Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Brim hf. keypt fimm jarðir til kolefnisbindingar

Um 9.000 hekt­ara lands í Vopna­fjarð­ar­hreppi eru við það að kom­ast í eigu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is sem áform­ar mikla skóg­rækt til að kol­efnis­jafna starf­semi sína. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur gagn­rýnt fram­kvæmda­áform Yggdras­ils Car­bon á einni jörð­inni.

Brim hf. keypt fimm jarðir til kolefnisbindingar
Skógræktarjörð Horft til norðvesturs yfir bæjarstæði Torfastaða. Gamli bærinn stóð efst í túni ofan núverandi bæjar. Hægra megin er Torfastaðaskóli. Áformað er að rækta skóg á um 200 hekturum lands á jörðinni. Mynd: Rannsóknarskýrsla á fornleifum

Lögbýlið Egilsstaðir í Vopnafjarðarhreppi verður nýjasta viðbótin í jarðasafn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. fallist matvælaráðherra á kaupin líkt og lög gera ráð fyrir. Á síðustu mánuðum hefur Brim eignast fjórar aðrar jarðir í hreppnum. Tilgangur kaupanna er skógrækt til kolefnisbindingar.

„Eitt verkefni tengt þessari stefnu er að félagið vinnur að því að verða virkur þátttakandi í vottaðri kolefnisbindingu á Íslandi með skógrækt
Brim í erindi til ráðherra

Brim gekk frá kauptilboði í Egilsstaði síðsumars. Jörðin er stór, samtals 5.500 hektarar, en þar hefur enginn búskapur verið stundaður síðustu árin. Til samanburðar má geta þess að Seltjarnarnes er um 200 hektarar að stærð. 

Í byrjun september óskaði Brim eftir samþykki ráðherra fyrir kaupunum í samræmi við jarðalög. Heimildin fékk afhent hluta þeirra gagna sem félagið lagði fram af því tilefni. „Jörðin er ákjósanleg fyrir ætlaða starfsemi þ.e. skógrækt, enda landmikil og umhverfi fallegt og heppilegt,“ segir í erindi Brims til ráðherra vegna …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KO
    Kolbrún Oddsdóttir skrifaði
    Gróðurfar á Íslandi hefur tekið miklum breytingum frá því að víkingar námu land, enn þá er talið að landið hafi verið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Þúsund árum síðar þekur skógur örlítinn hluta lands og skógræktarsvæði virka framandi þegar horft er yfir sveitir landslins.
    Það er því mikilvægt fyrir þá sem vilja hefja skógrækt á nýjum svæðum stærri en 200 hekturum að vinna umhverfismat eins og lög segja til um og taka mið af þeim mörgu kröfum sem farið er fram á.
    Vegna sérstöðu landslags hér á landi þurfum við, umfram aðrar þjóðir, að vanda sérstaklega til verka þegar við hyggjumst breyta ásjónu landsins með skógrækt sem og öðrum nýframkvæmdum. Aðferðir í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, hafa verið notaðar um tíma á Íslandi t.d. til að varðveita landslagsgildi.
    0
  • Andrés Arnalds skrifaði
    Á þessum stórtæku áformum eru alvarlegir vankantar, líkt og á fjölmörgum öðrum skógræktarverkefnum sem ætlað er að mæta markmiðum einstaklinga og fyrirtækja um kolefnishlutleysi.
    Unnið er af meira kappi en forsjá.  Of margt í vinnubrögðunum samræmist ekki stefnu og leiðsögn stjórnvalda, alþjóðlegum samningum osfrv.  því gæti farið svo að stór hluti verkefna standist ekki vottun. þetta á td við um skilyrði vottunarstaðla um vernd vistkerfa sem fyrir eru í landinu.   
    Barr og fleiri innfluttar tegundir eru í miklum meirihluta gróðursettra plantna. Langtímaáhrif verða miki og víðtæk. það er meðal annars verið umbreyta vistkerfum víða um land, skipta út þeim sem fyrir eru og skapa ný sem eru gerólik.  Með slíkri "innrás og yfirtöku" er verið að skapa umhverfisvandamál sem gæti reynst dýrkeypt á mörgum sviðum og erfitt að leysa.
    6
  • KG
    Kristín Gísladóttir skrifaði
    Hverjir eiga Brim ?
    0
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Hvað ætli Ratcliffe segi um skógrækt svona í grennd við veiðiárnar sínar?
    0
    • Guðjón Jensson skrifaði
      Skógurinn leggur til mikinn lífsmassa til umhverfisins sem hefur mjög góð áhrif á líf laxa. Mikið af ýmsum lífverum lifir af rotnandi laufi og barri trjáa sem laxar lifa aftur á. Þannig margeflir skógurinn allt lífrænt umhverfi. Í Alaska má sjá þetta samspil mjög vel og það verður að teljast undarlegt að laxveiðihagsmunir á Íslandi efli ekki og hvetji meira til skógræktar en verið hefur. Þetta ætti að skoða betur
      0
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Virkilega sorgleg þróun þessi uppkaup stórfyrirtækja á jörðum. Hollenskir fjárfestar vilja svo kaupa upp jarðir næst hálendinu en virðast hafa dregið sig í hlé í bili þar sem þeir vilja ekki stuðla að verðbólgu á jarðakaupum eins og þeir kölluðu það, hvað sem það þýðir. Það er einföld leið til að koma í veg fyrir svona, en það er að setja í lög að ef þú átt jörð, skalt þú búa á henni og nytja og borga þína skatta og skyldur í viðkomandi sveitarfélagi, þessi stórfyrirtæki geta þá samið við ábúenda um að kolefnisjafna fyrir sig.
    11
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Þessi stefna er sannkölluð eyði - legging
      2
    • Guðjón Jensson skrifaði
      Á þessu eru fleiri hliðar en þessi eina. Skógrækt hefur mikil og góð áhrif a annað t.d. veitir skjól, eykur mikið líf í umhverfinu sem m.a. hefur mjög jákvæð áhrif á laxa og silung enda eykst fæðuframboðið mjög mikið. Því miður hefur verið mikil andstæða gegn skógrækt á Íslandi og eru ástæðurnar oft mjög óljóasr eða byggðar meira og minna á ranghugmyndum og þröngsýni.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár