Mistök, hamingja og væntingar Katrínar

Þeg­ar Katrín Jak­obs­dótt­ir missti föð­ur sinn ung að ár­um lærði hún að líf­ið er mik­il­væg­ara en dauð­inn, stund­in er núna og ekki eft­ir neinu að bíða. Hún ólst upp við ör­yggi sem ger­ir henni kleift að taka áhætt­ur, en lít­ur svo á að hún hafi ekki neinu að tapa varð­andi fram­boð sitt til for­seta.

Mistök, hamingja og væntingar Katrínar

Klukkutími með Katrínu

I. Mótunarárin 

Á baráttudegi verkalýðsins kemur Katrín Jakobsdóttir gangandi eftir Aðalstrætinu. Hún heldur á símanum en kveður til að heilsa, komin til að ganga með blaðamanni um miðbæinn og segja frá lífi sínu og starfi. Skilyrðin eru skýr: „Við höfum klukkutíma.“ Veðrið er milt, hlýtt en skýjað, og það gæti rignt. Hún er við öllu búin, klædd í brúnköflótta kápu og hefur vafið síðum klút um hálsinn. Hún spyr hvort það sé rétt að nú standi til að kafa ofan í sálarlífið, því: „Mér finnst ekki auðvelt að tala um tilfinningar á opinberum vettvangi. Stjórnmálin hafa gert það að verkum að ég hef vanist því að setja tilfinningarnar til hliðar og geyma þær inni í einhverju boxi innra með mér.“

Nú er hún komin í annað hlutverk, komin í forsetaframboð og hefur varið síðustu vikum á ferð um landið, farin til fundar við þjóðina, í lopapeysu með …

Kjósa
74
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (16)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SH
  Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
  Hlutdrægni Heimildarinnar verður æ meira áberandi eftir því sem nær dregur kosningum. Með lymskulegri áróðurstækni tekst ritstjórninni sífellt að lauma tilvísunum í drottningarviðtal Katrínar Þetta er einum of áberandi, og varla boðlegt fyrir fjölmiðil sem vill láta taka sig alvarlega.
  2
 • KÞM
  Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
  Mikil bakaralykt af þessu viðtali og ekki ólíkt tertufréttinni hans Bjarna B. á sínum tíma. Hélt að Heimildin væri laus við að hampa einum frambjóðanda umfram annan en svo virðist ekki vera.
  4
 • Ólafur Andrésson skrifaði
  Það er fróðlegt að bera saman það pláss sem Heimildin ver til kynningar á þeim tveimur frambjóðendum sem hafa mest fylgi. Annars vegar Halla Hrund Logadóttir sem fær 250 dálksentímetra og nokkrar innsíðumyndir, hins vegar Katrín Jakobsdóttir sem fær 520 dálksentímetra, forsíðumynd og heilsíðumynd. Er verið að gæta jafnræðis? Hvor frambjóðandinn er mun minna þekktur og þar af leiðandi meiri þörf að kynna fyrir alþjóð? Mér er satt að segja misboðið. 🙁 Ég er jú áskrifandi að Heimildinni og trúi bæði á jafnræði og lýðræði.
  4
  • Jóhanna Garðarsdóttir skrifaði
   Eftir mikla leit fannst viðtalið við Höllu Hrund í tölublaði #50 sem kom út um miðjan apríl. Ekki mjög plássfrekt viðtal aðalllega fyllt upp með myndum og afar lágstemd auglýsing á forsíðu. Forsíðumynd blaðsins helguð Bjarna Ben með fyrirsögninni "Bjarni vann". Því næst (bls 2-3) heil opna um kempurnar í kosningaliði Katrínar, og imprað á teymum Baldurs og Jóns. Viðtalið finnst á bls 25-28
   5
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Þetta er goð grein og vel unin. Katrin er Hetja og hefur staðið sig frabærlega að veita forustu Rikisstjorn samsetta ur 3 flokkum lengst til hægri og miðjuni og lengst til vinstri. I 6 ar hefur hun staðið i Brunni og staðið sig Frabærlega vel. Þvi mun eg undiritaður Kjosa Katrinu til Forseta a Bessastöðum. Engin er betur til þess fallin en Katrin Jakopsdottir. Altt stefnir i að Katrin vinni þessar kosningar nu. Það ma Likja Katrinu Jakobsdottur við Winston Churchill sem sameinaði Bresku Þjoðina a Viðsjalverðum timum. Og leiddi Breta gegnum siðari Heimstirjöldina til SIGURS.
  Þanig Þjoðhöinga þurfum við. KATRINU JAKOBSDOTTIR A BESSASTAÐI 2024.
  -7
 • IE
  Ingibjörg Einarsdóttir skrifaði
  Mjög góð grein, gefur rétta mynd af Katrínu.
  -1
 • Ásta María H Jensen skrifaði
  Flott viðtal
  0
 • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
  Ótrúlegt forréttindaviðtal, er Heimildin að feta sömu slóðir og mbl þ.e. sýna eindreginn stuðning við einn frambjóðanda eða fá allir hinir svona svakalega löng viðtöl líka? Þetta er EKKI góð blaðamennska. Ég bíð eftir svona löngum viðtölum við alla hina frambjóðendurna að öðrum kosti er áskrift minni að miðlinum sjálfhætt, ég gerðist áskrifandi af því mér fannst Heimildin sýna svo mikið sjálfstæði en annað er að koma á daginn
  9
  • Jón Trausti Reynisson skrifaði
   Persónuleg viðtöl við efstu frambjóðendur hafa verið birt í Heimildinni síðustu vikurnar:
   Halla Hrund Logadóttir:
   https://heimildin.is/grein/21545/
   Baldur Þórhallsson: https://heimildin.is/grein/21367/
   Jón Gnarr:
   https://heimildin.is/grein/21414/
   6
 • Hrafn Arnarson skrifaði
  Yfirgengilega langt. Ein setning í viðbót og ævisagan er komin. Fæst skiptir máli varðandi kosningar.skrollaði samt í gegn.#gonguferð með kötu...
  4
 • ÓS
  Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
  Eða bara allir hinir.. Mér finnst ekki smekklegt allavega að hampa einum umfram aðra.. Vona að hinir fylgi í kjölfarið með svona gríðarlanga og jákvæða umfjöllun..
  3
 • ÓS
  Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
  Er Halla Hrund búin að fá svona gríðalangt drottningaviðtal???
  1
  • Jón Trausti Reynisson skrifaði
   Já. https://heimildin.is/grein/21545/
   1
  • Jóhanna Garðarsdóttir skrifaði
   Þrír frambjóðenda fengu stóra forsíðumynd og viðtal. Höllu Hrund var laumað inn í miðju blaðsins!
   Hvernig verður þá með hina átta þar sem er minna en 3 vikur til kosninga???
   5
 • TT
  Týr Thorarinsson skrifaði
  Fá allir 12. forsetaframbjóðendur sama plássið hjá ykkur fyrir kosningar eða bara þeir sem mælast mest í skoðanakönnunum?
  4
  • KLR
   Kristín Lára Ragnarsdóttir skrifaði
   Linkarnir virka ekki einu sinni ;/
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Halla Tómasdóttir: „Ekkert okkar getur sett sig í spor þeirra sem búa við sára fátækt“
FréttirForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir: „Ekk­ert okk­ar get­ur sett sig í spor þeirra sem búa við sára fá­tækt“

Efstu sex for­setafram­bjóð­end­urn­ir svör­uðu því í kapp­ræð­um í gær­kvöld hvort þeir gætu í embætti for­seta end­ur­spegl­að þá hópa í sam­fé­lag­inu sem búa við fá­tækt og skort á tæki­fær­um. All­ir fram­bjóð­end­ur töldu sig geta það og vís­uðu sum­ir í eig­in reynslu af erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár