Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skemmdarverk framin á fjórum Orkustöðvum í nótt

Regn­boga­fán­ar voru skorn­ir nið­ur á fjór­um bens­ín­stöðv­um Ork­unn­ar í nótt er leið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur brugð­ist við og flagg­að upp á nýtt jafn harð­an. Mark­aðs­stýra Ork­unn­ar seg­ir að þar á bæ verði ekki lát­ið af stuðn­ingi við hinseg­in fólk. Formað­ur Hinseg­in daga seg­ir um ör­vænt­ing­ar­full við­brögð fá­menns hóps að ræða og legg­ur áherslu á að öll séu vel­kom­in á Hinseg­in daga.

Skemmdarverk framin á fjórum Orkustöðvum í nótt
Flaggað að nýju Markaðsstýra Orkunnar segir að brugðist hafi verið hratt við og regnbogafánunum flaggað að nýju.

Í það minnsta á fjórum bensínstöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu voru framin skemmdarverk í nótt þar sem að regnbogafánar til stuðnings hinsegin fólki voru skornir niður. Formaður Samtakanna ´78 segist telja að um gjörðir fámenns hóps sé að ræða sem gremjist að hafa tapað dagskrárvaldinu í samfélaginu. Á öllum Orkustöðvunum hefur regnbogafánum verið flaggað að nýju.

Heimildin greindi frá því í morgun að regnbogafánar hefðu verið skornir niður á bensínstöð Orkunnar í Öskjuhlíð. „Ég var að keyra framhjá stöðinni þeirra við Smáralind og ég sá ekki betur en búið væri að skera niður regnbogafána þar líka,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, þegar Heimildin ræddi við hann fyrir skemmstu. Þetta staðfesti Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstýra Orkunnar, og sagði að regnbogafánar hefðu verið skornir niður á fjórum stöðvum í nótt.

„Við látum þetta ekkert á okkur fá og styðjum Samtökin í þeirra baráttu,“
Brynja Guðjónsdóttir
markaðsstýra Orkunnar

„Okkur þykir mjög leitt að sjá þetta, en í samráði við öryggisstjóra fyrirtækisins erum við búin að setja upp nýja fána. Við látum þetta ekkert á okkur fá og styðjum Samtökin í þeirra baráttu,“ sagði Brynja.

Að sögn Gunnlaugs hefur Orkan stutt fjárhagslega við hátíðina undanfarin ár og styður við baráttu hinsegin fólks. Orkan flaggar regnbogafánum í ágústmánuði í tilefni Hinsegin daga og til stuðnings fjölbreytileikanum.

Baráttan sé ekki búin

„Þetta er ótrúlega leiðinlegt og hvimleitt að sjá en staðfestir að við þurfum að halda baráttunni áfram, eins og yfirskrift Hinsegin daga segir, baráttan er sannarlega ekki búin,“ segir Gunnlaugur. Hann segir jafnframt að hinsegin fólk sé þess fullvisst að það sé lítill hópur, þó hávær sé, sem standi fyrir andróðri gegn hinseginleikanum.

„Við teljum okkur vita að þessi hópur, þó hávær sé, sé lítill. Auðvitað eru þetta örvæntingarfull viðbrögð háværs en lítils hóps sem finnst þau einhvern veginn hafa misst tökin á umræðunni. Við vitum að þögli meirihlutinn er okkar megin í baráttunni. Við fögnum því líka að við sjáum ítrekað að þegar skemmdarverk sem þessi eru framin, þegar niðrandi skilaboð hafa verið krotuð á regnbogagötur eða regnbogafánar skornir niður, þá bregst fólkið sem hefur staðið fyrir því að mála göturnar eða flagga fánunum strax við. Það tekur þetta nærri sér og vaknar enn frekar til meðvitundar um hvert ástandið er.“

„Ég vil leggja áherslu á að á Hinsegin daga eru öll velkomin.“
Gunnlaugur Bragi Björnsson
formaður Hinsegin daga

Gunnlaugur segir þó að hinsegin fólk sýni engan bilbug á sér, undirbúningur fyrir hinsegin daga sé á lokametrunum. „Við tökum forskot á sæluna á mánudaginn og svo byrjum við af fullum krafti á þriðjudaginn. Ég vil leggja áherslu á að á Hinsegin daga eru öll velkomin.“

Virðist gremjast að hafa tapað dagskrárvaldinu

Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna ´78, segir að samtökin hafi vissulega fundið fyrir bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks en sem betur fer séu það ekki margir sem taki undir andróðurinn. „Þetta er fámennur hópur en hann er hávær, alltaf sömu tíu til fimmtán manneskjurnar, með einhverjum blæbrigðum. Það hafa verið hinsegin hátíðir út um allt land sem hafa verið vel sóttar af heimfólki, bæði hinsegin fólki og svo fólki sem vill sýna stuðning sinn. Það sýnir að samfélagið er gríðarlega opið og hinsegin fólk er almennt vel samþykkt og allur okkar málflutningur. Þess vegna sé ég þessa gjörninga sem svo að annað hvort séu þeir gerðir í hugsunarleysi, einhvers konar bræði, eða þá að þetta sé eitthvað örþrifaráð til þess að vekja athygli á að það sé einhver örsmár hópur sem ekki getur samsamað sig með okkar tilveru. Þessum litla hópi virðist gremjast mjög að hafa tapað dagskrárvaldinu, og gerir með þessu drastístkar tilraunir til að vekja athygli á sér. Ég veit ekki hvernig við náum til þess hóps en hann er að sjálfsögðu velkominn, sjái hann villu síns vegar.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
2
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
5
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár