Sautján ný kærumál vegna leyfa Hvammsvirkjunar

Fjöldi nýrra kæru­mála vegna út­gáfu virkj­un­ar­leyf­is og fram­kvæmda­leyfa sveit­ar­fé­laga við Þjórsá vegna áforma um Hvamms­virkj­un hef­ur borist úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála. Flest­ar kær­urn­ar eru frá íbú­um og land­eig­end­um í og við það svæði sem yrði fyr­ir áhrif­um vegna virkj­un­ar­inn­ar.

Sautján ný kærumál vegna leyfa Hvammsvirkjunar
Í byggð Hvammsvirkjun yrði neðsta virkjun Lansdvirkjunar í Þjórsá og lón að baki stíflu yrði um 4 ferkílómetrar að stærð. Tvær virkjanir til viðbótar eru svo á teikniborðinu enn neðar í ánni. Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun fékk á föstudag tveggja vikna frest til að skila andmælum við sautján ný kærumál sem borist hafa úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna útgefinna leyfa vegna áformaðrar Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsá. Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjun í Þjórsá í byggð en ofar á vatnasviðinu er helsta virkjunarsvæði Landsvirkjunar sem telur sjö virkjanir með nokkrum uppistöðulónum. Landsvirkjun er svo einnig með á stefnuskránni að reisa tvær virkjanir til viðbótar enn neðar í ánni en Hvammsvirkjun; Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.   

„Það er meira íþyngjandi en orð fá lýst að þurfa nú í annað sinn að leita ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar sem svo alvarlegum annmarka er háð, eftir áratuga baráttu til að halda Þjórsá óbeislaðri í miðri sveit, með sínu lífríki“
Íbúar og landeigendur við Þjórsá

Úrskurðarnefndinni hefur verið kunnugt um andstöðu við byggingu Hvammsvirkjunar um hríð enda hefur hún áður fengið fjölmörg kærumál henni tengd inn á sitt borð. Nú í október gáfu bæði Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, sveitarfélögin sem framkvæmdin yrði innan, út framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar og það bæði í annað sinn. Í september gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun - einnig í annað sinn. Og skýringin er sú að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamál hafði fellt fyrri leyfin úr gildi.

Felldi fyrri leyfi úr gildi

Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Það leyfi og síðar framkvæmdaleyfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem veitt var upphaflega í júní 2023, voru ógilt með úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var einkum sú að við undirbúning leyfanna hefði farist fyrir að gæta að löggjöf um stjórn vatnamála. Að mati kærenda nú var ekki brugðist við þessu við undirbúning nýrra leyfa sem gefin voru út á síðustu vikum og því þurfi enn á ný að kæra leyfisveitingarnar þar sem þær séu efnislega í andstöðu við lög og ólöglegar. 

Markmið laga um stjórn vatnamála frá árinu 2011 eru að vernda vatn og vistkerfi þeirra, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Vistkerfi byggja á líffræðilegum, eðlisefnafræðilegum og vatnsformfræðilegu ástandsmati vatnshlota. Samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatnshlota ekki rýrna þannig að það falli um ástandsflokk.  Undantekningartilvik eru þegar nýtingin er þjóðhagslega mikilvæg en þarf þó að vera sjálfbær og með langtímavernd vatnsauðlindarinnar í huga.

Áratuga barátta gegn virkjun

„Breyting á Þjórsá í Hvammslón er ekki bara breyting á gerð vatnshlotsins heldur einnig á aðstæðum og vistfræðilegum eiginleikum Þjórsár,“ segir m.a. í kæru Vigdísar Erlendsdóttur, landeiganda að Kálfá og félaga í veiðifélagi Kálfár en sú kæra er samhljóða kærum fjölda annarra íbúa og landeigenda á svæðinu. „Það er meira íþyngjandi en orð fá lýst að þurfa nú í annað sinn að leita ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar sem svo alvarlegum annmarka er háð, eftir áratuga baráttu til að halda Þjórsá óbeislaðri í miðri sveit, með sínu lífríki,“ segja íbúarnir sem kæra að auki útgáfu framkvæmdaleyfis sveitarfélagsins Rangárþings ytra.

Vilja vernda laxinn

Til viðbótar við þá einstaklinga sem kært hafa leyfisveitingar hafa þrenn samtök gert slíkt hið sama: Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúrugrið og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF).

Krefjast samtökin þess að allar hinar kærðu ákvarðanir, þar með talið útgáfa framkvæmdaleyfis Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir helgi, verði felldar úr gildi og að fallist verði á að þátttökuréttur sá sem almenningi var veittur við mat á áhrifum framkvæmdar á vatnalíf og jarðminjar hafi ekki samrýmst löggjöf um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir að leitað verði álits EFTA dómstólsins við meðferð málsins. 

Samtökin telja að vegna þeirra almannahagsmuna er tengdir eru náttúruvernd á Íslandi, í þessu tilviki einkum vernd íslenska laxastofnsins í huga þjóðarinnar, að ekki verði undan því skotist að enn á ný verði látið reyna á lögmæti málsmeðferðar og efni ákvarðananna. 

Landvernd hefur ekki kært leyfisveitingarnar á ný líkt og hin náttúruverndarsamtökin þrjú. „Við vorum ekki með því það gerðist svo hratt en styðjum kæruna og erum sammála henni,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, við Heimildina.

Mál fyrir dómstólum

Fleiri mál eru í gangi vegna leyfisveitinga fyrir Hvammsvirkjun. Dómsmál er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur af nokkrum einstaklingum og einu félagi, sem öll eru eigendur og/eða ábúendur jarða eða landspildna á bökkum Þjórsár, til ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar frá 12. september 2024. Það dómsmál er einnig rekið til ógildingar tveimur fyrri ákvörðunum sem varða sömu framkvæmd, það er leyfisveitingu Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar frá því í apríl í ár. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.
Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár