Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Gerðu ekki ráð fyrir hvelfingu með beljandi árfarvegi undir húsinu

„Í leit­inni að Lúð­vík kem­ur í ljós þessi gríð­ar­lega hvelf­ing und­ir því húsi og ég held að við höf­um ekki átt von á,“ seg­ir Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra. Hún var við­mæl­andi Helga Selj­an í tí­unda þætti af Pressu. Von er á end­ur­skoð­un á al­manna­varn­ar­lög­um í heild sinni.

„Jörðin gleypir mann. Þá finnum við mjög fyrir því að Grindavík er ekki eins traust og við vorum að vonast eftir að hún væri eftir að kvikugangurinn myndast undir Grindavík,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti af Pressu. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er enn ósvar­að um ákvarð­ana­töku og at­burða­rás í að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll of­an í sprungu sem lá í gegn­um húsa­garð í Grinda­vík. Veð­ur­stof­an hafði sér­stak­lega var­að við sprungu­hreyf­ing­um en áhættumat lá ekki enn fyr­ir.

Nákvæmlega tveimur mánuðum eftir að íbúar Grindavíkur höfðu allir sem einn yfirgefið bæinn í kjölfar stórra jarðskjálfta, komist heilt á húfi undan hamförum, hvarf Lúðvík Pétursson ofan í sprungu. Hann hafði verið að vinna við að þjappa jarðveg ofan á holu í húsagarði við götuna Vesturhóp.

Tveimur sólarhringum síðar, eftir flókna og fordæmalausa björgunaraðgerð við stórhættulegar aðstæður í hyldjúpri sprungunni, var leit að honum hætt. 

Spurningarnar sem ættingjar Lúðvíks spyrja sig og vilja að verði svarað með rannsókn, annarri en þeirri sem Vinnueftirlitið vinnur nú að, hafa vaknað hjá fleirum. Til að mynda setja þeir spurningarmerki við það hvers vegna verktakar voru sendir inn á lóð íbúðarhúss, til að fylla upp í sprungu. 

Áttu ekki von á hvelfingu undir húsinu

„Í leitinni að Lúðvík kemur í ljós þessi gríðarlega hvelfing undir því húsi og ég held að við höfum ekki átt von á því að hún væri svona mikil með beljandi árfarvegi þar undir.“ Guðrún segir málið vera til rannsóknar. 

„Ég hef heimild, samkvæmt almannavarnalögum, til þess að kalla eftir ytri og innri úttekt. Mér finnst mjög eðlilegt að það verði gert, þannig að vitaskuld þegar að svona hörmulegir atburðir eigi sér stað að þá eigum við að rannsaka þá til hlítar. Hvað gerðist? Hefði verið hægt að koma í veg fyrir það eða ekki?“

Guðrún ítrekaði að allar aðgerðir sem Almannavarnir hafi ráðist í hafi verið gerðar að vel ígrunduðu máli og fullum heilindum til að tryggja öryggi þeirra sem þar starfa og búa. „Það er algjör forsenda fyrir framtíðarbyggð í Grindavík, að fólk geti snúið til baka.“ Hún segir allt Almannavarnaviðbragð vera miðað að því að tryggja líf, heilsu og verðmætabjörgun.

Guðrún telur mikilvægt að vita nákvæmlega hvernig ástandi undirstöður byggðarinnar í Grindavík séu til að hægt verði að snúa til baka í bæinn í nokkurn veginn eðlilegt líf. Mun það þýða að einhver svæði verði hugsanlega girt af og hús rifin. Að sama skapi verði ekki gert ráð fyrir áframhaldandi byggð á einhverjum svæðum innan Grindavíkur. 

Almannavarnir rannsaka sjálfar sig

Fyrir tveimur árum var rannsóknarnefnd almannavarna lögð niður og eftirlit með almannavörnum flutt til Almannavarna og ráðuneytis almannavarna. „Nú er ég með í gangi endurskoðun á Almannavarnarlögum í heild sinni,“ segir Guðrún og væntir þess að niðurstöður fáist í vor úr greiningarvinnu á endurskoðuninni. Hún stefnir á að fara með frumvarp á næsta haustþingi fyrir Alþingi um breytingu á almannavaralögum. 

Spurð hvort hún teldi eðlilegt að lögreglustjóri í hverju héraði fari með jafn mikla ábyrgð og lögð hefur verið á lögreglustjóra Suðurnesja, í tengslum við rýmingarnar í Grindavík, sagði Guðrún „það þarf einhver að gera það.“

„Við erum búin að vera í gríðarlega miklu almannavarnaviðbragði. Við erum að endurskoða lögin og það er fullkomlega eðlilegt að það sé allt skoðað, aðkoma allra. Þetta er að verða stærsti atburður núna á lýðveldistímanum og þó við færum lengra aftur, þannig þetta er gríðarlega flókið og þetta varðar margar stofnanir. Þannig að það er mjög mikilvægt að við förum vandlega yfir alla ferla því það er líka kallað eftir því að við séum ekki að bregðast nógu hratt við. Við séum að bregðast of harkalega við. Þannig að þegar að á sér stað svona skerðing, svona mikið inngrip inn í líf borgaranna þá er mjög eðlilegt að það sé vandlega skoðað og ég hef hug á að gera það.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

„Forsætisráðherrann Katrín er náttúrulega bara manneskjan Katrín“
FréttirPressa

„For­sæt­is­ráð­herr­ann Katrín er nátt­úru­lega bara mann­eskj­an Katrín“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra var með­al við­mæl­enda í Pressu í dag. Hún var spurð hvort hefði tek­ið nógu vel á um­mæl­um þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra um tjald­búð­irn­ar svo­köll­uðu á Aust­ur­velli fyrr á ár­inu. „Ég ætla bara að tala fyr­ir mín um­mæli en ekki um­mæli annarra,“ svar­aði Katrín, líkt og áð­ur.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár