Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: Hækkun atvinnuleysisbóta er dæmi um skammtímahugsun

Ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir að hefðu hug­mynd­ir vinstrimanna um hækk­un á at­vinnu­leys­is­bót­um í Covid far­aldr­in­um orð­ið að veru­leika hefðu þær fest fólk í klóm at­vinnu­leys­is. Hátt í 18 þús­und manns voru at­vinn­laus mán­uð hvern á 18 mán­aða tíma­bili þeg­ar far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

<span>Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir:</span> Hækkun atvinnuleysisbóta er dæmi um skammtímahugsun
Segir hugmyndir um hækkun ekki eldast vel Áslaug Arna er á því að aðgerðir stjórnvalda hafi verið betri en hækkun atvinnuleysisbóta. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir þau úrræði sem ríkisstjórnin beitti til stuðnings atvinnulífinu í Covid-heimsfaraldrinum hafa stutt fólk og fyrirtæki út úr vanda. Hins vegar hefðu hugmyndir vinstrimanna um hækkanir á atvinnuleysisbótum á sama tíma fest fólk í klóm atvinnuleysis, hefðu þær orðið að veruleika. Frá upphafi faraldursins í mars 2020 til haustsins 2021 voru að meðaltali 17.700 manns án atvinnu í hverjum mánuði.

„Hugmyndir vinstrimanna um hærri atvinnuleysisbætur eru dæmi um skammtímahugsun og litla trú á einstaklingnum,“ skrifar Áslaug Arna í kjallaragrein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún leggur út af orðum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í viðtali þar sem sú síðarnefnda rifjaði upp að hún hefði lagt til í Covid faraldrinum að atvinnuleysisbætur yrðu hækkaðar.

„Hugmyndir vinstrimanna um hærri atvinnuleysisbætur eru dæmi um skammtímahugsun og litla trú á einstaklingnum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna segir í grein sinni að úrræði þau sem ríkisstjórnin beitti hafi falist í því að halda fólki í ráðningarsambandi við fyrirtæki sem kostur var og hafi skilað sér í því að fáar þjóðir hafi komist jafn hratt út úr efnahagskreppunni sem fylgdi faraldrinum. Hugmyndir Samfylkingarinnar á sama tíma, um hækkun atvinnuleysisbóta, hafi verið slæmar „og eldast ekki vel“. Ekki megi láta „skammtímahugsun og örvæntingarfull afskipti hins opinbera“ ráða för við ákvarðanatöku.

„Það eru vissulega til stjórnmálamenn sem trúa því að stjórnvöld geti valið sér feita og stóra bita af hlaðborði opinberra fjármuna með skattlagningu. Þegar hlaðborðið klárast, sem það mun alltaf gera, og það vantar meiri fjármuni er lausnin alltaf frekari skattahækkanir. Þetta er mantra stjórnmálamanna sem telja sig alltaf geta mætt áskorunum í efnahagsmálum með annarra manna peningum,“ skrifar Áslaug Arna enn fremur.

Atvinnuleysi fór yfir 11 prósent

Fyrsta kórónaveirusmitið var skráð á Íslandi 28. febrúar 2020. Í þeim mánuði mældist atvinnuleysi 5 prósent, sem þýðir að tæplega 9.200 manns voru á atvinnuleysisskrá. Hlutfallið hækkaði svo mánuðina á eftir. Þannig var atvinnuleysi strax í apríl orðið 7,5 prósent, sem jafngildir því að tæplega 16.500 manns væru án vinnu. Á sama tíma voru 10,3 prósent vinnuafls í minnkuðu starfshlutfalli, 32.800 manns, hlutfall sem aldrei varð hærra í faraldrinum. Mánuðinn á eftir fækkaði þeim sem voru í minnkuðu starfshlutfalli um helming en atvinnuleysi stóð í stað.

21
þúsund manns
voru atvinnulausir í desember 2020

Eftir því sem á faraldurinn leið jókst atvinnuleysi jafnt og þétt. Um haustið, í september mánuði, var atvinnuleysi komið í 9 prósent og í jólamánuðinum var það 10,7 prósent. Hæst fór hlutfall fólks á atvinnuleysisskrá í 11,6 prósent í janúar 2021 og á sama tíma var 1,2 prósent vinnandi fólks í lækkuðu starfshlutfalli. Það jafngildir því að yfir 21 þúsund manns hafi verið atvinnulausir í desember 2020 og janúar 2021.

Í gögnum vinnumálastofnunar má sjá að í lok desember 2020 höfðu ríflega 4.200 manns verið atvinnulausir í meira en 12 mánuði og fjölgaði þeim um rúmlega 2.500 milli ára. Þeir sem höfðu verið atvinnulausir í á bilinu 6 til 12 mánuði voru á sama tíma yfir 6.600 manns.

Fór fyrst niður fyrir tíu prósent í maí 2021

Hægt og bítandi dró úr atvinnuleysi á árinu 2021 en það var þó ekki fyrr en í maí sem það fór niður fyrir tveggja stafa tölu, en þann mánuð mældist atvinnuleysi 9,1 prósent. Hafði hlutfall atvinnulausra verið yfir 10 prósent í ríflega hálft ár fyrir þann tíma. Í maímánuði höfðu 6.430 manns verið án atvinnu í meira en heilt ár, og 6.089 verið atvinnulausir í 6 til 12 mánuði.

289
þúsund krónur
var upphæð grunnatvinnuleysisbóta 2020

Þá má nefna að á 18 mánaða tímabili, frá því í mars 2020 til og með ágústmánuði 2021 voru að meðaltali 17.700 manns atvinnulausir í hverjum mánuði, meðan að Covid faraldurinn var í hvað hæstum hæðum.

Árið 2020 voru grunnbætur út atvinnuleysistryggingasjóði rúmar 289 þúsund krónur og og hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta var rúmar 456 þúsund krónur, en tekjutengdar bætur fengu atvinnuleitendur í þrjá mánuði. Með reglugerð sem tók gildi 1. janúar 2021 hækkuðu óskertar grunnatvinnuleysisbætur í rúmar 307 þúsund krónur á mánuði, vegna sérstaks viðbótarálags vegna Covid faraldursins. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu í tæpar 473 þúsund krónur.

 

 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristján Ívansson skrifaði
    Síðan má velta fyrir sér hlutverki Vinnumálastofnunar í þessum efnum, kannski þyrfti að vera ríkari krafa á Vinnumálastofnun að beita sér fyrir því að fólk komist í nýtt starf. Það sé kannski ekki alltaf nóg ef einhverjir fulltrúar Vinnumálastofnunnar bendi bara á störf sem hægt er að sækja um ef það kemur síðan ekki neitt haldbært út úr því.
    Því ég hugsa að þegar fólk er búið að vera vist lengi atvinnulaust þá hugsa ég að fólk sé búið að fá nóg af atvinnuleitinni og sé hætt að standa í því að sækja um held að það sé eingum holt að fá ofmargar hafnanir um störf sem það er vel hæft í. Fólk endar þá yfirleit á því að þurfa þá að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi eða sjúkradagpenninga eða eitthvað í þeim dúr sem er þá væntanlega ekki betra en þegar það var á atvinnuleysisbótum. Það er því ekkert skrítið að einhverjir vilji taka upp borgaralaun og afleggja atvinnuleysisbætur.
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Þetta er mantra stjórnmálamanna sem telja sig alltaf geta mætt áskorunum í efnahagsmálum með annarra manna peningum..."

    Þetta er hrein rangfærsla hjá ráðherra a.m.k. í samhengi við atvinnuleysisbætur. Staðreyndin er nefnilega sú að atvinnuleysisbætur eru ekki "annarra manna peningar" heldur eign hins tryggða sem hann hefur stofnað til með því að greiða iðgjöld í atvinnuleysistryggingasjóð þ.e.a.s. tryggingargjald af launum sínum, en það er beinlínis tilgangurinn með því gjaldi. Ekki nóg með það heldur hefur Hæstiréttur Íslands staðfest að þau tryggingaréttindi sem þannig myndast njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, svo skýrara verður það varla. Þetta ætti löglærður ráðherra háskólamála að vita mætavel ef sú menntun er einhvers verð.

    En fyrst að ráðherra er svona mótfallin því að fólk þiggi bætur úr tryggingu sem það hefur sjálft borgað fyrir með greiðslu iðgjalda, ætli hún myndi þá afþakka bætur frá tryggingafélaginu sem brunatryggir húsnæðið hennar ef svo illa færi að það myndi eyðileggjast í eldsvoða?
    10
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Atvinnuleysisbætur mega hækka mjög mikið áður en það verður fýsilegra að vera á bótum en að vinna. Enda vilja flestir sem lenda í atvinnuleysi komast sem fyrst aftur í vinnu.

    Spurningin um að hækka atvinuleysisbæturnar í Kóvid-kreppunni snérist um að létta byrðar þeirra sem urðu mest fyrir barðinu á kreppunni, sem flest voru láglaunafólk. Sjálfstæðismenn höfðu mikinn skilning á því að æskilegt væri að hjálpa fyrirtækjaeigendum í gegnum kreppuna, en samúð þeirra nær yfirleitt ekki til launafólks - og þá síst til láglaunafólks.
    7
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þessi dúkkulýsa og gluggaskraut stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins veit ekki hvort hún er að koma eða fara.
    Að vitna í þetta fífl er á pari við að vitna í hirðfífl eða lófalestur spákonu um sannleikann.
    7
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    "Fáar þjóðir komist jafn hratt út úr efnahagskreppunni". Við erum ekkert komin út úr henni, við erum bara að byrja að fást við reikninginn, Hver trekkti upp þennan trúð?
    4
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Og það er heldur engin hætta á því að fyrirtækin sem fengu hvað mest af covid styrkjum ætli sér að taka þátt í því að borga þann reikning. Þeim þykir það örugglega rýra arðgreiðslunar of mikið. Oj barasta þetta samfélag er svo mikill skítakamar.
      6
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Mæli alltaf með að þeim finnst atvinnuleysisbætur nóg og háar fái að kynnast því af lifa á þeim bótum. Óska þess að Áslau Arna kynnist því.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
10
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár