Skógarþresti fjölgað en spóa fækkað

Vökt­un mó­fugla í Rangár­valla­sýslu sýn­ir að frá ár­inu 2011 hafa orð­ið hrað­ar breyt­ing­ar í öll­um sam­an­burði sem vekja að mati sér­fræð­inga „spurn­ing­ar um fram­tíð hinna stóru ís­lensku mó­fugla­stofna“.

Skógarþresti fjölgað en spóa fækkað
Okkar ábyrgð Spói er meðal ábyrgðategunda fugla hér á landi. Hann dvelur á Íslandi frá maí og fram í september, en þá heldur hann suður á bóginn og dvelur þá aðallega á versturströnd Afríku og í Portúgal. Talið er að nærri helmingur stofnsins verpi á Íslandi á sumrin. Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson

Nýjustu talningar á mófuglum í Rangárvallasýslu hafa valdið sérfræðingum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi nokkrum heilabrotum. Rannsóknasetrið hefur unnið að talningu mófugla á 63 stöðum sem dreifast um alla sýsluna frá árinu 2011.

Á þeim rúmlega áratug sem talningin hefur farið fram hefur skógarþresti fjölgað verulega. Hrossagaukur og jaðrakan sýna ekki marktæka breytingu en tjaldi, heiðlóu, spóa, stelk, lóuþræl og þúfutittlingi fækkar verulega, segir í samantekt Rannsóknarsetursins eftir sumarið. „Þessar breytingar eru mjög hraðar í öllum samanburði og vekja spurningar um framtíð hinna stóru íslensku mófuglastofna,“ segir í samantektinni.

Skilgreindar hafa verið ábyrgðartegundir fugla á Íslandi, en það eru tegundir þar sem stór hluti Evrópustofns og jafnvel heimsstofns verpur á Íslandi, eða kemur hér við á farleiðum sínum. Spói, heiðlóa, jaðrakan og stelkur eru meðal ábyrgðartegunda Íslands. 

 Ekki er augljósra skýringa á þessum breytingum fyrir að fara á vetrarstöðvum fuglanna þar sem þeir dreifast víða, allt frá Bretlandseyjum til Vestur-Afríku. Því gæti verið að drifkraftana sé að finna hér á landi. Vísindamenn á Rannsóknarsetrinu munu fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum og leita skýringa. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár