Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Þingið rannsaki framgöngu ráðherra í gjafagjörningi Haraldar

Þing­mað­ur Pírata sagði í um­ræð­um á Al­þingi í morg­un að ný tíð­indi af að­komu og fram­göngu tveggja ráð­herra að hálfs millj­arðs króna eft­ir­launa­hneyksli fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra, væri nauð­syn­legt að rann­saka. Þing­inu bæri í raun skylda til þess.

Þingið rannsaki framgöngu ráðherra í gjafagjörningi Haraldar
Vill viðbrögð Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók málið upp á þingi í dag. Mynd: Heimildin

„Við verðum að kveikja ljósin og lofta út úr því reykfyllta bakherbergi sem málið hefur fengið að þróast í,“ sagði  Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á alþingi í morgun og fór fram á að þingið rannsakaði framgöngu tveggja ráðherra, í tengslum við samkomulag Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, við níu undirmenn sína. Þeir fólu í sér stórbætt lífeyrisréttindi.

„Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar frá í mars síðastliðnum þar sem samkomulag þáverandi ríkislögreglustjóra var sagt ólögmætur gjafagjörningur, hlýtur þingið að þurfa að bregðast við.“

Að lágmarki 500 milljón króna kostnaður mun falla á ríkissjóð vegna þess, jafnvel þó Hæstiréttur hafi talið gjörning Haraldar ólögmætan örlætisgjörnings sem gerður hafi verið við útvalda undirmenn ríkislögreglustjórans.

„Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar frá í mars síðastliðnum þar sem samkomulag þáverandi ríkislögreglustjóra var sagt ólögmætur gjafagjörningur, hlýtur þingið að þurfa að bregðast við,“ sagði Björn Leví.

Hann vísaði í ræðu sinni sérstaklega til þess hvernig Hæstiréttur tiltekur hlut tveggja ráðherra, sem ástæðu þess að samningar ríkislögreglustjóra skyldu standa, þrátt fyrir að þá hefði Haraldur Johannessen gert í heimildarleysi án samráðs. 

„Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að afstaða ráðherra, sem var þvert á mat ráðuneytisins, til heimildar þáverandi ríkislögreglustjóra, hafi verið til styrkja trú þeirra sem nutu ólögmæta gjafagjörningsins,“ sagði Björn og vitnaði orðrétt í dóm Hæstaréttar um yfirlýsingar ráðherrana sem hafi orðið til að „skuldbinda“ ríkið til að standa við samkomulagið. 

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar kemur fram að ráðherrunum var ítrekað bent á að samningarnir væru óeðlilegir, myndu hafa í för með sér gríðarlegan aukin kostnað fyrir ríkissjóð og væru ekki í samræmi við heimildir ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingar fjármálaráðherrans þáverandi í umræðum um málið á Alþingi, þar sem hann sagði ráðuneyti hans hafa metið samningagerð Haraldar, innan heimilda.

Fjármálaráðherra fullyrti í ræðu sinni 24. febrúar 2020 að niðurstaða ráðuneytisins væri Haraldi Johannessen hafi verið heimilt að gera samning eins og þann sem hann gerði við níu undirmenn sína. Þremur vikum fyrr hafði þó embættismaður í ráðuneytinu komist að þveröfugri niðurstöðu og beint því til dómsmálaráðuneytis að skoða hvort afturkalla ætti samkomulagið.

Ekkert í þeim gögnum sem Heimildin fékk afhent úr fjármálaráðuneytinu, bendir til þess að ráðuneytið hafi gefið grænt ljós á heimildir Haraldar.

„En ég ætla að gefa mér að stjórnarmeirihlutinn hafi engan áhuga á því og gerist því samsekur í verkleysi sínu gagnvart því verkefni sínu að rannsaka þetta mál á heiðarlegan hátt.“

Hæstiréttur gerði athugasemdir við seinagang, ónákvæmar og ótímabærar yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, um réttmæti samninganna, sem gerðir voru haustið 2019.

Björn Leví sagði að þetta mætti auðveldlega túlka þannig að ráðherrarnir hafi í raun tekið til sín ábyrgðina með því að leggja blessun sína yfir samkomulagið, sem embættismenn beggja ráðuneytanna komust að niðurstöðu um að væri þvert á móti, gert í heimildarleysi.

„Það tók ráðuneytið hálft ár að ríkislögreglustjóra var ekki heimilt að taka þessa ákvörðun, sem var svo gert að engu tæpum mánuði síðar af ráðherra sem blessaði þennan gjörning í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví sem ræddi einnig þátt þáverandi dómsmálaráðherra í málinu, sem þrátt fyrir ábendingar og varnaðarorð um lögmæti samkomulagsins, fullyrt að Haraldur hefði verið með allt á þurru í málinu.

Í samtali við Heimildina hefur ráðherrann viðurkennt að það hafi ekki verið heppilegt að hún færi fram með slíka fullyrðingu, hafandi einungis orð Haraldar sjálfs fyrir henni. Hæstiréttur gagnrýnir það atriði og segir Áslaugu hafa verið í lófa lagið að leita annað eftir áliti, enda hafi hún haft til þess hátt í mánuð.

„Já ég hefði átt að gera það. Það er niðurstaða Hæstaréttar,“ sagði Áslaug í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Björn Leví sagði framgöngu ráðherrana beggja annað af tvennu; dómgreindarskort eða spillingu.

„Og sá sem sér það ekki þarf að kynna sér hugtakið spilling betur, því að rökin fyrir því ættu að vera augljós öllum sem skoða málið," sagði Björn Leví og endurtók kröfu sína um að þingið tæki málið til rannsóknar; það væri þingsins að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það væri beinlínis skylda þingsins.

„En ég ætla að gefa mér að stjórnarmeirihlutinn hafi engan áhuga á því og gerist því samsekur í verkleysi sínu gagnvart því verkefni sínu að rannsaka þetta mál á heiðarlegan hátt,“ sagði þingmaðurinn sem taldi ráðherrana hafa haft mörg ár til að sinna sínum skyldum en „klúðrað því ærlega."

Þetta er í annað sinn sem Píratar taka málið upp á Alþingi en fyrir tveimur vikum ræddi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir málið við núverandi dómsmálaráðherra, og spurði hana hvort ekki væri ástæða til þess að rannsókn fari fram á embættisfærslum Haraldar, með tilliti til ákvæða laga um réttindi og skyldur embættismanna og ákvæða laga um brot í opinberu starfi.

Ráðherra sagði það ekki sitt að gera það og vísaði málinu á Héraðssaksóknara. Það hafa fleiri embætti og stofnanir raunar gert í samtali við Heimildina. Síðast þegar fréttist hafði þó Héraðssaksóknari málið ekki á sínu borði og á honum var að skilja að það yrði ekki rannsakað nema að fram kæmi beiðni eða kæra í málinu.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Alltaf sama sagan; xD mafían gerir það sem henni sýnist og ver sína. Þjónustan er fyrst og fremst við mafíuna og meðlimi hennar ekki við þjóðina.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dýr skyldi Haraldur allur

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár