Vilja lengja greiðslufrest lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Fjöldi fyrirtækja ræður ekki við að endurgreiða stuðningslán sem þau fengu vegna greiðslufalls í heimsfaraldrinum á þeim tíma sem gert er ráð fyrir. Félag atvinnurekenda hvetur til að greiðslutíminn verði lengdur enda myndi það í einhverjum tilvikum firra ríkissjóð frekara tjóni.
Fréttir
2
Alvotech í kröppum dansi en aflar 13 milljarða með útboði
Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur aflað sér ríflega 13 milljarða króna með úboði á breytanlegum skuldabréfum. Virði félagsins hefur hríðfallið frá 13. apríl þegar því var fyrst synjað um markaðsleyfi fyrir hliðstæðulyf í Bandaríkjunum.
Fréttir
5
Grímuklædd og vopnuð lögregla handtók tvo menn í Mjódd
Handtaka tveggja manna í Mjóddinni síðastliðinn þriðjudag olli óhug vegfarenda en lögreglumenn sem að handtökunni stóðu voru óeinkennisklæddir og grímubúnir. Ellefu ára stúlkur á leið á Barbie kvikmyndina urðu mjög skelkaðar. Mennirnir eru grunaðir um að hafa flutt til landsins um tvö kíló af kókaíni.
Fréttir
1
Ólafur Þ. Harðarson: Líklegast að Samfylkingin sé að sópa til sín lausafylginu
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 16 prósenta fylgi og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segist ekki muna eftir verri útkomu flokksins í skoðanakönnun frá upphafi vega. Hann hefur þó fyrirvara á könnunum fyrirtækisins Prósents en þær hafi sýnt sig í að sýna meiri skekkjur en almennt er.
Fréttir
8
Brúnin þyngist á Sjálfstæðismönnum sem uppnefndir eru „Karlakórinn Grátbræður“
Hver Sjálfstæðisflokksmaðurinn á fætur öðrum hefur síðustu daga og vikur stigið fram og fundið ríkisstjórnarsamstarfinu og einkum samstarfsflokknum Vinstri grænum allt til foráttu. Fyrir vikið gerir formaður Miðflokksins grín að þeim og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna segir þá „sturlaða af frekju“.
FréttirSalan á Íslandsbanka
3
Tröllasögur sagðar um tengsl Jóns Guðna við Bjarna
Þrátt fyrir að hafa báðir spilað fótbolta með Stjörnunni í meistaraflokki lágu leiðir Jóns Guðna Ómarssonar bankastjóra Íslandsbanka og Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra ekki saman á grasinu.
Fréttir
1
Fóru ránshendi um verslanir svo dögum skipti
Tveir karlmenn voru dæmdir í 8 og 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa gerst fingralangir í sjö verslunum á síðasta ári. Ein verslun varð sérlega oft fyrir barðinu á ránsskap mannanna en þeir heimsóttu hana þrettán sinnum og rændu þaðan vörum að verðmæti ríflega 300 þúsund króna.
Fréttir
1
Segjast hafa upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist
Dýraverndarsambandið fer fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. Rannsaka þurfi öll þau tilfelli þar sem hryssur drápust í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar en þau voru samkvæmt Matvælastofnun átta. Sambandið segist hins vegar hafa „áreiðanlegar upplýsingar“ um að tilfellin hafi verið mun fleiri.
Fréttir
MAST kærir bændur
Tveir sauðfjárbændur í Vestur-Húnavatnssýslu hafa verið kærðir til lögreglu af Matvælastofnun. Eru þeir sagðir hafa hunsað fyrirmæli um að afhenda fé til slátrunar í því skyni að hægt væri að rannsaka hvort féð væri riðuveikt. Mikill styrr hefur staðið um framgöngu stofnunarinnar í málinu.
Fréttir
5
Dæmi um að lóðarhafar hafi dregið uppbyggingu í áratugi
Óeðlilegar tafir hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í einhverjum tilvikum sökum þess að lóðarhafar hafa beðið í áraraðir með að hefja framkvæmdir. Þörf er á að sveitarfélög fái heimildir til að setja tímaramma varðandi uppbyggingarheimildir.
Fréttir
Hrina dóma yfir burðardýrum
Á tveggja mánaða tímabili voru átta burðardýr stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fíkniefni. Í sex tilfellum gerði fólkið tilraun til að smygla kókaíni hingað til lands. Öll nema eitt voru með hreint sakavottorð. Samanlagt var fólkið sem um ræðir dæmt í ríflega sjö og hálfs árs fangelsi.
Greining
Æfingagjöld höfðu ekki hækkað lengi
Sögusagnir um að íþróttafélög hafi hækkað æfingagjöld sín umfram verðlagsþróun fá ekki stoð í gögnum sem sveitarfélögin hafa aflað. Niðurstaða ÍBR gefur til kynna að yngri flokka starf beri sig ekki, erfitt sé að fá styrki og spyrja megi hvort þá sé óeðlilegt að æfingagjöld hækki.
FréttirSalan á Íslandsbanka
Ekki spenntur fyrir „blautum hádegisverðum“
Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir vert að skoða kunningjakúltúr og frændhygli í íslenska fjármálakerfinu, sem hluta af endurskoðun á áhættumenningu.
FréttirSalan á Íslandsbanka
2
Klár mistök að Íslandsbanki seldi í sjálfum sér
Íslandsbanki hefði ekki átt að vera einn söluaðila að hlut ríkisins í bankanum að mati nýs bankastjóra, Jóns Guðna Ómarssonar. Það kom honum á óvart og voru vonbrigði að starfsmenn bankans skyldu taka þátt í útboðinu. Mistök voru gerð með því að ekki var girt fyrir slíkt.
Fréttir
Samkeppniseftirlitið slær á fingur Hreyfils
Hreyfli er óheimilt að koma í veg fyrir að leigubílstjórar sem keyra fyrir stöðina fái einnig að keyra fyrir Hopp eða aðra aðila sem bjóða upp á leigubílaþjónustu. Samkeppniseftirlitið hefur áður gert athugasemdir við starfshætti Hreyfils en ljóst er að þær athugasemdir hafa verið virtar að vettugi.
Fréttir
1
Kostnaður við nýtt hús Landsbankans 16,5 milljarðar króna
Byggingarkostnaður nýrra höfuðstöðva Landsbankans varð á endanum 8,5 milljörðum króna hærri en lagt var upp með í upphafi. Sala á öðru húsnæði bankans dugar ekki fyrir helmingi af byggingarkostnaði hins nýja húss. Taka mun bankann rúm fjórtán ár að hafa upp í eftirstandandandi kostnað með áætluðum sparnaði af flutningunum, án þess að tekið sé tillit til vaxta, verðbreytinga og afskrifta.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.