Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár Mikið magn af plasti mátti finna á staðnum.

Mikið magn af plastúrgangi hefur verið skilið eftir á ólöglegum urðunarstað á Suðurlandi. Þetta sannreyndi Stundin á dögunum. Úrgangurinn kemur frá grænmetisræktendum í Bláskógabyggð. Erfitt er að fullyrða um magn þess plasts sem urðað hefur verið á svæðinu en verulegt magn af plasthólkum sem ætlaðir eru til ræktunar á plöntum, grænmeti og gróðri voru sjáanleg þegar blaðamaður og ljósmyndari Stundarinnar heimsóttu svæðið. 

Plast hefur augljóslega verið urðað þar í langan tíma og gróður hylur stóran hluta þess. Þegar gengið er á gróðrinum má vel heyra plast brotna undir gróðurþekjunni.

Urðun á þessu plasti er á ábyrgð endurvinnslufyrirtæksins Terra sem viðurkenndi í samtali við Stundina að hafa losað plast á staðnum um margra ára skeið. Það er hins vegar Sveitarfélagið Bláskógabyggð sem rekur urðunarstaðinn og hefur gert mun lengur. Allan þann tíma hefur starfsemin farið fram án starfsleyfis, þvert á lög. 

Urðunarstaðurinn er í landi jarðarinnar Spóastaða, fáeina kílómetra frá Skálholti. Þórarinn Þorfinnsson, ábúandi á Spóastöðum, segir í samtali við Stundina að sveitarfélagið Bláskógabyggð leigi af honum jörðina þar sem plastúrganginn má finna. Þórarinn segir sveitarfélagið hafa notað svæðið í mörg ár fyrir, það sem kallað er, óvirkur úrgangur. Það er úrgangur eins og grjót, möl, mold og fleira, en ekki úrgangur sem inniheldur plast eða aðra manngerða hluti, eins og finna má í miklu magni á staðnum. 

„Ég ætla ekkert að fara upplýsa neitt um það. Ég sé enga ástæðu til þess”
Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar

Ekkert leyfi til staðar í 12 ár

Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar, viðurkennir að ekkert leyfi hafi verið til staðar og hafi aldrei verið í þau ár sem sveitarfélagið hafi starfrækt urðunarstaðinn. Sveitarfélagið sótti ekki fyrr en nýlega um starfsleyfi, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðiseftirlit Suðurlands sem hefur umsjón með útgáfu slíkra starfsleyfa.

Þegar Kristófer var spurður hvenær sveitarfélagið hefði sótt um starfsleyfið neitaði hann að svara því. „Ég ætla ekkert að fara upplýsa neitt um það. Ég sé enga ástæðu til þess,” sagði Kristófer.  Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu sótti sveitarfélagið um starfsleyfi sama dag og blaðamaður ræddi við Kristófer. 

Ruslahaugurinn sem um ræðir liggur rétt fyrir neðan bæinn Spóastaði, við þjóðveg 31, skammt frá Brúará. Samkvæmt lista Umhverfisstofnunar er Brúará öll á náttúruminjaskrá. Það felur í sér að auk árinnar sjálfrar er svæði í allt að 200 metra fjarlægð frá árbökkunum líka talið til náttúruminja. Þannig hefur það verið frá því löngu áður en farið var að urða á svæðinu.

Losuðu á náttúruminjasvæðiSvæðið sem haugurinn liggur er á skrá Umhverfisstofnunar sem náttúruminjar. Terra losaði þar ólöglega plastúrgang.

Hvorki sveitarfélagið Bláskógabyggð né endurvinnslufyrirtækið Terra vilja þó kannast við að hafa vitað af þeirri staðreynd að svæðið væri á náttúruminjaskrá. Þegar Kristófer og Arngrímur Sverrisson, starfsmaður í viðskiptaþróun hjá Terra, voru spurðir hvort þeir vissu að haugurinn væri inn á náttúruminjasvæði sögðust þeir báðir ekki hafa vitað það.

Arngrímur segir að samkvæmt skilmálum í útboði Bláskógabyggðar á úrgangsmálum í sveitarfélaginu frá árinu 2010 hafi átt að losa allan óvirkan úrgang á þessum stað. Samkvæmt gögnum heilbrigðiseftirlitsins hefur þó aldrei verið leyfi fyrir slíku. 

Ástæðan þess að mikilvægt er að starfsleyfi liggi fyrir er til að heilbrigðiseftirlitið geti haft eftirlit með haugnum, svo sem mengunareftirlit og að ekki sé verið að losa ólögmætan úrgang á svæðið, líkt og gert hefur verið undanfarin ár.

Legið í mörg ár á staðnumGróður hefur vaxið yfir stóran hluta plastsins á svæðinu

Ekki bara plast

Á haugnum er ekki eingöngu að finna plast, heldur einnig aðra tegund úrgangs sem ekki má losa á svæðinu. Spilliefni, málma og annars konar úrgang sem er með öllu óheimilt að losa, mátti greinilega sjá á haugnum, þegar Stundin heimsótti urðunarstaðinn, föstudaginn 16 september. Á Degi íslenskrar náttúru.

Það að losa úrgang með þeim hætti sem gert er í landi Spóastaða virðist auk þess vera í hróplegu ósamræmi við innri reglur fyrirtækisins Terra, sem þó hefur ekið þangað úrgangnum og urðað í fjölda ára. 

Heilu farmanir losaðir ólöglega af plastmenguðum úrgangiÍ mörg ár losaði endurvinnslufyrirtækið Terra ólöglega úrgang á náttúruminjasvæði

Á vef Terra má sjá umhverfisstefnu fyrirtækisins, þar sem farið er í ítarlegu máli yfir mikilvægi þess að halda umhverfi hreinu. Fyrirtækið hefur svo sett sér sérstaka stefnu um hvernig fyrirtækið ætlar að haga starfsemi sinni til að stuðla að því markmiði.

Hér fyrir neðan má sjá umhverfisstefnu Terra. 

  1. Vera í fararbroddi í meðhöndlun úrgangs á landsvísu og einsetja sér að kynna viðskiptavinum og starfsmönnum fyrirtækisins gildi endurvinnslu og endurnýtingar.
  2. Leitast við að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, með reglulegum mælingum á þýðingarmiklum umhverfisþáttum.
  3. Leggja sitt af mörkum til loftslagsmála með betri nýtingu auðlinda, bættri meðhöndlun úrgangs og með ráðgjöf til viðskiptavina.
  4. Setja sér mælanleg umhverfismarkmið í þeim tilgangi að tryggja stöðugar úrbætur.
  5. Fylgja lagalegum kröfum á sviði umhverfismála og vinna að stöðugum úrbótum í samræmi við umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001:2015.

Arngrímur Sverrisson hjá Terra segist sjálfur hafa farið á urðunarstaðinn árið 2018. Þá hafi hann reynt að laga ástandið og ræða við þá sem komu að málinu. Sú heimsókn virðist hins vegar ekki hafa skilað árangri en fyrirtækið hélt áfram að losa plastmengaðann úrgang á svæðinu til loka árs 2020.

Það var sama ár og fyrirtækið var valið umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins og því afhent verðlaun úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, við sérstaka athöfn.

Ekki í fyrsta skipti

Þetta er ekki eina dæmið um að Terra hafi losað plastmengaðan jarðveg út í náttúruna. Í október árið 2020 sagði Stundin frá því að Terra hafi losað mikið magn af plastmengaðri moltu og dreift um stórt svæði í Krýsuvík. Var um að ræða verkefni í samstarfi við Landgræðsluna. Í fyrstu vildu forsvarsmenn fyrirtækisins meina að lítið magn af moltunnni sem þeir dreifðu hefði verið plastmenguð en það hafi síðar verið hreinsað. 

Fáeinum dögum síðar kom hins vegar í ljós að sú fullyrðing fyrirtækisins stóðst ekki, þar sem plastmengaðri moltu hafði verið dreift yfir stórt svæði í Krýsuvík og mikið magn af plasti var enn til staðar í moltunni. 

Þrátt fyrir að moltan hafi verið mikið plastmenguð var engin krafa gerð á Terra að losa moltuna af staðnum, heldur munu þeir vera með eftirlit á staðnum og reyna frekari hreinsunarstörf. Erfitt verður að sjá hvernig megi losa allt það plast sem var á staðnum vegna smæðar plastsins sem er í moltunni og liggur hún því enn þá í Krýsuvík. 

Plastagnir í fiskum, fuglum og drykkjarvatni

En hvaða máli skiptir það hvar plast er losað? Plastagnir eru nú að finnast í fiskum og fuglum við strendur landsins. Í tilviki plasthaugsins í Bláskógabyggð er það sérstakt áhyggjuefni að plast berist með veðri og vindum í ánna og þaðan áfram út í náttúruna. Plast brotnar svo niður með tímanum, sé það látið liggja kjurrt, og getur smitast í grunnvatn á svæðinu. Slík mengun getur svo smitast inn í fæðukeðjuna. Á Íslandi er þetta raunverulegt vandamál.

Í rannsókn Anne de Vries, nema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, kom í ljós að 20,5% af öllum veiddum þorski á Íslandi og 17,4% af öllum ufsa innihélt plastagnir.  Samkvæmt rannsókn, sem Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands, framkvæmdi reyndist 70% fýla vera með plast í maganum. Þá hafa rannsóknir á magainnihaldi hvala sem hafa rekið á land sýnt fram á talsvert magn af plasti auk þess sem rannsóknir á kræklingum við strendur Íslands sýna að meira en helmingur þeirra innihalda plastagnir.  

Samkvæmt rannsókn Veitna kemur fram að um 0,2 til 0,4 plastagnir finnast í hverjum lítra af vatni sem íbúar höfuðborgarsvæðisins drekka. Sjónvarpsþátturinn Kveikur lét greina kranavatn frá nokkrum heimilum í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Kom þar í ljós að um 27 plastagnir var að finna í hverjum lítra af vatni sem er drukkið á þeim heimilum. Það má segja að plast sé að finnast alls staðar á Íslandi, bæði í náttúrunni, lífríkinu, jafnvel inni í okkur sjálfum.

Fengu ábendingu fyrir nokkrum árum

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarfélagið hafi fengið ábendingu um plastmengunina fyrir nokkrum árum. Þá hafi verið haft samband við þá aðila sem komu að málinu og þeir beðnir um að bregðast við. Svo virðist sem að ekki hafi verið hlustað á ábendingar sveitarfélagsins á þeim tíma.

Nú hefur þó verið tekin ákvörðun um að sveitarfélagið ráðist í hreinsun á svæðinu. Var það gert eftir að blaðamaður fór að hafa samband við þá sem tengjast málinu. Ásta segir að sveitarfélagið muni fylgjast með hreinsuninni auk þess að hafa samband við heilbrigðiseftirlit Suðurlands og óska eftir samstarfi vegna málsins. 

Sveitarfélagið ætlar sjálft að standa straum af kostnaði við hreinsunina en Ásta segir koma til greina að sækja þann kostnað svo til fyrirtækisins Terra.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Snorri Kristinsson skrifaði
    Terra - "Skiljum Ekkert Eftir"

    Nema þetta. Og þetta. Og þetta og hitt.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta skítafyrirtæki fékk verðlaun frá SA í fyrra, og forsetinn afhenti verðlaunin!
    2
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Grjótharðir umhverfissóðar! Og örugglega moldríkir af þessu svindli.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík
FréttirPlastið fundið

Enn­þá plast um allt á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
„Þessi úrgangsmál eiga að vera í lagi”
FréttirPlastið fundið

„Þessi úr­gangs­mál eiga að vera í lagi”

Auð­ur Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir það brand­ara að end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hafi ver­ið val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins 2020, á sama tíma og það var losa plast­meng­að­an úr­gang á nátt­úru­m­inja­svæði.
Leyndarmál Endurvinnslunnar
FréttirPlastið fundið

Leynd­ar­mál End­ur­vinnsl­unn­ar

Ís­lensk end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki spör­uðu sér tugi millj­óna króna þeg­ar þau brenndu þús­und­ir tonna af plasti í stað þess að senda það til end­ur­vinnslu.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Eftirliti með undanþágum á úrvinnslugjaldi ábótavant
FréttirPlastið fundið

Eft­ir­liti með und­an­þág­um á úr­vinnslu­gjaldi ábóta­vant

Þeg­ar fyr­ir­tæki fær und­an­þágu á greiðslu úr­vinnslu­gjalds vegna út­flutn­ings er því al­gjör­lega treyst að ekk­ert af efn­inu sé not­að inn­an­lands. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar er gagn­rýnt að ekk­ert eft­ir­lit sé með þessu ferli.

Nýtt efni

Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fimm árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.
248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna
Greining

248 ís­lensk fyr­ir­tæki hafa þeg­ar yf­ir­gef­ið ís­lensku krón­una

Stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, hug­bún­að­ar­gerð og ferða­þjón­ustu gera ekki upp í ís­lensk­um krón­um held­ur öðr­um gjald­miðl­um. Við það geta þau feng­ið fjár­mögn­un hjá er­lend­um bönk­um á mun skap­legri kjör­um en bjóð­ast hér inn­an­lands og verða að mestu ónæm fyr­ir ís­lensk­um stýri­vaxta­hækk­un­um. Þær hækk­an­ir bíta hins veg­ar fast á minni fyr­ir­tækj­um, heim­il­um og hinu op­in­bera.
„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
FréttirOrkumál

„Al­veg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka

Þús­und lítr­ar af heitu vatni kosta um 153 krón­ur í Ár­borg. „Og það er svip­að og verð á hálf­um lítra af gosi,“ seg­ir Sig­urð­ur Þór Har­alds­son hjá Sel­fossveit­um. Sí­fellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eft­ir­spurn í takti við hraða íbúa­fjölg­un. Verð­breyt­ing­ar hljóti að vera í far­vatn­inu.
Fer á puttanum um firðina
Viðtal

Fer á putt­an­um um firð­ina

Jamie Lee, sem er fædd og upp­al­in í Hong Kong, féll kylli­flöt fyr­ir Ís­landi þeg­ar hún kom hing­að í ferða­lag. Nú rek­ur hún fyr­ir­tæk­ið Fine Food Islandica sem rækt­ar belt­is­þara í Stein­gríms­firði og synd­ir stund­um út að lín­un­um til að at­huga með þara­börn­in sín.
And Björk of Course
Bíó Tvíó#243

And Björk of Cour­se

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Lárus­ar Ým­is Ósk­ars­son­ar og Bene­dikts Erl­ings­son­ar frá 2004, And Björk of Cour­se. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Milljarðar upp um skorsteininn  á okkar kostnað – eða: Mun skynsemin ráða?
Páll Hermannsson
Aðsent

Páll Hermannsson

Millj­arð­ar upp um skor­stein­inn á okk­ar kostn­að – eða: Mun skyn­sem­in ráða?

Páll Her­manns­son skoð­ar hvaða mögu­leik­ar eru í boði til að minnka þann auka­kostn­að sem los­un­ar­gjöld leggja á sigl­ing­ar gáma­skipa.
Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu
Fréttir

Gervi­greind sem­ur leiktexta fyr­ir óperu

Óperu­söngv­ar­inn og tón­skáld­ið Hrólf­ur Sæ­munds­son er á fullu um þess­ar mund­ir að semja tónlist við leiktexta gervi­greind­ar­inn­ar Chat­G­PT 4.
Greiðslubyrðin hefur rúmlega tvöfaldast á rúmum tveimur árum
Fréttir

Greiðslu­byrð­in hef­ur rúm­lega tvö­fald­ast á rúm­um tveim­ur ár­um

Lán­taki með með­al­lán á óverð­tryggð­um vöxt­um borg­ar nú að minnsta kosti um 346 þús­und krón­ur á mán­uði af því. Það er 103,5 pró­sent meira en við­kom­andi gerði fyr­ir einu ári síð­an.

Mest lesið undanfarið ár

  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    1
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    2
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    3
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    6
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    7
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    8
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
  • Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
    9
    Fréttir

    Myndu að „sjálf­sögðu ekki“ sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á Ax­ar­vegi

    Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.
  • Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
    10
    Fréttir

    Út­varp Saga tel­ur fjöl­miðla­styrki skapa tor­tryggni og bjóða upp á frænd­hygli

    Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.