Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráð­herra ræddi netárás á Morg­un­blað­ið á rík­is­stjórn­ar­fundi og hvort netör­ygg­is­sveit rík­is­ins ætti að koma að ör­ygg­is­mál­um fjöl­mið­ils­ins. Fað­ir henn­ar er stjórn­ar­formað­ur út­gáfu­fyr­ir­tæk­is Morg­un­blaðs­ins.

Ræddi fyrirtæki föður síns í ríkisstjórn
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra tengist Morgunblaðinu en ræddi fyrirtækið sérstaklega á ríkisstjórnarfundi. Mynd: Golli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fór yfir stöðu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á ríkisstjórnarfundi á þriðjudagsmorgun og lagði til stuðning ríkisins þrátt fyrir fjölskyldutengsl sín við fjölmiðilinn. Morgunblaðið varð fyrir netárás á sunnudag og voru gögn fjölmiðilsins tekin í gíslingu.

Sagði ráðherra að skoða þyrfti hvort CERT-IS, netör­ygg­is­sveit rík­is­ins, myndi hafa beina aðkomu að netör­ygg­is­mál­um fjöl­miðla, að því fram kemur í frétt mbl.is, og hvort skrá ætti fjölmiðla sem mikilvæga innviði. „Það er eitt­hvað sem ég tel mik­il­vægt að skoða, hvort fjöl­miðlar ættu að heyra und­ir slíka þjón­ustu,“ er haft eftir henni.

„[A]ð ráðherra skuli [...] beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er“
Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, sagði í færslu á Facebook að framganga Áslaugar Örnu í málinu orkaði tvímælis. „Annars vegar sú hugmynd að ríkið eigi að koma að netöryggismálum einkafyrirtækja sem teljast tæplega til þjóðhagslegra mikilvægra innviða og hitt að ráðherra skuli á ríkisstjórnarfundi ræða um og beita sér fyrir málefnum einstakra fyrirtækja sem eru svo nátengd henni og útgáfufélag Morgunblaðsins er,“ skrifaði Björn Valur.

Tengsl fjölskyldu og samstarfsmanna við Morgunblaðið

Faðir Áslaugar Örnu, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs og fer fyrir fyrirtækinu Legalis sf. sem á 15 prósenta hlut í Morgunblaðinu. Sjálf vann Áslaug Arna sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu árin 2011 til 2013.

Þá skipaði hún stjórnarmann Árvakurs, Ásdísi Höllu Bragadóttur, sem ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu árið 2022. Sat Ásdís Halla í stjórn Árvakurs í fjölda mánaða eftir að hún tók við sem ráðuneytisstjóri þrátt fyrir að ráðuneytisstjórum sé óheimilt samkvæmt lögum að gegna aukastörfum samhliða störfum í Stjórnarráði Íslands. 

Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu að Áslaugu Örnu hefði verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar áður en hún var skipuð í embættið. Bæði Ásdís Halla og Sigurbjörn hafa verið samverkamenn Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu og eins stærsta eiganda Morgunblaðsins, í fyrirtækjum sem starfa að heimaþjónustu og sjávarútvegi.

Grafalvarleg staða

Netárásin á Morgunblaðið átti sér stað á sunnudag og lá vefur blaðsins, mbl.is, niðri í um þrjár klukkustundir. Þá var ekki hægt að vinna í ritstjórnarkerfi blaðsins og útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100 lágu niðri, að því mbl.is greindi frá.

Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs, sagði að rússneskur hópur sem kallar sig Akira hefði staðið að baki árásinni og að gríðarlegt magn gagna hefði verið tekið í gíslingu. „Staðan er grafal­var­leg og eig­in­lega eins slæm og hún get­ur orðið,“ sagði Úlfar.

Samstarf í netöryggismálum

„Við erum að vinna að því að koma af stað sam­starfs­vett­vangi op­in­berra aðila og at­vinnu­lífs­ins um netör­yggi nú í haust,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta er liður af þeim aðgerðum sem við höf­um boðað til að stór­efla netör­yggi á Íslandi. Part­ur af því er að bera sam­an stjórn­skip­an netör­ygg­is­mála á Íslandi við Norður­lönd­in.“

Hún sagði mikilvægt að efla sam­starf og sam­hæf­ingu stofn­anna og at­vinnu­lífs í mála­flokkn­um. „Ég held að þessi sam­starfs­vett­vang­ur muni ná ut­an­um marg­ar af þeim áskor­un­um sem verið er að lýsa gagn­vart upp­lýs­inga­skipt­um, vit­und­ar­vakn­ingu og áhættumati.“

Kjósa
98
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hun a að segja af ser tafarlaust og tikast til að biðja þjoðina afsökunar.
    0
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Enn einn gjörspilltur ungi peningavaldsinns á Íslandi.
    0
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Óheimilar aðgerðir eru bara óheppilegar og engin viðurlög. Alveg magnað.
    1
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Talað var um þessa netáras á mbl eins og að þetta væri árás á lýðræðið.
    En það er ekki talað um árás á lýðræðið þegar mbl er kostaður áróðurspési af stórútgerðinni sem vellur yfir landsmenn alla daga ársins.
    15
  • Anna Á. skrifaði
    Eins og svo mörg önnur dæmi, þá sýnir þetta enn og aftur að sjálfstæðismenn telja sig vera réttborin aðal Íslands og telja sig geta valsað hér um allt eins og þeir eigi þetta allt saman.
    21
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Í nágrannalöndunum teldist ráðherrann vanhæf til að fjalla um þetta mál vegna ættartengsla.

    Ísland er YNDISLEGT land :-) :-) :-)
    23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár