Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál

Þrír af reynd­ustu jarð­vís­inda­mönn­um lands­ins telja það hafa ver­ið mis­ráð­ið að reyna að fylla upp í sprung­ur í Grinda­vík í kjöl­far ham­far­anna í nóv­em­ber. „Ég held að þar hafi menn val­ið ranga leið,“ seg­ir Páll Ein­ars­son. Ár­mann Hösk­ulds­son tel­ur hægt að fylla í sprung­ur en þeir sem taki slík­ar ákvarð­an­ir verði að hafa í huga að ekki dugi að „sturta í gat­ið og vita ekk­ert hvað mað­ur er að gera“.

Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál
Stór sprunga Björgunarsveitarbíll keyrir yfir fyllta stóra sprungu við Hópsbraut í Grindavík sem liggur við lóðamörk Vesturhóps 29 þann 18. nóvember 2023. Mynd: Golli

Stórar sprungur sem komið hafa bersýnilega í ljós í Grindavík voru þar fyrir og af mörgum þeirra var vitað. En þær höfðu hins vegar verið lítið rannsakaðar enda flestar hjúpaðar jarðvegi, hulu tímans. Í jarðhræringum síðustu vikna varð gliðnun og þær komust á hreyfingu. „Nú eru komnar tvær stórar sprungur sem hafa hreyft sig í gegnum bæinn,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þær eru náttúrlega bara hyldýpi og við erum búin að missa fólk ofan í það.“ 

Hann segir „alveg ljóst“ að það geti enginn búið í bænum fyrr en búið verði „að ganga algjörlega frá þessum sprungum“. Hvenær óhætt verði að hefja þá vinnu sé ekki hægt að segja til um á þessari stundu en ef virknin færi sig til Eldvarpa í miðju eldstöðvakerfisins, eins og hann voni og að líklegt sé, myndi „róast“ Grindavíkurmegin. Þegar það gerist og sprungurnar hafa verið kortlagðar ítarlega „þá á það ekkert að vera mál að gera það sem menn voru að reyna að gera,“ segir hann og á þá við þær tilraunir að fylla upp í sprungur í bænum líkt og reynt var um nokkurra vikna skeið.

Fát og pressa

„Það er ekkert mál þegar atburðurinn er búinn að fylla í þetta og slíkt en menn verða þá líka að vita í hvað þeir eru að fylla. Það má ekki gera þetta eins og var gert síðast; bara sturta í gatið og vita ekkert hvað maður er að gera, í raun.“ Hann tekur þó fram að hann hafi ekki fulla vitneskju um hvernig staðið var að þessum málum og hvaða upplýsingar lágu fyrir.

Hann bendir hins vegar á þá staðreynd að við gliðnun líkt og þá sem átt hefur sér stað, og gæti haldið áfram, geti myndast „gríðarlega stórar og djúpar sprungur“, ekki ólíkar þeim og sjá megi í Hakinu á Þingvöllum. Þær geti verið 30–60 metrar á dýpt. 

„Ég held að það sé bara fátið,“ svarar hann, spurður hvort misráðið hafi verið að hefja fyllinguna fyrir nokkrum vikum. „Það eru allir í einhverju fáti og það er pressa. Auðvitað verða menn alltaf að passa sig á því þegar það er einhver svona atburður að gerast. Þá þýðir ekkert alltaf að hugsa þannig að: Ókei, nú fækkar skjálftunum eitthvað og nú er þetta allt í lagi. Eins og það var þarna þá er alveg ljóst að menn áttu að skoða sprungurnar betur. Risastórar sprungur og götin voru 20–30 metra djúp.“

Á sprungunniÁ hættumatskorti Veðurstofunnar sem var í gildi er slysið varð við Vesturhóp 29 má sjá að sprunga hafði verið kortlögð við húsið.

Kortlagning sé lykilatriði. „Ég held að menn þurfi að gera sér grein fyrir hvað þeir eru að fylla í. Þetta er eins og maður segir: Kapp er best með forsjá. Og það er gott að vera duglegur og allt það. Aðalatriðið er að menn séu að gera þetta rétt. Þetta eru stórar sprungur, við vitum það. Þetta eru jaðrarnir á gliðnunarkerfinu og þar geta orðið gríðarlega stórar og djúpar sprungur. Þannig að við þurfum bara að vita þetta.“

Sú kortlagning, með jarðsjá og drónum, er nú loks hafin. Það verkefni er á vegum Vegagerðarinnar og til þess hafa verið fengnir sérfræðingar frá nokkrum Evrópulöndum. Meðal þess sem verið er að kanna er hvar holrúm eru undir yfirborði. „Það sem gerir Grindavík hættulegri en óbyggðirnar í kring er þetta manngerða lag,“ segir Ármann. Um leið og bær er byggður sé í raun skipt um yfirborðslag. Húsgrunnar, gangstéttir, götur og garðar. En undir geta leynst sprungur og holrúm, líkt og glögglega hefur komið í ljós. 

Hví að fylla sprungu inni í garði?

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði

Ítarleg og nákvæm rannsókn hefði þurft að fara fram á sprungunum í Grindavík áður en vinna við fyllingar þeirra hófst, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði. „Það er ekki nóg að skrá hvar sprungurnar eru,“ segir hann við Heimildina. Sprungur geti verið af ýmsum gerðum og hreyfst með ólíkum hætti. Jarðvegur og manngert lag ofan á sprungum geti svo veitt falskt öryggi, mikil sprunga geti virst lítil á yfirborði. „Þetta hefði allt þurft að kanna áður en menn fóru í það að fylla sprungurnar á fullu.“

Hann segist vel skilja að ákveðið hafi verið að fylla í sprungur sem mynduðust á götum Grindavíkur, bæði til að tryggja aðkomu viðbragðsaðila og flóttaleiðir.

Hins vegar hafi það vakið furðu hans að farið var í að fylla í sprungu inni á lóð við hús. Á því hafi ekki mest legið að hans mati. „Ég sé ekki þörfina á því að fara inn í garð og inn á lóðir á þessum tímapunkti.“

Gríðarlegar hreyfingar voru á jarðskorpunni í nóvember er sigdalur myndaðist og sprungur opnuðust í gegnum Grindavík þvera. Hreyfingarnar héldu áfram, rifu í sundur jarðveg og malbik, og þá þegar hafi að sögn Þorvaldar mátt geta sér til um að þær væru miklar og djúpar. „Þetta er jaðarinn á gliðnunarbeltinu,“ minnir Þorvaldur á.

„Að vera einn við svona aðstæður, það á náttúrlega ekki að gerast“
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði
Um það þegar maður datt ofan í sprungu sem hann vann við að fylla upp í í Grindavík.

Kom það þá ekki á óvart hversu sprungurnar voru djúpar, líkt og ljóst varð í kjölfar slyssins? 

„Nei,“ svarar Þorvaldur að bragði. „Það var búið að benda á það áður. Það var búið að gera eina mælingu með jarðsjá. Mælingin sýndi að sú sprunga var meira en tuttugu metra djúp. Við vissum að sumar sprungurnar væru stórar og við vissum að þær væru á hreyfingu.“

Enginn eigi að vinna einn við slíkar aðstæður

Þorvaldur segir að líkja megi jarðsprungusvæðum sem þessum við jökla að einhverju leyti. Á ferð yfir jökla, sem vissulega geti verið sprungnir og sprungur leynst undir snjó, sé sérstaklega vel gætt að öryggismálum. „Ég var nú á Suðurskautslandinu og fór þá í tveggja daga þjálfun áður en ég fékk að fara út á ísbreiðuna. Okkur voru lagðar línur, hvað við ættum að varast og þar fram eftir götunum. Þú ferð ekki út á jökul án þess að vera í bandi og tengdur við aðrar manneskjur.“

Þess vegna hafi það verið átakanlegt að heyra að maðurinn sem féll ofan í sprungu sem hann var að fylla í húsagarði, á vettvangi á vegum Náttúruhamfaratrygginga Íslands, hafi verið einn að störfum er slysið varð. „Að vera einn við svona aðstæður, það á náttúrlega ekki að gerast,“ segir Þorvaldur. 

Völdu ranga leið

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að allar þær sprungur sem hafi farið á hreyfingu í Grindavík séu gamlar sprungur. Ofan á þeim hafi verið byggt og „það er nú þar sem feillinn liggur“. Hægt sé að byggja á milli sprungna en ekki ofan á þeim. Það sé ávísun á að hús skemmist. 

„Nei, það held ég ekki“
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur
Svar hans við spurningu um hvort það hafi verið eitthvert vit í því að fylla upp í risastórar sprungur.

En er eitthvert vit í því að fylla upp í svona risastórar sprungur, eins og var nú verið að reyna að gera þarna fyrir nokkrum vikum?

„Nei, það held ég ekki,“ svarar Páll. „Ég held að þar hafi menn valið ranga leið. Með því að fylla í þessar sprungur þá er maður að búa til nýtt vandamál sem er það að fyllingin hverfur smátt og smátt. Það er mikið rúmmál í svona sprungu, þrátt fyrir að hún líti ekki merkilega út á yfirborði, þá gleypir hún efni. Það getur verið að menn geti þjappað í hana svo að hún virðist vera heil en það á eftir að skolast niður í hana. Bæði úrkoma og svo er vatn neðst í þeim. Þetta vatn fer upp og niður eftir flóði og fjöru og úrkomu og öllu mögulegu. Þá skolast efnið niður, það myndast holrúm með fyllingu ofan á og það er stórhættulegt. Aðalhættan er í því fólgin. Ég held að menn séu þar að búa til nýja hættu.“

Þrátt fyrir að hann telji það ekki vænlega lausn að fylla í sprungurnar segist hann halda að hægt verði að búa í Grindavík í framtíðinni. Hægt sé að brúa sprungur eða girða þær af. Það sé að hans mati skynsamlegra en að reyna að fylla þær. 

Hvenær óhætt verði að hefja þá vinnu að tryggja bæinn fari eftir því hvernig jarðhræringunum muni vinda fram. „Eins og málið lítur út núna er greinilegt að það er enginn að fara að flytja til Grindavíkur á næstu mánuðum.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Féll í sprungu í Grindavík

Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.
Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár