Hvort, hvar og hver á að byggja vindorkuver?
Á að reisa vindorkuver á Íslandi? Af hverju? Af hverju ekki? Hvar á að byggja þau, hver á að gera það og til hvers? Augljós skoðanamunur er milli stjórnmálaflokka í vindorkumálum en sameiginleg stef eru þó til staðar. Flestir vilja til dæmis að farið verði varlega í slíka uppbyggingu, meðal annars í ljósi sérstöðu íslenskrar náttúru.