Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tvöföldun Vestfjarðaganga verði hraðað

Stað­an í jarðganga­mál­um á Vest­fjörð­um er „óboð­leg“ að mati bæj­ar­stjórn­ar Bol­ung­ar­vík­ur.

Tvöföldun Vestfjarðaganga verði hraðað
Dauðagildra? Vestfjarðagöng eru einbreið á löngum köflum. Mynd: Wikipedia

Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir miklum áhyggjum yfir stöðu öryggis í samgöngumálum á Vestfjörðum í kjölfar hættuástands sem varð vegna bruna í langferðabíl rétt utan við gangamunna Vestfjarðaganga um miðjan september. „Staðan í jarðgangamálum á Vestfjörðum er óboðleg og lýsir bæjarstjórn Bolungarvíkur yfir þeirri afstöðu sinni að hraða þurfi uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum, þ.m.t. tvöföldun Vestfjarðaganga sem allra fyrst,“ segir í bókun sem samþykkt var einu hljóði á fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur í vikunni.

Samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi síðasta vor en ekki náðist að afgreiða, eru mörg göng á undan breikkun Vestfjarðaganga í forgangsröðinni. Til stendur að breikka Breiðadalslegg ganganna, um 4,1 kílómetra kafla, og er kostnaðurinn talinn geta numið um 13,5 milljörðum króna. Lagt er til að breikkunin verði gerð á árunum 2038 og 2039.

Vel á sjötta hundrað hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að ríki og sveitarfélög taki því alvarlega hversu mikil „dauðagildra“ Vestfjarðagöngin séu. „Bæði vegna þess að þau eru einbreið í tveimur afleggjurum og vegna klæðningar sem þar er,“ segir í áskoruninni. „Ef eldur læsir sig í þessar klæðningar þá er voðinn vís. Við tryggjum ekki eftir á. Skrifum undir listann til að láta í okkur heyra varðandi öryggi okkar allra, áður en það verður um seinan.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár