Á svölum apríldegi flýgur haförn af öllum sínum mikilfengleik milli eyja og skerja í Smøla-eyjaklasanum norðvestur af Þrándheimi í Noregi, rétt eins og óteljandi kynslóðir annarra slíkra höfðingja hafa gert í aldir. Hann horfir skörpum augum fyrst og fremst niður fyrir sig á fluginu enda í stöðugri leit að bráð og á þessum árstíma að hentugum varpstað. Svífur sterkum og stórum vængjum þöndum yfir tjarnir og mýrar. Yfir lágar hæðir eyjanna sem hafernir kjósa margir að hreiðra um sig á.
En allt er breytt. Stærsta eyjan er þakin risavöxnum mannvirkjum sem ekki aðeins hindra flug hans vegna hæðar sinnar heldur vegna þess að þau eru stöðugt á hreyfingu. Snúast og snúast. Hring eftir hring. Skyndilega verður hann fyrir miklu höggi. Annar vængur hans klippist af. Hann missir flugið og fellur helsærður til jarðar. Og deyr.
„Ég mun aldrei gleyma hvernig örninn horfði hjálparvana á mig og af örvæntingu þar sem …
Athugasemdir (2)