Vilja flytja 29 þúsund manns upp á Eyrarfjall árlega

Um­hverf­is­mat á áform­uð­um kláfi upp á Eyr­ar­fjall við Ísa­fjörð er haf­ið. Áætl­að­ur heild­ar­kostn­að­ur verk­efn­is­ins eru 3,5 millj­arð­ar króna. Veit­inga­stað­ur yrði á toppi fjalls­ins.

Vilja flytja 29 þúsund manns upp á Eyrarfjall árlega
Upp, upp Eyrarfjall er 700 metra hátt. Vír fyrir kláfinn yrði strengdur frá byrjunarstöð í byggð og að endastöð á fjallstoppi. Mynd: Úr matsáætlun

Kláfur sá sem félagið Eyrarkláfur ehf. áformar að reisa á Eyrarfjalli ofan Ísafjarðar getur ferjað 45 manns í hverri ferð og í kringum 500 manns á klukkustund. Kláfinn telja aðstandendur verkefnisins upplagða afþreyingu fyrir ferðamenn sem koma í tugþúsundavís með lystiskipum til Ísafjarðar ár hvert. Áætlanir gera ráð fyrir að árlega verði 29 þúsund manns flutt upp á fjallið til þess að njóta útsýnis.  

Þetta er meðal þess sem fram kemur í matsáætlun um verkefnið sem nú hefur verið auglýst í Skipulagsgátt. Forsvarsmaður Eyrarkláfs ehf. sagði í viðtali við fjölmiðilinn FF7 fyrir ári að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins væri 3,5 milljarðar króna og að far með kláfnum kosti 7.500 fyrir fullorðinn einstakling.

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat. Því mótmælti Eyrarkláfur ehf. og kærði til úrskurðarnefndar auðlindamála. Nefndin hafnaði hins vegar kröfu félagsins. 

Veitingastaður á toppnum

Framkvæmdin felur í sér að byggja byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls og endastöð í 700 metra hæð á toppi Eyrarfjalls. Um miðja vegu yrði reistur millistaur. Við endastöðina yrði byggður biðsalur og einnig er fyrirhugað að reisa þar móttökusal og veitingastað. Að auki stendur til að gera göngustíga úr möl og pöllum meðfram fjallsbrún Eyrarfjalls. Hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði er allt í eigu Ísafjarðarbæjar, segir í matsáætluninni. Hafa bæjaryfirvöld undirritað viljayfirlýsingu vegna framkvæmdanna. 

Síðasta sumar komu 195 skemmtiferðaskip til Ísafjarðarbæjar með um 180 þúsund farþega um borð. „Vöntun er á afþreyingu og útivist fyrir allan þann mannfjölda sem kemur í land á Ísafirði og myndi kláfurinn vera góð viðbót við annað á svæðinu,“ segir í matsáætluninni. Gert er ráð fyrir að reksturinn á kláfnum sé aðallega yfir sumartímann en þó hægt að hafa opið um helgar yfir vetrartímann ef veður leyfir. 

Ekki hafa verið gerðar veðurfarslegar rannsóknir á Eyrarfjalli sjálfu en framkvæmdaaðilar hafa m.a. stuðst við veðurgögn frá Þverfjalli og flugvellinum á Ísafirði. Einnig verða notaðar upplýsingar frá þremur veðurstöðvum sem Fossavatnsgangan rekur á Heiðinni, Nónvatni og Miðfellshálsi.

Í matsáætluninni kemur fram að hægt sé að reka kláfinn í allt að 22 m/sek vindi. „Ljóst er að þótt kláfurinn verði ekki í notkun að vetrarlagi þurfa vírar, staurar og byggingar að þola það veðurfar sem er á svæðinu að vetri til,“ segir í áætluninni. Hvassviðri, ofankoma og ísing séu náttúruvárþættir sem gæta verði að.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár