Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.

„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Hefði aldrei þegið lánið hefði hún vitað afleiðingarnar Katrín Lóa segir að enginn komi heill út úr kynferðislegu áreiti. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ef ég hefði bara vitað þetta þegar ég samþykkti, ég hefði frekar búið á götunni sko. Heldur en að ganga í gegnum þetta.“ Þetta segir Katrín Lóa Kristrúnardóttir um það sem hún lýsir sem afleiðingum þess að hún þáði lán frá vinnuveitanda sínum, lán fyrir útborgun í íbúð.

Vinnuveitandi Katrínar Lóu var Helgi Vilhjálmsson, Helgi í Góu, en hún vann á þessum tíma í sjoppu sem hann á, Skalla á Selfossi, í sama húsnæði og KFC sem Helgi er einnig eigandi að. Það sem Katrín Lóa lýsir hér að framan, það sem var svo slæmt að hún hefði heldur viljað búa á götunni, er að eftir hennar frásögn hóf Helgi að áreita hana kynferðislega eftir að hún hafði þegið umrætt lán. Í yfirlýsingu sem Helgi sendi Stundinni biður hann Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu. 

Biðst afsökunarHelgí í Góu biður Katrínu Lóu afsökunar í yfirlýsingu sem Stundin fékk.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Elías Sigurðsson skrifaði
  Þá væntanlega endurgreiðir hún lánið án tafar til að skera á þetta samband.
  -10
 • Thordis Malmquist skrifaði
  skelfilega eru sumir fullorðnir menn tæpir í dómgreind og skilningi á því hve ljótt er að notfæra sér aðstöðumun sinn og vald. Er Helgi búin að gleyma því hve sárt er að missa? Ef stúlkan missti föður sinn ung þarf hún ekki á því að halda að maður sem gæti verið faðir hennar eða afi, notfæri sér og brjóti á trausti hennar. Hve ömurlegt er það?
  13
 • Birgir Lúðvígsson skrifaði
  Þvílíkur viðbjóður sem þessi maður er!
  5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu