Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.

Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
Losuðu óhemjumagn af plasti á svæðið Terra losaði óhemjumikið magn af plasti á svæði þar sem fyrirtækið taldi sig hafa heimild til að losa óvirkan úrgang. Raunin var þó sú að engin heimild var til að losa neinn úrgang á svæðinu.

Endurvinnslufyrirtækið Terra segist harma að plastmengaður úrgangur hafi verið losaður á ólögmætum urðunarstað í Bláskógabyggð. Þá segist fyrirtækið ætla senda starfsmenn á vegum fyrirtækisins til þess að hreinsa svæðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. Fyrirtækið fékk ábendingu árið 2018 um að plastmengaður úrgangur væri á svæðinu en brást þó ekki við fyrr en nú, fjórum árum seinna. 

Stundin greindi frá því í síðustu viku að mikið magn af plastmenguðum úrgangi væri að finna í landi Spóastaða í Bláskógabyggð. Svæðið er á náttúruminjaskrá hjá Umhverfisstofnun. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hafði ekki leyfi til þess að notast við staðinn til að losa þar úrgang. Engu að síður notaði sveitarfélagið svæðið þó sem losunarstað í yfir 12 ár. Ekkert eftirlit var með staðnum þar sem ekkert starfsleyfi var til staðar. 

PlastúrgangurEndurvinnslufyrirtækið Terra losaði mikið magn af plastmenguðum úrgangi á svæðið.

Ekkert leyfi til staðar

Í tilkynningunni segir Terra að sveitarfélagið Bláskógabyggð hefði bent þeim á að það mætti notast við svæðið til þess að losa óvirkan úrgang, eins og mold, grjót, möl og fleira. Þrátt fyrir að ekkert leyfi hafi legið fyrir hjá heilbrigðiseftirlitinu og að svæðið væri á náttúruminjaskrá, losaði Terra mikið magn af plastmenguðum úrgangi á svæðið.

„Svæðið var hugsað fyrir úrgang frá sveitarfélaginu og fyrirtækjum á svæðinu sem þurftu að afsetja jarðefni og óvirkan úrgang. Í samræmi við það benti sveitarfélagið aðilum á svæðinu að heimilt væri að nota svæðið fyrir slíkt. Terra var einn af mörgum aðilum sem sá um afsetningu óvirks úrgangs á svæðinu. Hlutverk og þjónusta Terra umhverfisþjónustu fólst í því að sækja flokkaðan úrgang hjá viðskiptavininum og losa á Spóastöðum”, segir í tilkynningu fyrirtækisins. 

Skiljum ekkert eftirSlagorð endurvinnslufyrirtækisins Terra

Brugðust ekki við

Terra segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi fengið ábendingu frá sveitarfélaginu Bláskógabyggð, árið 2018, um að plastmengaður úrgangur hefði verið losaður á svæðinu af fyrirtækinu. Bað sveitarfélagið þá um að svæðið yrði hreinsað og sagðist Terra ætla að gera það. Ekkert varð þó úr þeirri hreinsun, þrátt fyrir gefin loforð. 

Valgeir Baldursson, forstjóri Terra, segir í samtali við Stundina ekki geta svarað hvers vegna fyrirtækið brást ekki við ábendingu sveitarfélagsins. Þá gat Valgeir heldur ekki svarað af hverju fyrirtækið losaði plastmengaðan úrgang á svæðið.

Valgeir Baldursson, forstjóri Terra

Hér að neðan má sjá tilkynningu Terra í heild vegna málsins.

Terra harmar að óvirkur úrgangur hafi verið mengaður plasti sem var afsettur á landi Spóastaða. Terra tekur fulla ábyrgð á sínum þætti í þessu máli og mun í fullri samvinnu við Bláskógabyggð hreinsa svæðið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. 

Mál þetta má rekja til þess að Bláskógabyggð gerði samning sem fólst í því að leigja sveitarfélaginu aðstöðu í landi Spóastaða til að afsetja garðaúrgang, jarðefni og óvirkan úrgang á svæðinu í landmótun. 

Svæðið var hugsað fyrir úrgang frá sveitarfélaginu og fyrirtækjum á svæðinu sem þurftu að afsetja jarðefni og óvirkan úrgang. Í samræmi við það benti sveitarfélagið aðilum á svæðinu að heimilt væri að nota svæðið fyrir slíkt. Terra var einn af mörgum aðilum sem sá um afsetningu óvirks úrgangs á svæðinu. Hlutverk og þjónusta Terra umhverfisþjónustu fólst í því að sækja flokkaðan úrgang hjá viðskiptavininum og losa á Spóastöðum. 

Árið 2018 kom fram ábending frá Bláskógabyggð þess efnis að farmur mengaður plasti hefði verið losaður á svæðinu. Sama ár óskaði Bláskógabyggð eftir tillögu hvernig hreinsa mætti plastið úr þeim óvirka úrgangi. Terra lagði til að félagið myndi annast að hreinsa plastið úr jarðveginum og farga með réttum hætti. 

Félaginu þykir leitt að hafa flutt úrgang sem ekki var hreinn á land Spóastaða og að hafa ekki þá þegar árið 2018 hreinsað úrganginn sem kominn var á Spóastaði líkt og félagið ætlaði sér að gera, óháð því hvar ábyrgð á ófullnægjandi flokkun efnis á upprunastað lá. Terra umhverfisþjónusta mun nú hreinsa svæðið og tryggja að sambærilegt mál komi ekki upp aftur enda í engu samræmi við umhverfisstefnu Terra.

 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár