin í Mosfellsbæ
„Ég þakka guði fyrir að hafa komist til Íslands og fundið skjólið sem við leituðum að,“ segir Joy, þriggja barna móðir frá Nígeríu, sem býr nú í Mosfellsbæ og á vart orð yfir þá hjálpsemi og góðmennsku sem hún hefur fundið fyrir. Joy er í hópi flóttamanna sem yfirvöld í Mosfellsbæ hafa boðist til að taka á móti.
Fréttir
Íslenskar björgunarsveitir líklega ekki til hamfarasvæða í Marokkó
Jarðskjálftinn mannskæði sem reið yfir Marokkó á föstudag er sá stærsti sem orðið hefur í landinu frá því að mælingar hófust. Vonin lifir enn um að finna fólk á lífi í rústum húsa en dofnar með hverri klukkustundinni sem líður.
FréttirHvalveiðar
Önnur langreyðurin einnig skotin í tvígang
Tvær dauðar langreyðar hafa verið dregnar á land í hvalstöðinni í Hvalfirði í morgun og báðar virðast þær hafa verið skotnar með að minnsta kosti tveimur sprengiskutlum. Slíkt er skráð sem „frávik“.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.