Sameinað fyrirtæki mun eiga 10 prósent alls kvóta
Sjávarútvegsfyrirtækin Vísir og Þorbjörn í Grindavík undirbúa sameiningu. Sameinað fyrirtæki yrði það kvótamesta á landinu.
Fréttir
Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra
Ekki eining um áframhaldandi ráðningu Fannars Jónassonar. Miðflokkurinn lagðist á sveif með Sjálfstæðisflokki en fulltrúi Framsóknarflokks varð undir.
Viðtal
Rænt af mafíu í París
Þegar Sigurbjörg Vignisdóttir fékk starf sem au pair í Lúxemborg sá hún fyrir sér að nú væru ævintýrin rétt að hefjast. Hún sá þarna tækifæri til að standa á eigin fótum, ferðast og vera frjáls. Eftir um mánaðardvöl úti fór fjölskyldan til Frakklands, þar sem hún drakk í sig menninguna, naut lífsins og fegurðarinnar í París. Þar til allt breyttist í einni svipan og myrkrið lagðist yfir, þegar henni var rænt af austur-evrópskri mafíu, sem misþyrmdi henni og skildi eftir í sárum sínum.
FréttirHvarf Birnu Brjánsdóttur
Annar skipverjanna sagðist hafa séð tvær stelpur í aftursætinu
Annar skipverjanna af grænlenska togaranum Polar Nanoq, hringdi í kærustuna sína í Grænlandi og lýsti fyrir henni það sem hann man um aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, nóttina sem Birna hvarf.
Úttekt
Svona eignastu náttúruperlu og græðir milljarða
Saga Bláa lónsins er saga manngerðrar náttúruperlu sem varð til fyrir slysni en er í dag einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. En sagan hefur einnig að geyma pólitísk átök og afdrifaríkar ákvarðanir sem færðu eigendum Bláa lónsins náttúruperluna endurgjaldslaust á sínum tíma. Maðurinn sem tók veigamiklar pólitískar ákvarðanir um framtíð Bláa lónsins, bæði sem forseti bæjarstjórnar í Grindavík og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, er í dag næststærsti einstaki hluthafi Bláa Lónsins.
Fréttir
Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna
Íbúar á Suðurnesjum eru í sárum eftir tvö svipleg dauðsföll ungs fólks með aðeins nokkra daga millibili. Átján ára stúlka lést í bílslysi á leið í skólann og ungur maður, sem stefndi á breytt líf og nám, lést úr ofneyslu fíkniefna.
Margir kannast vafalítið við nafn Hermanns Ragnarssonar, velgjörðarmanns albönsku fjölskyldunnar sem var vísað úr landi en fékk síðan ríkisborgararétt. Mörgum brá í brún þegar fréttir bárust af því að tveimur langveikum börnum hefði verið vísað úr landi ásamt fjölskyldum og aftur til heimalandsins þar sem þau höfðu ekki aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Hermann, vinnuveitandi annarrar fjölskyldunnar, tók málið í sínar hendur, barðist fyrir ríkisborgararétti þeirra og stóð fyrir söfnun sem fjármagnaði meðal annars flugið aftur heim til Íslands. Stundin varði degi með Hermanni Ragnarssyni og fékk að kynnast manninum á bak við góðverkið.
MyndirEldvörp
Fórna fágætri náttúru á heimsvísu
HS Orka hefur fengið leyfi Grindavíkurbæjar fyrir rannsóknarborunum við gígaröð Eldvarpa á Reykjanesi. Skipulagsstofnun segir um að ræða umfangsmikið, óafturkræft rask á svæðum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu.
Fréttir
Biðst afsökunar á því að hafa sett hús sveitarfélagsins á Airbnb
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, viðurkennir að hafa ekki fengið heimild hjá bæjarstjórn til að setja hús í eigu sveitarfélagins á Airbnb.
FréttirFerðaþjónusta
Bæjarstjóri leigir ferðamönnum herbergi í bæjarstjórabústaðnum
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, býr í leiguhúsnæði á vegum bæjarsins sem hann leigir jafnframt út til ferðamanna í gegnum söluvefinn Airbnb. Ferðamenn þakka gott atlæti. Bæjarfulltrúi kemur af fjöllum.
FréttirPáll Jóhann og útgerðin
Þingmaður Framsóknar: „Við eigum þetta náttúrulega saman“
Páll Jóhann Pálsson þingmaður svarar fyrir viðskipti sín með eignarhluta í Marveri og aðkomu sinni að makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.