Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“

Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
Þórhildur spurði dómsmálaráðherra hvort að til greina kæmi „að setja á fót starfhæfa og sjálfstæða rannsóknarnefnd almannavarna að nýju?“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði  Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, „hvort standi til af hálfu ráðherra að setja á fót sjálfstæða og óháða rannsókn á tildrögum og aðdraganda þessa slyss?“ í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag. Átti hún við slysið í Grindavík sem varð þess valdandi að Lúðvík Pétursson féll ofan í sprungu. 

Heimildin hefur fjallað ítarlega um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir óháðri rannsókn á tildrögum slyssins og þykir óboð­legt að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf. Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks, greindi frá því í viðtali við Heimildina að enn hafi enginn sem bar ábyrgð á ákvörðunum í aðdraganda slyssins sett sig í samband við fjölskylduna. Þegar boðað var til fundar með fjölskyldunni var hann afboðaður án skýringa og hefur ekki enn farið fram. Þegar fjölskyldan leitaði svara lenti hún á símsvara.

Elías frétti það frá systur sinni að Lúðvík hefði fallið í sprungu í Grindavík. Hann segir að slysið hafi strax vakið upp sárar og áleitnar spurningar, en því meira sem komi fram um atvikið hafi „ósvör­uð­um spurn­ing­um bara fjölg­að.“

Í fyrirspurn sinni nefndi Þórhildur Sunna gagnrýni aðstandenda um samskiptaleysi og andsvaraleysi stjórnvalda í sinn garð í kjölfar slyssins. „Í þessu samhengi er vert að benda á að stjórnvöld hafa sérstökum skyldum að gegna gagnvart rannsóknum af dauðsföllum sem bera að með óeðlilegum hætti. Dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu sýnir að slík rannsókn skal vera sjálfstæð og óháð og aðstandendum skuli haldið sérstaklega upplýstum um gang mála.“

Rannsókn í gangi hjá Vinnueftirlitinu og lögreglunni

Dómsmálaráðherra sagði í svari sínu að markmið Almannavarna og dómsmálaráðuneytisins hafi frá upphafi verið að koma í veg fyrir manntjón. „Þetta slys sýndi okkur að við þurfum stöðugt að vera á varðbergi og það í þeim anda hafa almannavarnir starfað síðustu vikur og mánuði.“

Dómsmálaráðherra sagði að samkvæmt hennar upplýsingum liggi fyrir að rannsókn sé í gangi hjá Vinnueftirlitinu og lögreglunni á tildrögum slyssins. 

Þórhildur Sunna hvatti dómsmálaráðherra til að skoða þann möguleika að hefja sjálfstæða óháða rannsókn varðandi tildrög slyssins, vegna sérstakrar skyldu sem stjórnvöld hafa þegar kemur að andlátum sem ber að með óeðlilegum hætti. „Það er mjög skýrt að það á að fara af stað sjálfstæð og óháð rannsókn þegar það ber að.“

Nýlega var lögum um almannavarnir breytt. Stjórnvöld lögðu niður nefnd sem ætlað var að rannsaka hvernig yfirvöld almannavarna færu að og eftirlitið fært yfir til almannavarna sjálfra. Rannsókn í málum líkt og slysinu í Grindavík fer ekki sjálfkrafa af stað eftir atvik heldur þarf sérstaka ákvörðun um að rannsaka þurfi atburði sem almannavarnir komi að.

„Síðan vil ég taka fram að nefndin, samkvæmt fréttaflutningi, var lögð niður vegna þess að henni hefði aldrei verið gert kleift að sinna störfum sínum með fullnægjandi hætti vegna vanfjármögnunar og skorti á stuðningi frá dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Þórhildur

Hefur ekki tekið ákvörðun hvort að nefndin verði endurvakin

Þórhildur spurði dómsmálaráðherra hvort að til greina kæmi „að setja á fót starfhæfa og sjálfstæða rannsóknarnefnd almannavarna að nýju?“

Í viðtali við Helga Seljan í Pressu fyrr í mánuðinum sagðist dómsmálaráðherra hafa „heimild, samkvæmt almannavarnalögum, til þess að kalla eftir ytri og innri úttekt. Mér finnst mjög eðlilegt að það verði gert, þannig að vitaskuld þegar að svona hörmulegir atburðir eigi sér stað að þá eigum við að rannsaka þá til hlítar. Hvað gerðist? Hefði verið hægt að koma í veg fyrir það eða ekki?“

Í svari dómsmálaráðherra til Þórhildar fyrr í dag sagðist Guðrún ekki þekkja nákvæmlega hvað olli skorti á aðbúnaði og undirbúningi nefndarinnar sem gerði það að verkum að hún hafi ekki getað sinnt sínu hlutverki. „Allavega var það niðurstaðan að nefndin var lögð niður. Ráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um það enn sem komið er hvort þessi nefnd verði endurvakin. En ég minni á það að ráðherra hefur viðamiklar heimildir til þess að kalla eftir bæði ytri og innri rýni á þeim almannavarnaviðbrögðum sem beitt hefur verið úti á Reykjanesi.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Féll í sprungu í Grindavík

Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.
Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál
Fréttir

Sprungu­fyll­ing­ar búa til ný og hættu­legri vanda­mál

Þrír af reynd­ustu jarð­vís­inda­mönn­um lands­ins telja það hafa ver­ið mis­ráð­ið að reyna að fylla upp í sprung­ur í Grinda­vík í kjöl­far ham­far­anna í nóv­em­ber. „Ég held að þar hafi menn val­ið ranga leið,“ seg­ir Páll Ein­ars­son. Ár­mann Hösk­ulds­son tel­ur hægt að fylla í sprung­ur en þeir sem taki slík­ar ákvarð­an­ir verði að hafa í huga að ekki dugi að „sturta í gat­ið og vita ekk­ert hvað mað­ur er að gera“.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
2
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
5
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
8
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu