Plastið fundið
Greinaröð desember 2021

Plastið fundið

Íslenskir neytendur borguðu gjald til þess að láta endurvinna plast sem Stundin fann í haug í vöruskemmu í Svíþjóð. Úrvinnslusjóður og Umhverfisstofnun hafa talið það með í tölum um endurvinnslu og íslensk endurvinnslufyrirtæki rukkuðu um 100 milljónir króna fyrir að koma því í réttan farveg.
AfhjúpunPlastið fundið

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.