Plastið fundið
Greinaröð desember 2021

Plastið fundið

Íslenskir neytendur borguðu gjald til þess að láta endurvinna plast sem Stundin fann í haug í vöruskemmu í Svíþjóð. Úrvinnslusjóður og Umhverfisstofnun hafa talið það með í tölum um endurvinnslu og íslensk endurvinnslufyrirtæki rukkuðu um 100 milljónir króna fyrir að koma því í réttan farveg.
AfhjúpunPlastið fundið

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.
Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík
FréttirPlastið fundið

Enn­þá plast um allt á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
„Þessi úrgangsmál eiga að vera í lagi”
FréttirPlastið fundið

„Þessi úr­gangs­mál eiga að vera í lagi”

Auð­ur Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir það brand­ara að end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hafi ver­ið val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins 2020, á sama tíma og það var losa plast­meng­að­an úr­gang á nátt­úru­m­inja­svæði.
Leyndarmál Endurvinnslunnar
FréttirPlastið fundið

Leynd­ar­mál End­ur­vinnsl­unn­ar

Ís­lensk end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki spör­uðu sér tugi millj­óna króna þeg­ar þau brenndu þús­und­ir tonna af plasti í stað þess að senda það til end­ur­vinnslu.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.
Eftirliti með undanþágum á úrvinnslugjaldi ábótavant
FréttirPlastið fundið

Eft­ir­liti með und­an­þág­um á úr­vinnslu­gjaldi ábóta­vant

Þeg­ar fyr­ir­tæki fær und­an­þágu á greiðslu úr­vinnslu­gjalds vegna út­flutn­ings er því al­gjör­lega treyst að ekk­ert af efn­inu sé not­að inn­an­lands. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar er gagn­rýnt að ekk­ert eft­ir­lit sé með þessu ferli.
Ríkisendurskoðun: Úrvinnslusjóður ræður ekki við hlutverk sitt og eftirlit er í skötulíki
FréttirPlastið fundið

Rík­is­end­ur­skoð­un: Úr­vinnslu­sjóð­ur ræð­ur ekki við hlut­verk sitt og eft­ir­lit er í skötu­líki

Stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af starf­semi Úr­vinnslu­sjóðs. Starfs­fólk ræð­ur ekki við verk­efni sjóðs­ins, ekk­ert innra eft­ir­lit er til stað­ar og deil­ur inn­an stjórn­ar. Ekki er virkt eft­ir­lit með því hvort reikn­ing­ar sem sjóðn­um ber­ast séu raunsann­ir held­ur er treyst á gögn frá þeim sem reikn­ing­ana senda. Þá fer ekki fram sjálf­stætt eft­ir­lit af hálfu sjóðs­ins með þeim fyr­ir­tækj­um sem taka við úr­gangi og ráð­stafa hon­um.
Stjórn Úrvinnslusjóðs og sendinefndin verði kölluð fyrir þingnefnd
FréttirPlastið fundið

Stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og sendi­nefnd­in verði köll­uð fyr­ir þing­nefnd

„Mér finnst, enn sem kom­ið er, þetta ekki líta vel út,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is um ís­lenska plast­ið sem fannst í miklu magni í vöru­skemmu í Sví­þjóð í fyrra og við­brögð sendi­nefnd­ar og stjórn­ar Úr­vinnslu­sjóðs við frétt­um Stund­ar­inn­ar af því. Vil­hjálm­ur hyggst óska eft­ir því að stjórn Úr­vinnslu­sjóðs og nefnd­in sem fór í vett­vangs­ferð í vöru­skemm­una og skil­aði að því loknu skýrslu, komi fyr­ir nefnd­ina.
„Nokkuð langt í land að þessum aðilum sé treystandi“
FréttirPlastið fundið

„Nokk­uð langt í land að þess­um að­il­um sé treyst­andi“

Formað­ur Land­vernd­ar gagn­rýn­ir vinnu­brögð sendi­nefnd­ar sem átti að rann­saka ís­lenska plast­ið sem sent var til Sví­þjóð­ar ár­ið 2016 og sit­ur þar enn í vöru­húsi. Hann seg­ir að það dragi mjög úr trú­verð­ug­leika rann­sókn­ar­inn­ar að hún hafi ver­ið fram­kvæmd af fólki sem eigi hags­muna að gæta.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.