Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Leggja 3,5 milljóna króna dagsektir á Brim

Brim hef­ur ekki skil­að Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu gögn­um og upp­lýs­ing­um sem kall­að hef­ur ver­ið eft­ir vegna vinnu við at­hug­un á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Dag­sekt­irn­ar byrja að bíta eft­ir hálf­an mán­uð, skili Brim ekki um­rædd­um gögn­um fyr­ir þann tíma.

Leggja 3,5 milljóna króna dagsektir á Brim
Skila ekki gögnum Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að beita sjávarútvegsfyrirtækið Brim dagsektum sökum þess að fyrirtækið hefur ekki veitt stofnuninni upplýsingar og gögn sem óskað hefur verið eftir. Samkeppniseftirlitið fór fram á að fá umrædd gögn og upplýsingar vegna vinnu við athugun á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Brim er eina fyrirtækið sem ekki hefur brugðist við beiðni stofnunarinnar.

Gagnaöflun vegna athugunarinnar hófst með bréfasendingu til almmargra sjávarútvegsfyrirtækja 5. apríl síðastliðinn. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að langflest fyrirtækin hafi brugðist vel við og veitt umbeðnar upplýsingar. Þó voru í nokkrum tilvikum gerðar athugasemdir við athugunina og upplýsingarnar veittar með fyrirvara af þeim sökum.

„Eitt fyrirtæki, Brim hf., hefur þó ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir“
Samkeppniseftirlitið

„Eitt fyrirtæki, Brim hf., hefur þó ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir. Hefur það óhjákvæmilega tafið rannsóknina,“ segir jafnframt á vef Samkeppniseftirlitsins.

Af þessum sökum hefur samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á fyrirtækið, að upphæð 3,5 milljónir króna á dag, þar til umbeðnar upplýsingar og gögn hafa verið afhent. Byrja dagsektirnar að telja eftir að fjórtán dagar eru liðnir frá ákvörðuninni, sem tekin var í dag.

Umfangsmikil viðskipti við aðila sem standa nærri hvorir öðrum

Í september á síðasta ári greindi Heimildin frá því að Brim hefði keypt veiðiheimildir og frystitogara fyrir 12,7 milljarða króna af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Útgerðarfélag Reykjavíkur er að uppistöðu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem jafnframt er forstjóri Brims. Með viðskiptunum komst Brim mjög nálægt þeim hámarkstakmörkunum sem settar eru í lögum um heildarafla í þorskígildistonnum sem einstök útgerð mátti eiga. Hlutdeild Brims varð eftir viðskiptin 11,82 prósent á meðan hámarkið er 12 prósent.

Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda. Það gerðist í nóvember árið 2021 þegar Útgerðarfélagið keypti kvóta af Brimi til að koma síðarnefnda fyrirtækinu undir 12 prósenta þakið.

Brim nálægt hámarkinu

Í mars á þessu ári var greint frá því í Heimildinni að Brim hefði á síðasta ári hagnast um 11,3 milljarða króna, og sömu upphæð árið áður, 2021.  Hlut­haf­ar í Brimi hafa þá feng­ið rúm­lega þrisvar sinn­um hærri upp­hæð í arð frá 2016 en rík­is­sjóð­ur hef­ur feng­ið í veiði­gjöld. Þá taldist úthlutuð aflahlutdeild Brims vera 11,34 prósent.

Þau mörk eiga að koma í veg fyrir of mikla sam­­­þjöppun í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi á meðal þeirra fyr­ir­tæki sem fá að vera vörslu­að­ili fiski­mið­anna, sem eru sam­­­kvæmt lögum þó ekki eign þeirra heldur þjóð­­­ar­inn­­­ar. Til að telj­­ast tengdur aðili er þó gerð krafa um meiri­hluta­­­eign eða raun­veru­­­leg yfir­­­ráð. Í því felst að aðili þurfi að eiga meira en 50 pró­­­sent í öðrum aðila eða ráða yfir honum með öðrum hætti til að þeir séu taldir tengdir aðil­­­ar. Þau mörk hafa verið harð­­lega gagn­rýnd, enda mjög há í öllum sam­an­­burð­i. 

Þegar útgerðir sem tengjast stærstu eigendum Brim, en uppfylla ekki skilyrði laga um að vera skilgreindar sem tengdar, eru taldar með eykst umfang Brim-blokkarinnar. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­ur­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 2,23 pró­­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­­um. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Reykja­víkur er að upp­­­i­­­­­stöðu í eigu Guð­­­­mundar Krist­jáns­­­­son­­­­ar, for­­­­stjóra Brims. Brim inn­lim­aði útgerð­ina Ögur­vík í fyrra. 

Þá eiga félögin KG Fisk­verkun og Stekkja­sal­ir, í eigu Hjálm­ars Krist­jáns­son­ar, bróður Guð­mund­ar, og sona hans, saman á 5,86 pró­sent hlut í Brimi. KG Fisk­verkun heldur einnig á eitt pró­sent af úthlut­uðum afla­heim­ild­um. Þess blokk, sem á 49,83 prósent í Brimi, er því með 15,65 pró­sent af öllum kvóta. 

Sú gagnrýni sem sett hefur fram á skilgreiningu á tengdum aðilum, sem nefnd er hér að framan, er meðal ástæðanna fyrir úttekt Samkeppniseftirlitsins, sem þó er fyrst og fremst gerð vegna heildarstefnumótunarvinnu matvælaráðuneytisins í sjávarútvegi. Athugun Samkeppniseftirlitsins er gerð með samningi ráðuneytisins við stofnunina og á að skila skýrslu þar um ekki síðar en í lok þessa árs.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það skal engan undra að þessi drullusokkur skuli vera kallað guðmundur vinalausi.
    Þetta viðrini er nýbúinn að segja upp allri áhöfninni á frystitogara í hanns eigu, en gerðist svo svakalega rausnarlegur að bjóða brottreknu áhöfninni pláss á öðrum dalli í hanns eigu.
    En skemmst frá því að segja, þá þíðir það verri vaktir, meiri vinna ☻g vitaskuld lægri laun.
    Þvílíkt gull af mann að maður fyllist lottningu yfir rausnarskapnum!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
3
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár