Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindvíkingar greiða fyrir hita og rafmagn í mannlausum húsum

Grind­vík­ing­ar hafa þurft að greiða raf­magns- og hita­reikn­inga frá HS Veit­um allt frá upp­hafi jarð­hrær­ing­anna. Hafa nokkr­ir Grind­vík­ing­ar ver­ið að fá hærri reikn­inga en þeg­ar þeir bjuggu í hús­um sín­um. Í des­em­ber greiddi einn Grind­vík­ing­ur 19.639 krón­ur fyr­ir raf­magn og hita en 39.827 krón­ur núna í mars.

Grindvíkingar greiða fyrir hita og rafmagn í mannlausum húsum
Rafmagnsreikingar hækka og hækka Upphæðirnar sem Grindvíkingar þurfa að greiða nema allt að 78.000 krónum. Mynd: Golli

Umræða skapaðist nýlega inni á íbúahópi fyrir Grindvíkinga á Facebook um verðhækkanir á hita- og rafmagnsreikningum. En Grindvíkingar greiða enn fyrir bæði hita og rafmagn á húsum sínum –sem eru mörg hver mannlaus. 

Brynjólfur Erlingsson er einn af þeim sem HS Veitur heldur áfram að rukka um 40.000 krónur á mánuði. „Þetta hækkar bara og hækkar,” segir hann í samtali við Heimildina. Brynjólfur hefur ekki búið í Grindavík frá 10. nóvember. „Ríkið fékk lyklana að húsinu. Það fóru píparar þarna inn en svo er það tekið fram að við megum ekki fikta í neinu sjálf.” Hann getur því ekki farið sjálfur í húsið sitt til að hækka eða lækka í ofnum. 

Annar Grindvíkingur skrifar undir færsluna á Facebook að almannavarnir hafi sent pípara heim til hans. „Það lagaðist ekkert við það. Þau svör sem ég fékk að þetta er vegna þess að það er svo lár þrýstingur á kerfinu inn til Grindavíkur.”

Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri HS Veitna, segir í samtali við Heimildina að HS Veitur hafi „haldið þjónustunni uppi alveg frá því að jarðhræringar hófust. Við höfum á þeim forsendum verið að rukka fyrir það alveg frá því að jarðhræringar hófust.”

Reikningar hækka

Reikningarnir hafa hækkað verulega hjá mörgum. Í desember greiddi einn Grindvíkingur 19.639 krónur, í janúar 21.117 krónur, febrúar 27.614 krónur og núna í mars 39.827 krónur. 

Upphæðirnar sem Grindvíkingar þurfa að greiða eru allt að 78.000 krónur. Deildi ein kona því að hún hefði greitt 64.000 krónur fyrir stofu sem hún getur ekki notað. 

Sigrún segir að HS Veitur séu að skoða þessar hækkanir á reikningum. „Við erum að greina hvort að það sé einhver möguleg skýring á því sem þyrfti þá kannski að skoða nánar.”

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Húseign er á ábyrgð eigenda.
    En ef ytri aðstæður krefjas þess að hann þurfi að afhenda sinn umráðarétt, þá ætti það að vera á ábyrgð þess sem tekur yfir.
    Því er spurning hvort að hið opinbera beri ekki skylda til að halda þessum eignum frostfríum, en ekki eigandinn?
    Þá er og spurning hver skyldur veitunar er, veita sem hefur einkasölu á einu og öllu. Er það án kvaða????
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár