Kalkþörungafélagið staðið að skattaundanskotum
Eigendur Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal hafa árum saman keypt afurðir verksmiðjunnar á undirverði og flutt hagnað úr landi. Skatturinn komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa rannsakað skattskil félagsins á fimm ára tímabili. Á 15 ára starfstíma verksmiðjunnar hefur hún aldrei greitt tekjuskatt. „Við erum ekki skattsvikarar,“ segir forstjóri félagsins.
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
Alexander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, hefur flogið hátt í þrjátíu sinnum með einkaþotum einræðisstjórnar Lukashenko á síðastliðnum áratug, samkvæmt gögnum sem lekið var nýlega. Eingöngu fjölskylda og nánustu bandamenn Aleksanders Lukashenko nota þoturnar. Bæði þoturnar og flestir farþega hennar hafa verið sett í ferðabann um Evrópu og Norður-Ameríku.
AfhjúpunEndurvinnsla á Íslandi
1
Ráðuneyti segir ríkisforstjóra hafa þegið milljónir í laun án heimildar
Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hefur í 7 ár fengið greidd laun fyrir starf sem lagt var niður árið 2015. Fjármálaráðuneytið segir framkvæmdastjórann ekki hafa gert þetta í góðri trú og hvetur stjórn til að krefja hann um endurgreiðslu, en allt að helmingur upphæðarinnar er þegar fyrndur.
AfhjúpunPlastið fundið
3
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
Endurvinnslufyrirtækið Terra hefur urðað plast á náttúruminjasvæði í tæpan áratug, þvert á lög. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur rekið urðunarstaðinn án leyfis í fjölda ára. Úrgangurinn var skilinn þar eftir þrátt fyrir að ekkert starfsleyfi sé til staðar fyrir urðunarstaðinn.
Afhjúpun
4
Sex gjaldþrot og jarðarför
Fjöldi fyrirtækja sem öll tengjast litlum hópi manna sem leigt hefur út erlenda starfsmenn, hafa farið í þrot á síðustu árum og skilið eftir hundruð milljóna króna skatta- og iðgjaldaskuldir. Á innan við ári hafa fjögur fyrirtæki þeirra farið í þrot án þess að nokkuð fengist upp í hálfs milljarðs króna kröfur í þau. Huldumenn sem taka yfir fyrirtækin stuttu fyrir gjaldþrot eru taldir vera svokallaðir útfararstjórar.
Afhjúpun
4
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
AfhjúpunÓlígarkinn okkar
1
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
Breskt skúffufélag, Max Credit Investment Limited, sem fjármagnað hefur viðskipti hvítrússneska ólígarkans Aleksanders Moshensky komst nýverið í eigu íslendingsins Karls Konráðssonar. Verðið sem Karl greiddi fyrir félagið virðist ekki í neinu samræmi við eignir þess og umsvif, sem virðast einskorðast við að miðla peningum milli aflandsfélags og fyrirtækja Moshensky í Austur-Evrópu. Úkraínsk skattayfirvöld rannsökuðu slík viðskipti.
Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráherra og eiginkonu hans í mars keypti einbýlishús og 3,2 hektara lóð í Garðabæ á 300 milljónir mánuði síðar. Daginn áður komu nýir eigendur inn í félagið og Jón fór úr eigendahópnum. Konan hans er meðal eigenda og situr hún í stjórn félagsins ásamt syni þeirra og tengdadóttur. Stefnt er að byggingu 30-40 íbúða byggð. Fyrri eigandi reyndi margítrekað að fá að ráðast í sambærilega uppbyggingu en var alltaf hafnað af bænum.
AfhjúpunPlastið fundið
6
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
Stundin fann allt að 1.500 tonn af íslensku plasti sem hefur legið óhreyft í um fimm ár í vöruhúsi í Svíþjóð. Allt plastið var sagt endurunnið eða endurnýtt samkvæmt tölfræði Úrvinnslusjóðs og var íslenskum endurvinnslufyrirtækjum greitt um hundrað milljónir króna fyrir að senda það í endurvinnslu. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir Úrvinnslusjóð bera ábyrgð á að íslenskt plast sé í raun endurunnið. Plastið sligar palestínska flóttamannafjölskyldu í Svíþjóð sem greiðir nú fyrir úrvinnslu á því.
AfhjúpunPandóruskjölin
1
Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
Íslendingur búsettur í Taílandi er potturinn og pannan í rekstri umdeilds vefhýsingarfyrirtækis sem gerir út á tjáningarfrelsisákvæði íslenskra laga. Klám, nýnasistaáróður og nafnlaust níð er hýst á vegum fyrirtækisins. „Ég hef ekkert að fela,“ segir maðurinn, sem er einn þeirra sem afhjúpaðir eru í Pandóruskjölunum.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
Eitt af því sem Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, gerði ítrekað fyrir útgerðarfélagið var að reyna að stuðla að því að mútugreiðslurnar til ráðamannanna í Namibíu færu leynt. Jón Óttar sagðist ekki bera skylda til að fela þessar greiðslur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eftir að hann hóf störf hjá Samherja í Namibíu.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
3
Bankastjóri og stjórnarmaður Íslandsbanka liðkuðu til fyrir viðskiptum Samherja í Namibíu
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með stjórnarmanni og bankastjóra Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttur, um aðstoð við að stunda fiskveiðar í Namibíu. Fundurinn leiddi til þess að Samherji fékk meðmælabréf sem sent var til Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra. Birna Einarsdóttir segir að hún hafi einungis verið að aðstoða viðskiptavin bankans og að hún hafi aldrei vitað til hvers fundurinn leiddi.
AfhjúpunNý Samherjaskjöl
6
Ný Samherjaskjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“
Ný gögn sem eru undir í rannsóknum héraðssaksóknara og namibískra yfirvalda varpa ljósi á hversu víðtæk þekking var um mútugreiðslur og háttsemi Samherja í Namibíu innan útgerðarrisans. Frjálslega var talað um mútugreiðslur og hótanir í skriflegum samskiptum lykilstjórnenda. Þorsteinn Már Baldvinsson fékk stöðugar upplýsingar um gang mála.
Afhjúpun
Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti fráfarandi formanni kærunefndar útlendingamála 10 mánaða laun þrátt fyrir að hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði vegna starfs erlendis. Ráðuneytið er tvísaga í málinu. Sótt var að formanninum fyrir að leyna úrskurðum og vegna ágreinings meðal starfsfólks.
Svokölluð „skæruliðadeild“ Samherja beinir spjótum sínum að gagnrýnendum útgerðarfélagsins og blaðamönnum, eftir samþykki frá „mönnunum“. „Ég vil stinga, snúa og strá salti í sárin,“ segir lögmaður Samherja. Lagt er á ráð um að kæra uppljóstrara til að koma í veg fyrir vitnisburð hans fyrir dómi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.