Útskrifast frekar ef foreldrar eru háskólamenntaðir

Nem­end­ur sem eiga há­skóla­mennt­aða for­eldra eru mun lík­legri til að ljúka fram­halds­skóla inn­an fjög­urra ára. Um 74 pró­sent þeirra út­skrif­uð­ust ár­ið 2023, sam­an­bor­ið við rúm­lega 41 pró­sent þar sem hvor­ugt for­eldr­ið hafði lok­ið fram­halds­skóla.

Útskrifast frekar ef foreldrar eru háskólamenntaðir
Dimmitera Menntskælingar fagna áfanganum að útskrifast gjarnan með því að dimmitera. Mynd: Golli

Nemendur sem eiga háskólamenntaða foreldra eru mun líklegri til að ljúka framhaldsskóla innan fjögurra ára en þeir sem eiga minna menntaða foreldra.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að um 74 prósent nýnema árið 2019, sem áttu að minnsta kosti annað foreldrið með háskólamenntun, höfðu brautskráðst árið 2023.

Til samanburðar voru það aðeins rúmlega 41 prósent  þeirra nemenda sem áttu foreldra sem höfðu ekki lokið framhaldsskólastigi.

Í heildina höfðu rúm 64 prósent nýnema á framhaldsskólastigi árið 2019 lokið námi fjórum árum síðar. Það er sambærilegt hlutfalli nýnema árið áður. Tæp 15 prósent voru enn í námi árið 2023 án þess að hafa útskrifast og tæplega 21 prósent höfðu hætt námi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár