Sunna Ósk Logadóttir

Blaðamaður

Útilokað að gera við lögnina – Það verður kalt næstu nætur á Suðurnesjum
SkýringReykjaneseldar

Úti­lok­að að gera við lögn­ina – Það verð­ur kalt næstu næt­ur á Suð­ur­nesj­um

Ekk­ert heitt vatn mun á næst­unni streyma um lagn­ir frá Svartsengi til byggð­ar­laga á Reykja­nesi. Hjá­v­eitu­lögn með­fram Njarð­víkuræð­inni, sem reynt var að nota eft­ir við­gerð, er far­in í sund­ur und­ir hraun­inu. „Það er ljóst að næstu dag­ar og næt­ur geta því orð­ið kald­ar í hús­um á Suð­ur­nesj­um,“ segja al­manna­varn­ir.
„Náttúruverndin á enga rödd í stjórnmálum lengur“
Viðtal

„Nátt­úru­vernd­in á enga rödd í stjórn­mál­um leng­ur“

Græn póli­tík er ekki áber­andi á Al­þingi, að mati Bjarg­ar Evu Er­lends­dótt­ur, sem flutti sig úr stóli fram­kvæmda­stjóra Vinstri grænna til Land­vernd­ar í haust. Í nýja starf­inu tel­ur hún sig geta gert nátt­úru­vernd meira gagn. „Land­vernd er bless­un­ar­lega ekki í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, þar sem hags­mun­ir stór­fyr­ir­tækja eru ráð­andi.“
Álftadauði í gæsaveiðilandi á borði lögreglu – Fuglar lokkaðir á „blóðvöll“
Skýring

Álfta­dauði í gæsa­veiðilandi á borði lög­reglu – Fugl­ar lokk­að­ir á „blóð­völl“

Þær elska korn og þeg­ar því er dreift í tonna­vís á akra og tún eru þær mætt­ar um leið. Hundruð­um eða þús­und­um sam­an. Kroppa korn­ið. Þar til skot­hríð­in hefst. Þess­ar veiði­að­ferð­ir á gæs eru vel þekkt­ar. En um­deild­ar. Fleiri fugl­ar, sum­ir frið­að­ir, sækja í beit­una. Og eiga þá á hættu að lenda í skotlín­unni.
Aðstandendur eigi ekki að þurfa að berjast fyrir óháðri rannsókn
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Að­stand­end­ur eigi ekki að þurfa að berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn

Að óbreyttu munu ein­ung­is yf­ir­völd al­manna­varna og lög­reglu­embætt­ið á Suð­ur­nesj­um skoða að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll of­an í sprungu við vinnu sína í húsa­garði í Grinda­vík. Vinnu­eft­ir­lit­ið skoð­ar ein­ung­is lít­inn hluta. Það er ótækt fyr­ir­komu­lag að mati þing­manns sem tel­ur óboð­legt að að­stand­end­ur þurfi að leggj­ast í bar­áttu fyr­ir rann­sókn í slík­um mál­um.
Óveður í vændum: Götur gætu teppst og síðdegisskutl verða í uppnámi
Fréttir

Óveð­ur í vænd­um: Göt­ur gætu teppst og síð­deg­is­skutl verða í upp­námi

Íbú­ar á Suð­vest­ur­landi: Ekki láta blekkj­ast af vetr­arkyrrð morg­uns­ins. Um og eft­ir há­degi mun færð taka að spill­ast og ekki sjást á milli húsa. „Mað­ur er voða­lega hrædd­ur um það að það verði fast­ir bíl­ar út um all­an bæ,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur. „Að þetta verði svo­leið­is dag­ur.“
Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál
Fréttir

Sprungu­fyll­ing­ar búa til ný og hættu­legri vanda­mál

Þrír af reynd­ustu jarð­vís­inda­mönn­um lands­ins telja það hafa ver­ið mis­ráð­ið að reyna að fylla upp í sprung­ur í Grinda­vík í kjöl­far ham­far­anna í nóv­em­ber. „Ég held að þar hafi menn val­ið ranga leið,“ seg­ir Páll Ein­ars­son. Ár­mann Hösk­ulds­son tel­ur hægt að fylla í sprung­ur en þeir sem taki slík­ar ákvarð­an­ir verði að hafa í huga að ekki dugi að „sturta í gat­ið og vita ekk­ert hvað mað­ur er að gera“.
Halda áfram undirbúningi metan- og vetnisverksmiðju á Reykjanesi
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Halda áfram und­ir­bún­ingi met­an- og vetn­is­verk­smiðju á Reykja­nesi

Ít­rek­uð eld­gos og jarð­skjálfta­hrin­ur hafa ekki gert að­stand­end­ur áform­aðr­ar met­an- og vetn­is­verk­smiðju á Reykja­nesi af­huga því að halda und­ir­bún­ingi henn­ar áfram. Gas­lögn neð­anjarð­ar milli Svartseng­is og Reykja­nes­virkj­un­ar er með­al fram­kvæmda­þátta og loka­af­urð­in, ra­feldsneyti í formi fljót­andi met­ans, yrði flutt úr landi.

Mest lesið undanfarið ár