Neita að upplýsa um hvort Ólafur hafi endurgreitt oftekin laun
Ólafur Kjartansson, sem var látinn hætta sem framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs 16. júní í kjölfar opinberunar Heimildarinnar á fernumálinu, skrifaði undir sátt við ríkislögmann vegna oftekinna launa 17 dögum áður.
FréttirFernurnar brenna
2
Framleiðendur á fernum munu borga meira í framtíðinni
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra segir að þeir framleiðendur sem notast við umbúðir sem erfitt sé að endurvinna, eins og fernur, munu borga hærra úrvinnslugjald.
ViðtalFernurnar brenna
2
Mjólkursamsalan segist vera fórnarlamb í fernumálinu
Forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar segja að engar kröfur séu á fyrirtækinu að vita hvað verði um þær milljónir ferna sem fyrirtækið framleiðir á hverju ári.
FréttirFernurnar brenna
1
Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hættir
Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur boðið Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóra sjóðsins, starfslokasamning. Það gerist í kjölfar þess að Heimildin opinberaði það að fyrirtæki sem fá greitt úr Úrvinnslusjóði fyrir að endurvinna fernur eru alls ekki að gera það.
FréttirFernurnar brenna
2
Auður Anna: „Kominn tími til að við girðum okkur í brók“
Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar segir að Íslendingar verði að hætta að nota einnota umbúðir, eins og fernur.
ViðtalFernurnar brenna
4
Umhverfisráðherra mun krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra, mun krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á þeim fjármunum sem ríkið hefur greitt fyrir endurvinnslu á fernum sem átti sér ekki stað.
FréttirFernurnar brenna
2
Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
Þegar leitað er upplýsinga um hvað verður um fernurnar sem Íslendingar þrífa, brjóta saman og flokka hjá sumum fyrirtækjanna sem fá greitt fyrir að endurvinna þær hafa fengist loðin svör. Íslenska gámafélagið hefur til að mynda gefið þrjár mismunandi skýringar.
FréttirFernurnar brenna
1
Breki Karlsson: „Fólk komið með upp í kok“
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir störf Úrvinnslusjóðs harðlega vegna endurvinnslu á fernum á Íslandi. Hann segir að fólk sé að missa trúna á endurvinnslu.
RannsóknFernurnar brenna
2
„Kannski er þetta grænþvottur“
Best væri að fernum væri safnað saman í sérsöfnun, eins og gert er með til dæmis bjór- og gosdósir. Það er hins vegar ekki gert. Sorpa hefur, í kjölfar fyrirspurna Heimildarinnar um málið, verið að reyna að átta sig á því í næstum eitt ár hversu stórt hlutfall af fernum fer raunverulega í endurvinnslu. Engin skýr svör hafa borist.
FréttirFernurnar brenna
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun kalla forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðs á fund eftir helgi vegna fréttar Heimildarinnar um skort á endurvinnslu á fernum.
Spurt & svaraðFernurnar brenna
2
Hvað verður um fernurnar?
Heimildin ræddi við fólk um endurvinnslu á fernum.
RannsóknFernurnar brenna
1
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
Þrátt fyrir lagabreytingu eru fernur enn ekki flokkaðar sem einnota drykkjarvöruumbúðir, heldur sem pappír sem ber eitt lægsta úrvinnslugjald landsins.
RannsóknFernurnar brenna
6
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
Íslendingar hafa árum saman verið hvattir til þess að skola fernur utan um mjólkurvörur eða ávaxtasafa, brjóta þær svo saman og flokka í pappatunnuna. Þetta hefur verið gert undir því yfirskini að fernurnar séu svo endurunnar. Rannsókn Heimildarinnar sýnir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu.
Nærmynd
3
Dagur í lífi verkalýðsleiðtoga: „Ég held að við vinnum þetta“
Það er sjaldan logn í kringum Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Enda sækist hún ekki sérstaklega eftir því, jafnvel þótt hún þakki meðbyr samfélagsins. Sérstaklega undanfarnar vikur, þar sem verkföll, dómsmál og harðar deilur hafa stýrt storminum beint í fang hennar. Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar fylgdu Sólveigu Önnu eftir einn örlagaríkan föstudag.
Fréttir
4
Votlendissjóður stöðvar alla sölu – Einar Bárðarson hættir
Engar alþjóðlegar vottarnir eru til staðar um starfsemi sjóðsins. Sjóðurinn endurheimti aðeins 79 hektara votlendis á síðasta ári. Aðeins 345 hektarar votlendis hafa verið endurheimtir frá upphafi starfstíma sjóðsins.
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
Starfsemi þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs er umdeild víða um heim. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt fyrirtækið fyrir að starfa á hernumdum svæðum, bæði í Palestínu og Vestur-Sahara. Fyrirtækið hyggst byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn þar sem móberg verður unnið í sement.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.