Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu.“ 

Svona lýsir samstarfsmaður Lúðvíks Péturssonar því í vitnaskýrslu hjá lögreglu við hvaða aðstæður þeir unnu þegar Lúðvík lést við vinnu sína í Grindavík í byrjun árs.

Framburður hans og fleira fólks, auk efnis sem lögreglan aflaði við rannsókn sína, eru meðal rannsóknargagna sem Heimildin hefur undir höndum.

Sú staðreynd að maður hefði að því er virtist horfið ofan í jörðina í húsagarði í Grindavík, þann 10. janúar síðastliðinn, vakti eðlilega óhug og um leið sorg fyrir ástvini Lúðvíks Péturssonar, fjögur börn hans, barnabörn, unnustu og systkini.

Atburðurinn varð líka tilefni ótal spurninga sem ættingjar hans kölluðu eftir að yrði svarað og fóru fram á að það yrði gert í samræmi við lög sem kváðu á um sérstakar rannsóknir vegna atburða í tengslum við almannavarnarástand, eins og þá var …

Kjósa
87
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þetta er bara mín tilfinning

    Mér hefur fundist alveg frá upphafi þessara hörmunga í Grindavík eftir fréttum að dæma að hagsmunir atvinnurekenda hafi nánast verið ráðandi í öllu atferli bæjarstjórnar Grindavíkur. Þetta er auðvitað bara mín tilfinning.

    Ef þetta er rétt, að þá hefur þessi hagsmunagæsla fyrirtækja-eigenda verið þjóðinni mjög dýrkeypt. En fyrirtækjaeigendur í Grindavík hafa ætíð ráðið miklu um málefni þessa byggðarlags
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Féll í sprungu í Grindavík

Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.
Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.
Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál
Fréttir

Sprungu­fyll­ing­ar búa til ný og hættu­legri vanda­mál

Þrír af reynd­ustu jarð­vís­inda­mönn­um lands­ins telja það hafa ver­ið mis­ráð­ið að reyna að fylla upp í sprung­ur í Grinda­vík í kjöl­far ham­far­anna í nóv­em­ber. „Ég held að þar hafi menn val­ið ranga leið,“ seg­ir Páll Ein­ars­son. Ár­mann Hösk­ulds­son tel­ur hægt að fylla í sprung­ur en þeir sem taki slík­ar ákvarð­an­ir verði að hafa í huga að ekki dugi að „sturta í gat­ið og vita ekk­ert hvað mað­ur er að gera“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu