Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
Við hreiðrið Haförn sest á hreiður sitt á Vesturlandi til að færa ungum sínum gott í gogginn. Haferni var nær útrýmt á Íslandi á síðustu öld. Nú verpa um 90 pör á Vesturlandi. Frjósemi íslenska hafarnarstofnsins er enn lág miðað við stofna í nágrannalöndum okkar og koma hafarnarpör almennt fáum ungum á legg. Slíkur stofn er því viðkvæmur fyrir viðbótar afföllum af öllu tagi, segja sérfræðingar hjá Náttúruverndarstofnun. Mynd: Eyþór Ingi Jónsson

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Á svölum apríldegi flýgur haförn af öllum sínum mikilfengleik milli eyja og skerja í Smøla-eyjaklasanum norðvestur af Þrándheimi í Noregi, rétt eins og óteljandi kynslóðir annarra slíkra höfðingja hafa gert í aldir. Hann horfir skörpum augum fyrst og fremst niður fyrir sig á fluginu enda í stöðugri leit að bráð og á þessum árstíma að hentugum varpstað. Svífur sterkum og stórum vængjum þöndum yfir tjarnir og mýrar. Yfir lágar hæðir eyjanna sem hafernir kjósa margir að hreiðra um sig á.  

En allt er breytt. Stærsta eyjan er þakin risavöxnum mannvirkjum sem ekki aðeins hindra flug hans vegna hæðar sinnar heldur vegna þess að þau eru stöðugt á hreyfingu. Snúast og snúast. Hring eftir hring. Skyndilega verður hann fyrir miklu höggi. Annar vængur hans klippist af. Hann missir flugið og fellur helsærður til jarðar. Og deyr. 

„Ég mun aldrei gleyma hvernig örninn horfði hjálparvana á mig og af örvæntingu þar sem …
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Stjórnvöld bregðast seint og illa sennilega hrædd við peningavaldið.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Takk fyrir þessa góðu grein. Vonandi stoppa ný og samfélagsmiðuð stjórnvöld þessu gölnu áform og smíða löggjöf utan um hugsanlega vindorku. Hún á alls ekki heima á hafarnarsvæðum, svo mikið er víst. Þessu þarf að vera mjög þröngur stakkur búinn.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vindorkumál

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár