Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Ríkisendurskoðun: Úrvinnslusjóður ræður ekki við hlutverk sitt og eftirlit er í skötulíki

Stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af starf­semi Úr­vinnslu­sjóðs. Starfs­fólk ræð­ur ekki við verk­efni sjóðs­ins, ekk­ert innra eft­ir­lit er til stað­ar og deil­ur inn­an stjórn­ar. Ekki er virkt eft­ir­lit með því hvort reikn­ing­ar sem sjóðn­um ber­ast séu raunsann­ir held­ur er treyst á gögn frá þeim sem reikn­ing­ana senda. Þá fer ekki fram sjálf­stætt eft­ir­lit af hálfu sjóðs­ins með þeim fyr­ir­tækj­um sem taka við úr­gangi og ráð­stafa hon­um.

<span>Ríkisendurskoðun: </span>Úrvinnslusjóður ræður ekki við hlutverk sitt og eftirlit er í skötulíki
Íslenska plastsyndin Meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við í stjórnsýsluúttekt sinni á Úrvinnslusjóði er að sjóðurinn hafi ekki, eða í það minnsta mjög takmarkað, eftirlit með því hvort úrgangi á borð við plast sé í raun ráðstafað eins og samið er um og sjóðurinn greiðir fyrirtækjum fyrir. Meðfylgjandi mynd er úr vöruhúsi í Svíþjóð en rannsókn Stundarinnar í leiddi til þess að þar fannst gríðarlegt magn íslensks plasts sem Úrvinnslusjóður hafði greitt fyrir á þeim forsendum að það væri búið að endurvinna það. Mynd: Davíð Þór

Úrvinnslusjóður ræður ekki við hlutverk sitt og hefur afar takmarkað eftirlit með því að úrgangi sé sannanlega ráðstafað með því hætti sem samið er um og sjóðurinn greiðir fyrir. Eftirlit sjóðsins með starfsemi endurvinnslufyrirtækja erlendis er þá lítið sem ekkert og felst einkum í yfirferð gagna sem aðilarnir sjálfir skila til sjóðsins. Hið sama á við um samninga við fyrirtæki sem ráðstafa úrgangi sem safnað er hér á landi og fluttur er úr landi. Ekki er til staðar innra eftirlit með starfsemi sjóðsins né vottun á verkferlum og skjalastýringu er mjög ábótavant. Starfsemi, ákvarðanir og álagning gjalda skorti gegnsæi og upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila er afar ábótavant. Þá er hver höndin upp á móti annarri innan stjórnar sjóðsins í ýmsum málum og skilvirkni stjórnarinnar því takmörkuð.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í óbirtri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem raktar eru niðurstöður stjórnsýsluúttektar á starfsemi Úrvinnslusjóðs. Óhætt er að segja að sjóðurinn fái útreið í skýrslunni, sem Stundin hefur undir höndum.

„Vandséð að starfsfólk anni fyrirliggjandi verkefnum með góðu móti“
Ríkisendurskoðun

Rakið er að mikið álag sé að þá sex starfsmenn sem hjá sjóðnum starfa og  „vandséð að starfsfólk anni fyrirliggjandi verkefnum með góðu móti“. Ekki sé til staðar innra eftirlit innan sjóðsins, verkferlar séu hvorki vottaðir né formlega skráðir og skjalastýringu sé ábótavant. Haldið er utan um talnaefni úrgangs í Excel skjali sem bjóði upp á hættur á villu og ekki sé til staðar nein sjálfvirk flöggun ef upp komi frávik eða mögulegar skekkjur. Því þurfi að treysta á athygli einstakra starfsmanna við að greina ef slíkar skekkjur eða frávik komi upp.

Stundin hefur áður fjallað um skekkjur sem hafa komið upp í tölum Úrvinnslusjóðs og sagði starfsmaður Umhverfisstofnunar að tölur frá sjóðnum ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Umhverfisstofnun treystir alfarið á að tölur, sem Úrvinnslusjóður sendir á stofnunina um endurvinnslu á Íslandi, séu réttar. Ekkert eftirlit er því haft með því hvort tölurnar séu réttar.

Ónæg þekking og ófullnægjandi kerfi

Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar er starfsemi sjóðsins allsendis ófullnægjandi. Þekkingu á verkefnum skorti og þau kerfi sem unnið sé með dugi ekki til. Styrkja þurfi starfsemina og fjölga þurfi starfsfólki. Þá þurfi að hlúa að því starfsfólki sem starfi hjá sjóðnum þar eð „opinber umfjöllun um starfsemi sjóðsins hefur reynst starfsfólki þungbær“. Ekki er sérstaklega skýrt hvaða umfjöllun er vísað til.

Stundin hefur ítrekað fjallað um veilur í starfsemi sjóðsins, meðal annars var skýrt frá því í janúar síðastliðnum að þáverandi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, Ólafur Kjartansson, hafði vitneskju um að mikið magn íslensks plasts, sem sjóðurinn hafði greitt fyrir endurvinnslu á, væri það alls ekki. Heldur væri það geymt óendurunnið í vöruskemmu í Svíþjóð. Þrátt fyrir þá vitneskju var ekkert aðhafst vegna málsins í eitt og hálft ár, eða þar til Stundin upplýsti um málið. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ekki sé eining í störfum stjórnar Úrvinnslusjóðs. Óeininguna megi rekja til þess að stjórnarmenn hafi ólíka aðkomu að starfsemi sjóðsins. Því hafi stjórnarmenn átt erfitt með að ná samstöðu um ákveðin mál sem komi á borð stjórnar. Stjórn sjóðsins er skipuð sjö manns, formaður er tilnefndur af ráðherra, tveir eru tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga en hinir fimm tilnefndir af hagsmunasamtökum í atvinnulífinu. Fram kemur að undirbúningi stjórnarfunda væri ábótavant og gögn bærust iðulega með skömmum fyrirvara fyrir fundi. Fram kemur í skýrslunni að þess séu dæmi að stjórnarmenn taki þátt í vinnslu gagna og upplýsinga sem síðan koma til afgreiðslu á fundum stjórnarinnar. Þá segir Ríkisendurskoðun nauðsynlegt að auka gagnsæi í starfsemi sjóðsins og auka miðlun upplýsinga.

Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður ÚrvinnslusjóðsRíkisendurskoðun segir að eftirlit innan Úrvinnslusjóðs sé ábótavant. Magnús hefur ítrekað neitað að ræða við Stundina vegna starfsemi sjóðsins.

Eftirliti stórlega ábótavant

Þá er eftirliti sjóðsins með þeim þjónustuaðilum, innlendum endurvinnslufyrirtækjum, stórlega ábótavant. Eftirlitið hefur fyrst og fremst falist í því að farið er yfir gögn sem berast með þeim reikningum sem fyrirtækin senda sjóðunum, gögn sem fyrirtækin sjálf taka saman. Svo virðist sem ekki sé annað virkt eftirlit með því hvort um raunsanna reikninga sé að ræða. Úrvinnslusjóður fylgist ekki sjálfstætt með fyrirtækjunum sem um ræðir heldur treystir á að þeir sem gefa út starfsleyfi til meðhöndlunar á úrgangi, sem eru ýmist heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna eða Umhverfisstofnun, fylgist með starfsemi endurvinnslufyrirtækjanna. Kalla þarf þegar í stað eftir gögnum sem sýna fram á raunverulegt magn og tegund ráðstöfunar á úrgangi, sem og að setja skýra skilmála um það hvaða gagna sé krafist og hvernig vottun þeirra sé háttað. „Að mati Ríkisendurskoðunar er nauðsynlegt að Úrvinnslusjóður efli þegar í stað eftirlit sitt með endanlegri ráðstöfun, uppfæri skilmála og auki kröfur um þau gögn, vottanir og upplýsingar sem ráðstöfunaraðilar veita um endanlega ráðstöfun úrgangs.“

„Úrvinnslusjóður hefur takmarkað eftirlit með því hvort sú ráðstöfun sem samið er um og greitt er fyrir fari raunverulega fram“
Ríkisendurskoðun

Til að fá greitt úrvinnslugjald þurfa þjónustuaðilarnir, íslensku endurvinnslufyrirtækin, eingöngu að skila kvittunum þess efnis að ráðstöfunaraðili, fyrirtæki sem tekur við úrgangi til endurvinnslu, hafi móttekið umræddan úrgang. Þjónustuaðilum er frjálst að velja við hvaða ráðstöfunaraðila þeir skipta en úrgangur verður að fara til til viðurkenndra ráðstöfunaraðila sem Úrvinnslusjóður hefur samþykkt. Á það er bent að skilmálar Úrvinnslusjóðs, þar sem settar eru fram kröfur á bæði þjónustu- og ráðstöfunaraðila, hafa ekki verið uppfærðir reglulega. „Eftirlit Úrvinnslusjóðs með ráðstöfunaraðilum hefur hingað til eingöngu falist í yfirferð skráningargagna og að umræddur aðili sé með viðurkennd starfs- og rekstrarleyfi,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Með öðrum orðum, ekkert sjálfstætt eftirlit fer fram af hálfu sjóðsins á þeim fyrirtækjum sem taka við og eiga að vinna úrgang.

Úrvinnslusjóður hefur þá takmarkað aðkomu að samningum endurvinnslufyrirtækja við þá sem ráðstafa svo úrgangi, eins og til að mynda sænska fyrirtækið Swerec sem Stundin hefur ítrekað fjallað um. Skilyrði eru þó sett um að ráðstöfun uppfylli viðurkenndar kröfur sem settar eru af yfirvöldum þess lands þar sem ráðstöfun fer fram.

„Úrvinnslusjóður hefur takmarkað eftirlit með því hvort sú ráðstöfun sem samið er um og greitt er fyrir fari raunverulega fram,“ segir í skýrslunni. Vísar Ríkisendurskoðun meðal annars til afhjúpunar Stundarinnar frá því í desember 2021 þar sem greint var frá því að blaðamaður Stundarinnar hefði fundið allt að 1.500 tonn af íslensku plasti sem legið hafði óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð í um fimm ár. Allt það plast var sagt endurunnið eða endurnýtt samkvæmt tölfræði Úrvinnslusjóðs og höfðu íslensk endurvinnslufyrirtæki þegar fengið greiddar um hundrað milljónir króna á þeim forsendum að þau hefðu sent umrætt plast í í endurvinnslu. Þá segir í skýrslunni að „sambærilegar aðstæður hafa komið upp innanlands“. Ekki er nánar tilgreint um hvað er rætt hér.

Hagkvæmara að flytja úrganginn úr landi

Samkvæmt nýjum ákvæðum laga um úrvinnslugjald sem tóku gildi í júní á síðasta ári eru skyldur Úrvinnslusjóðs auknar þegar kemur að því að tryggja að úrgangi sé ráðstafað á viðeigandi hátt áður en greiðslur fyrir úrvinnsluna eru inntar af hendi. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að nú sé unnið að endurskoðun skilmála, endurskoðun samninga við þjónustuaðila og að stefnt sé á að sjóðurinn geri samninga beint við þá aðila sem ráðstafi úrganginum. Ekkert af þessu virðist þó komið til framkvæmda og segir Ríkisendurskoðun að mikilvægt sé að hraða vinnunni.  

Ný ákvæði laga um úrvinnslugjald sem tóku gildi í júní 2021 auka á skyldur Úrvinnslusjóðs að tryggja viðeigandi ráðstöfun úrgangs áður en greiðslur til samningsaðila eru inntar af hendi. Unnið er að endurskoðun skilmála og samninga við þjónustuaðila svo draga megi úr hættu á að frávik komi upp í framtíðinni. Jafnframt stefnir sjóðurinn að því að gera samninga beint við ráðstöfunaraðila til að tryggja að sjóðurinn fái sem áreiðanlegust gögn og að greiðslur úr sjóðnum endurspegli betur raunverulega ráðstöfun úrgangsins. Mikilvægt er að hraða þessari vinnu, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Ríkisendurskoðun gerir fjölda annarra athugasemda við starfsemi Úrvinnslusjóðs en einnig þann opinbera ramma sem sjóðurinn starfar eftir. Meðal annars segir stofnunin að bæta verði tölfræði um úrgang og meðhöndlun hans. Þá telur Ríkisendurskoðun að aukin innlend endurvinnsla sé æskileg og til þess þurfi meðal annars skoða upptöku skilagjalds, sem og að endurskoða fyrirkomulag flutningsjöfnunar. Til að mynda er tiltekið að þjónustuaðili utan höfuðborgarsvæðisins, sem samkvæmt heimildum Stundarinnar er Flokka á Sauðárkróki, hafi upplýst Ríkisendurskoðun um að hagkvæmara væri að flytja heyrúlluplast til Hollands til brennslu fremur en að flytja það til Hveragerðis til endurvinnslu þar sem starfandi er innlent endurvinnslufyrirtæki. Ástæðan sé sú að aðeins sé greidd flutningsjöfnun að höfn en ekki á keyrslu innanlands.

Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs

Þá segir í skýrslunni að koma þurfi á reglubundnu samráði milli Skattsins og Úrvinnslusjóðs til að tryggja skilvirkt eftirlit með því að þeir sem greiða eiga úrvinnslugjald geri það. Sömuleiðis þarf slíkt samráð að eiga sér stað vegna endurskoðunar tollskrárnúmera með tilliti til úrvinnslugjalda, sem og að endurskoða þarf tollskrá.

Frekari umfjöllunar Stundarinnar um málefni Úrvinnslusjóðs er að vænta á næstunni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík
FréttirPlastið fundið

Enn­þá plast um allt á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
„Þessi úrgangsmál eiga að vera í lagi”
FréttirPlastið fundið

„Þessi úr­gangs­mál eiga að vera í lagi”

Auð­ur Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir það brand­ara að end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hafi ver­ið val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins 2020, á sama tíma og það var losa plast­meng­að­an úr­gang á nátt­úru­m­inja­svæði.
Leyndarmál Endurvinnslunnar
FréttirPlastið fundið

Leynd­ar­mál End­ur­vinnsl­unn­ar

Ís­lensk end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki spör­uðu sér tugi millj­óna króna þeg­ar þau brenndu þús­und­ir tonna af plasti í stað þess að senda það til end­ur­vinnslu.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Nýtt efni

Kosið um framtíð Póllands
Greining

Kos­ið um fram­tíð Pól­lands

Það stefn­ir í spenn­andi þing­kosn­ing­ar í Póllandi eft­ir hálf­an mán­uð. Val­ur Gunn­ars­son er í Póllandi og mun fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni.
„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
Fréttir

„Ég þekki mín rétt­indi og er alltaf til­bú­in að berj­ast fyr­ir þeim“

„Ræst­ing­ar er mjög erfitt starf,“ seg­ir Ieva Mūrniece, sem hef­ur starf­að við þrif á Ís­landi í sjö ár. Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði, sama hvert er lit­ið.
Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Greining

Reykja­vík­ur­borg get­ur átt von á 33 millj­arða arði úr Orku­veit­unni á næstu ár­um

Orku­veita Reykja­vík­ur er að selja hlut í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um, Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix. Hún áætl­ar að það skili um 61 millj­arði króna i inn­borg­að hluta­fé á næstu fjór­um ár­um. Spár gera ráð fyr­ir því að tekj­ur í starf­semi síð­ar­nefnda fé­lags­ins muni vaxa mik­ið Gangi þær spár eft­ir ætl­ar Orku­veit­an að borga eig­end­um sín­um: Reykja­vík, Akra­nesi og Borg­ar­byggð, út sam­tals 35 millj­arða króna í arð á tíma­bil­inu.
Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf talsmann
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf tals­mann

Dóms­mála­ráð­herra vill að Út­lend­inga­stofn­un fái heim­ild til að af­greiða um­sókn­ir fólks sem hing­að leit­ar vernd­ar án þess að því sé skip­að­ur tals­mað­ur. Þá vill ráð­herr­ann breyt­ing­ar á veit­ingu dval­ar­leyfa af mann­úð­ar­ástæð­um og breyta sam­setn­ingu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.
Samfylkingin með yfir 30 prósent fylgi og nálægt því að vera jafn stór og stjórnin
Greining

Sam­fylk­ing­in með yf­ir 30 pró­sent fylgi og ná­lægt því að vera jafn stór og stjórn­in

Það er inn­an vik­marka að Vinstri græn falli af þingi, en flokk­ur­inn mæl­ist sá minnsti á Al­þingi. Aldrei áð­ur í sögu Gallup mæl­inga hef­ur Sam­fylk­ing­in mælst næst­um tíu pró­sentu­stig­um stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en rúm­ur ára­tug­ur er síð­an að sá flokk­ur rauf 30 pró­senta múr­inn.
Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Fréttir

Um helm­ing­ur get­ur ekki mætt óvænt­um 80 þús­und króna út­gjöld­um

Um fjórð­ung­ur heil­brigð­is­starfs­fólks inn­an Sam­eyk­is á í erf­ið­leik­um með að láta enda ná sam­an, einn af hverju tíu hef­ur ekki efni á stað­góðri mál­tíð ann­an hvern dag og sama hlut­fall hef­ur ekki efni á bíl. Tæp­lega 40 pró­sent búa við þunga byrði af hús­næð­is­kostn­aði.
Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Flækjusagan

Ótrú­leg upp­götv­un James Webb: Tveir Júm­bóar flakka sam­an um Óríon-þok­una

Stjörnu­sjón­auk­inn knái ger­ir upp­götv­un sem ENG­INN hefði í al­vör­unni getað lát­ið sér detta í hug
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fimm árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.

Mest lesið undanfarið ár

  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    1
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    2
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    3
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    6
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    7
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    8
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
  • Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
    9
    Fréttir

    Myndu að „sjálf­sögðu ekki“ sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á Ax­ar­vegi

    Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.
  • Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
    10
    Fréttir

    Út­varp Saga tel­ur fjöl­miðla­styrki skapa tor­tryggni og bjóða upp á frænd­hygli

    Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.