„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu.“
Svona lýsir samstarfsmaður Lúðvíks Péturssonar því í vitnaskýrslu hjá lögreglu við hvaða aðstæður þeir unnu þegar Lúðvík lést við vinnu sína í Grindavík í byrjun árs.
Framburður hans og fleira fólks, auk efnis sem lögreglan aflaði við rannsókn sína, eru meðal rannsóknargagna sem Heimildin hefur undir höndum.
Sú staðreynd að maður hefði að því er virtist horfið ofan í jörðina í húsagarði í Grindavík, þann 10. janúar síðastliðinn, vakti eðlilega óhug og um leið sorg fyrir ástvini Lúðvíks Péturssonar, fjögur börn hans, barnabörn, unnustu og systkini.
Atburðurinn varð líka tilefni ótal spurninga sem ættingjar hans kölluðu eftir að yrði svarað og fóru fram á að það yrði gert í samræmi við lög sem kváðu á um sérstakar rannsóknir vegna atburða í tengslum við almannavarnarástand, eins og þá var …
Mér hefur fundist alveg frá upphafi þessara hörmunga í Grindavík eftir fréttum að dæma að hagsmunir atvinnurekenda hafi nánast verið ráðandi í öllu atferli bæjarstjórnar Grindavíkur. Þetta er auðvitað bara mín tilfinning.
Ef þetta er rétt, að þá hefur þessi hagsmunagæsla fyrirtækja-eigenda verið þjóðinni mjög dýrkeypt. En fyrirtækjaeigendur í Grindavík hafa ætíð ráðið miklu um málefni þessa byggðarlags