Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Jón í launalausu leyfi frá þingstörfum

Jón Gunn­ars­son er þriðji að­stoð­ar­mað­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is-, fé­lags-, vinnu­mark­aðs- og mat­væla­ráð­herra. Laun Jóns eru á pari við laun annarra að­stoð­ar­manna ráð­herra.

Jón í launalausu leyfi frá þingstörfum
Í leyfi Jón Gunnarsson hefur tekið sér launalaust leyfi frá þingmennsku á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns matvælaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Gunnarsson hefur tekið sér launalaust leyfi frá þingstörfum og hefur Sigþrúður Ármann tekið sæti á Alþingi sem hans varamaður. Jón var nýverið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar sem sinnir um þessar mundir þremur ráðuneytum, matvæla-, félags- og vinnumarkaðs- og forsætisráðuneyti. Jón hefur starfsaðstöðu í matvælaráðuneytinu en auk hans hefur Bjarni tvo aðra aðstoðarmenn, Hersi Aron Ólafsson og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur.

Um stöðu Jóns og hlutverk fer, líkt og um aðra aðstoðarmenn ráðherra, samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands, segir í svari matvælaráðuneytis við fyrirspurn Heimildarinnar um starfskjör Jóns. Og í svari forsætisráðuneytis segir að hann njóti sömu kjara og aðrir aðstoðarmenn ráðherra.

Laun aðstoðarmanna voru í fyrra yfir 1,5 milljónir króna á mánuði.

Varð undir í slagnum um 2. sætið

Jón sóttist eftir að sitja áfram í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir bauð sig hins vegar óvænt fram í það sæti og hlaut það í kosningu flokksmanna. Jón afþakkaði nokkuð annað sæti á listanum.

Nokkrum dögum síðar var þó upplýst að hann tæki fimmta sæti á listanum og að hann yrði sérstakur fulltrúi Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Jón er að útbúa heimildina fyrir Hval sem verður kynnt fljótlega eftir kosningar.
    3
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Hvernig ætli menn fari að því að koma sínum persónulega erindreka fyrir inni í ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands? Ætli sé bara sótt um?
    3
    • GRR
      Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
      Nú höfum smáhugmynd um hvernig þetta gerist.
      Það er greinilega ekki sótt um.
      0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    xD mafían getu eytt óhemju almannafé í sjálfan sig, fé sem þeir hafa m.a. stolið af eldri borgurum
    2
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Fyrst að Jón er ekki matvælaráðherra ætli starfsheiti Hanns sé þá ekki Matráður. Bara pæling.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár