Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en lífskjarasamningur“

Vil­hjálm­ur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, seg­ir að efla þurfi sam­keppni – enda geti hún ver­ið meira virði en lífs­kjara­samn­inn­g­ar. Hann seg­ir að verka­lýðs­hreyf­ing­in hafi ekki sýnt sam­keppni nægi­leg­an áhuga.

„Samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en lífskjarasamningur“

„Ég ætla bara að skamma mitt bakland, verkalýðshreyfinguna. Mér finnst verkalýðshreyfingin ekki hafa sýnt samkeppni nógu mikinn áhuga. Því samkeppni á borð við Prís getur verið meira virði en einhver lífskjarasamningur. Það vantar þetta tal um samkeppnismálin.“

Þetta sagði Vilhjálmur Hilm­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá stétt­ar­fé­lag­inu Visku, í nýjasta þætti Pressu á föstudag. Hann var þangað kominn ásamt Benedikt S. Benediktssyni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, til að ræða um matvöruverð og íslenskan matvörumarkað.

Skaðlegt að gengisfella SKE

Vilhjálmur segir að það sé ekki annað hægt en að draga aðra ályktun en að núverandi stjórnvöld hafi markvisst veikt Samkeppniseftirlitið (SKE), hvort sem það væri með ráðum gert eða ekki. 

„Ég vona að fólk hafi það í huga þegar það kýs núna. Hvort stjórnmálaflokkar hafi yfirleitt áhuga á samkeppni og hvað hún þýðir,“ segir hann. Búið sé að gengisfella og tala gegn orðspori SKE, sem sé mjög skaðlegt. 

Benedikt tók undir þetta. „Ef pólitíkin er tilbúin að ræða samkeppni þá er það bara af hinu góða. Það sem ég veit að minn geiri hefur mikið kallað á er öflugri leiðbeiningagjöf frá SKE.“

Tilkoma Prís hafði áhrif á matarverðbólguna

Hvað við kemur Prís, lágvöruverslun í Kópavogi sem opnaði í sumar, segir Benedikt að það sé mjög hollt fyrir markaðinn að fá nýja aðila inn með nyjar áherslur. Aukin samkeppni sé öllum til hagsbóta.

Vilhjálmur segir að sér þyki stórkostlega merkilegt að um leið og Prís hafi opnað hafi matarverðbólgan staðnað. „Við sjáum að þarna er ein búð sem í rauninni getur ekki keppt svo mikið því hún er á einum stað og svo framvegis. En hún hefur samt þessi marginal áhrif á vöruverð.“

Hann segir að passa þurfi þó að mála ekki upp of dökka sviðsmynd. „Jú, matvælaverð er hérna 40% hærra hérna  en að meðaltali í Evrópulöndunum. Það er ýmislegt sem er dýrara. Þetta er ekki súperhagnaður [hjá matvöruverslunum] en það getur líka verið afleiðing af því að markaðurinn er bara fastur í meðalmennskunni vegna þess að samkeppni er ekki til staðar.“ 

Ef til vill mætti endurhugsa kerfið sem til staðar sé. „Af  hverju er þessi virðiskeðja til staðar? Álagning frá heildsölunum og smálsölum. Kerfið er ekkert sérstaklega þróað eða fágað,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að verslunin hljóti að leita allra leiða til að kippa milliliðunum út. „Prís er búið að takast það að mestu, hin hafa ekki gert það.“

Horfa má á nýjasta þátt af Pressu í heild sinni hér að neðan:

 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í tjald­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár