Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð

Þriðjudaginn 9. apríl síðastliðinn sendi Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar í fjármálaráðuneytinu, tölvupóst til ráðuneytisstjóra allra 12 ráðuneyta stjórnarráðsins og forstöðumanna allra ríkisstofnana. Yfirskrift hans var: „Tilmæli vegna dóma Hæstaréttar Íslands.“

Lokaorðin í þessu erindi fjármálaráðuneytisins voru:

„Að lokum vill Kjara- og mannauðssýsla ríkisins leggja áherslu á að ráðuneytin sinni yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldum sínum til að koma í veg fyrir örlætisgjörninga af þessum toga.“

Kjósa
63
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • JA
  Jón Arnarson skrifaði
  Ótrúlegt að embættismaður í lýðræðisríki geti skuldbundið samfélagið án samþykkis samfélagsins!
  Hverjum á að treysta ef ekki er farið eftir Hæstarétti?
  Getur verið að stjórnendum samfélagsins sé endanlega rúin öllu trausti?
  6
 • JE
  Jóhann Einarsson skrifaði
  Það er gott að vera innsti koppur í búri þó það sé búið að skíta í hann. Líkur sækir líkan heim.
  7
 • Ingibjörg Ottesen skrifaði
  Það eru engin takmörk fyrir spillingu innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta vita allir hinir flokkarnir en passa sig á að ganga ekki of langt í að koma upp um þá. Pólitíkusar eru flestir hverjir sjálfhverfir eiginhagsmunapotarar og það er að kosta komandi kynslóðir öll bjargráð.

  VIÐ ÞURFUM að sópa þessu liði í burtu frá kjötkötlunum, VIÐ VERÐUM að gildistaka nýjju stjórnarkrána ósnikkaða efnislega af misvitrum og óheiðarlegum stjórnmálamönnum.

  VIÐ VERÐUM,

  Svo langar mig að vita hvort þessi Haraldur Jóhannesen verði látinn bera einhverja ábyrgð?

  Mér er sagt að ég sé að skapa mér óvild margra. Það er sárt, en ég læt mig hafa það. Ég er engu að ljúga og á engra hagsmuna að gæta.
  13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dýr skyldi Haraldur allur

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár