Freyr Rögnvaldsson

Blaðamaður

Kostnaður við nýtt hús Landsbankans 16,5 milljarðar króna
Fréttir

Kostn­að­ur við nýtt hús Lands­bank­ans 16,5 millj­arð­ar króna

Bygg­ing­ar­kostn­að­ur nýrra höf­uð­stöðva Lands­bank­ans varð á end­an­um 8,5 millj­örð­um króna hærri en lagt var upp með í upp­hafi. Sala á öðru hús­næði bank­ans dug­ar ekki fyr­ir helm­ingi af bygg­ing­ar­kostn­aði hins nýja húss. Taka mun bank­ann rúm fjór­tán ár að hafa upp í eft­ir­stand­and­andi kostn­að með áætl­uð­um sparn­aði af flutn­ing­un­um, án þess að tek­ið sé til­lit til vaxta, verð­breyt­inga og af­skrifta.
Jón Guðni Ómarsson: „Ég biðst afsökunar“
ViðtalSalan á Íslandsbanka

Jón Guðni Óm­ars­son: „Ég biðst af­sök­un­ar“

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ir bank­ann hafa gert mis­tök með því að girða ekki fyr­ir að starfs­menn bank­ans gætu sjálf­ir keypt í hon­um. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir bank­ann sömu­leið­is hafa gert mis­tök með við­brögð­um sín­um eft­ir að sátt hans við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið varð op­in­ber, í stað þess að sýna auð­mýkt hafi bank­inn far­ið í vörn. „Ég skil hana mjög vel,“ seg­ir Jón Guðni að­spurð­ur um hvort hann skilji reiði fólks í garð bank­ans.
Gylfi hefur fengið 50 milljónir frá ráðuneytum og undirstofnun Ásmundar Einars
Fréttir

Gylfi hef­ur feng­ið 50 millj­ón­ir frá ráðu­neyt­um og und­ir­stofn­un Ásmund­ar Ein­ars

Á þrem­ur ár­um hef­ur Gylfi Arn­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, feng­ið greidd­ar rúm­ar 50 millj­ón­ir króna frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu, Vinnu­mála­stofn­un og mennta­mála­ráðu­neyt­inu. Ásmund­ur Ein­ar Daða­son var fé­lags­mála­ráð­herra þeg­ar greiðsl­ur það­an og frá Vinnu­mála­stofn­un voru innt­ar af hendi. Þeg­ar Ásmund­ur Ein­ar fór yf­ir í mennta­mála­ráðu­neyt­ið fylgdi Gylfi hon­um þang­að.
Ríkisendurskoðandi: „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“
FréttirLindarhvoll

Rík­is­end­ur­skoð­andi: „Sig­urð­ur hafði ekki um­boð til að hafa af­skipti af mál­um“

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir dreif­ingu grein­ar­gerð­ar Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, setts rík­is­end­ur­koð­anda með Lind­ar­hvoli, vera lög­brot. Grein­ar­gerð­in hafi ekk­ert er­indi átt út úr húsi Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þá hafi Sig­urð­ur alls ekki haft full­ar heim­ild­ir rík­is­end­ur­skoð­anda í störf­um sín­um, ólíkt því sem hald­ið hafi ver­ið fram.
Sigurður Þórðarson: „Vegið alvarlega að starfsheiðri mínum“
FréttirLindarhvoll

Sig­urð­ur Þórð­ar­son: „Veg­ið al­var­lega að starfs­heiðri mín­um“

Sett­ur rík­is­end­ur­skoð­andi vegna Lind­ar­hvols, Sig­urð­ur Þórð­ar­son, gerði marg­ar og harð­orð­ar at­huga­semd­ir við skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar í bréfi sem hann sendi Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Al­þing­is í fe­brú­ar 2021. Sagði hann með­al ann­ars að Rík­is­end­ur­skoð­un rangtúlk­aði bæði gögn um virð­is­aukn­ingu stöð­ug­leika­eigna, sem og skrif hans sjálfs um stjórn­skipu­lag fé­lags­ins.
Sýn Sigurðar á málefni Lindarhvols
Fréttir

Sýn Sig­urð­ar á mál­efni Lind­ar­hvols

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, sem var sett­ur rík­is­end­ur­skoð­andi gagn­vart Lind­ar­hvoli, kemst í sinni grein­ar­gerð að því að fjölda­margt hafi ver­ið at­huga­vert við um­sýslu fé­lags­ins með stöð­ug­leika­eign­ir fyr­ir hönd rík­is­ins. Nið­ur­stöð­ur hans eru aðr­ar en Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sig­urð­ur tel­ur til­efni til þess að rík­is­sak­sókn­ari taki starf­sem­ina til skoð­un­ar.
Jón Guðni Ómarsson: Starfslok stjórnenda Íslandsbanka ekki að þeirra frumkvæði
FréttirSalan á Íslandsbanka

Jón Guðni Óm­ars­son: Starfs­lok stjórn­enda Ís­lands­banka ekki að þeirra frum­kvæði

Nýr banka­stjóri Ís­lands­banka tók ákvörð­un um að tveir stjórn­end­ur inn­an bank­ans yrðu að víkja vegna ábyrgð­ar þeirra á út­boði á hlut rík­is­ins í bank­an­um. Jón Guðni Óm­ars­son seg­ir að með því og öðr­um að­gerð­um haldi hann að tak­ast megi að vinna aft­ur traust í garð bank­ans en það muni taka tíma „og mikla vinnu“.
Birna Einarsdóttir: Bankastjórinn sem lýsti sér sem auðmjúkri en kvaddi með eitraðri pillu
GreiningSalan á Íslandsbanka

Birna Ein­ars­dótt­ir: Banka­stjór­inn sem lýsti sér sem auð­mjúkri en kvaddi með eitr­aðri pillu

Að­eins á fimmta sól­ar­hring leið milli þess sem Birna Ein­ars­dótt­ir lýsti því að hún nyti trausts stjórn­ar Ís­lands­banka og hefði ekki hugs­að sér að láta af störf­um sem banka­stjóri þar til til­kynn­ing um starfs­lok henn­ar barst, um miðja nótt. Á sín­um tíma lýsti Birna bónu­s­kerf­um bank­anna sem „glóru­laus­um“ en fékk þó sjálf á fimm ára tíma­bili um 35 millj­ón­ir í bónusa frá bank­an­um. Þá sem kall­að höfðu eft­ir að höf­uð henn­ar yrði lát­ið fjúka kvaddi hún með því að óska þeim „velfarn­að­ar í þeirra störf­um“.
Þingmenn VG vilja að stjórn Íslandsbanka víki og ný stjórn ráði bankastjóra
FréttirSalan á Íslandsbanka

Þing­menn VG vilja að stjórn Ís­lands­banka víki og ný stjórn ráði banka­stjóra

Í það minnsta tveir þing­menn Vinstri grænna eru þeirr­ar skoð­un­ar að Banka­sýsl­an eigi að krefjast þess á hlut­hafa­fundi í Ís­lands­banka að stjórn bank­ans segi af sér. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­mað­ur flokks­ins, lýs­ir þess­ari skoð­un og Orri Páll Jó­hanns­son sam­flokks­mað­ur henn­ar tek­ur und­ir.
„Ég ber að sjálfsögðu formlega ábyrgð“
FréttirSalan á Íslandsbanka

„Ég ber að sjálf­sögðu form­lega ábyrgð“

Starfs­loka­samn­ing­ur Birnu Ein­ars­dótt­ur við Ís­lands­banka gæti hljóð­að upp á 60 millj­óna króna greiðsl­ur ef mið­að er við laun henn­ar á síð­asta ári. Hlut­hafa­fund­ur í Ís­lands­banka verð­ur ekki hald­inn fyrr en eft­ir mán­uð. Finn­ur Árna­son, stjórn­ar­formað­ur bank­ans, hyggst gefa kost á sér áfram. Hann við­ur­kenn­ir að bank­inn hafi beitt blekk­ing­um en neit­ar því að Banka­sýsl­an hafi ver­ið blekkt.
Sagan af „far­sæl­asta hluta­fjárút­boði Íslands­sög­unn­ar“
ÚttektSalan á Íslandsbanka

Sag­an af „far­sæl­asta hluta­fjár­út­boði Ís­lands­sög­unn­ar“

Mað­ur gekk und­ir manns hönd við að mæra út­boð á 22,5 pró­senta hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka fyrstu dag­ana eft­ir það í mars í fyrra. Þeg­ar fór að koma upp úr kaf­inu hvernig að út­boð­inu var stað­ið tók að þykkna upp í mörg­um. Flest­um jafn­vel, nema for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar, sem hélt því hátt á lofti hversu frá­bær­lega hefði til tek­ist. Heim­ild­in rek­ur hér helstu vend­ing­ar í mál­inu síð­ustu 15 mán­uði.

Mest lesið undanfarið ár