Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kosningamyndband forsetans vekur undrun og umtal

Halla Tóm­as­dótt­ir vann for­seta­kosn­ing­arn­ar með mikl­um stuðn­ingi ungs fólks, sem hef­ur með­al ann­ars ver­ið tengd­ur TikT­ok-her­ferð. Í um­deildu kosn­inga­mynd­bandi frá Höllu á miðl­in­um sést ung­ur pilt­ur í jakka­föt­um van­virða stúlku.

Kosningamyndband forsetans vekur undrun og umtal
Halla Tómasdóttir Var kjörin forseti Íslands um helgina með 73 þúsund atkvæðum, eða 34,1% allra atkvæða. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, er talin hafa undirbyggt óvæntan sigur sinn í forsetakosningunum um helgina með vel heppnaðri TikTok-herferð. Eitt myndbandanna, sem birt var um helgina, hefur verið gagnrýnt harðlega á grundvelli þess gildismats sem það birtir, en Halla kvaðst með forsetaframboði sínu vilja hafa jákvæð áhrif á gildismat þjóðarinnar.

Í einu myndbandanna, sem uppskar 50 þúsund áhorf, sjást tveir ungir jakkafataklæddir menn koma á kjörstað á bifreið að gerðinni Landrover Discovery sport, kasta lyklunum til ungrar konu og hrinda síðan annarri. Myndbandið er hvatning til ungs fólks um að kjósa undir yfirtextanum: „Framtíðin er okkar“.

KosningamyndbandMyndband sem birtist um helgina á aðgangi Höllu Tómasdóttur á TikTok hefur vakið undrun reynslubolta í stjórnmálaumræðu.

Einn þeirra sem gagnrýnir myndbandið er Egill Helgason fjölmiðlamaður, sem um árabil stýrði umræðuþættinum Silfrinu. „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda,“ segir hann í sérstakri Facebook-færslu um myndbandið. 

Sagt ótrúlegt og verulega óþægilegt

Fyrr í dag fjallaði rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl um myndbandið og sigur Höllu. Undir færslu hans um efnið lýsa fleiri óhug yfir myndbandinu. Þeirra á meðal er Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem hafði lýst stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur fyrir forsetakosningarnar. „Tik-tokið er ótrúlegt!“ segir Össur og bætir við: „Verulega óþægilegt.“

Samflokksmaður Össurar, sem var þingmaður Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili, rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson, lýsir sömuleiðis undrun. „Ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig hann hrindir konunni sem þeim mæta, bara si svona.“

„Ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig hann hrindir konunni sem þeim mæta, bara si svona“

Aðrir hafa bent á að myndbandið sé í raun í þeim stíl sem tíðkast á TikTok. Almennt birtist ákveðinn léttleiki í þeim myndböndum sem Halla birti í aðdraganda kosninga. Sjálf hefur hún talað um að gleði og hugrekki hafi einkennt framboðið og það hafi skilað sér. 

Náði unga fólkinu með sér 

Samkvæmt könnun Maskínu sem birt var daginn eftir kjördag skar Halla sig úr í stuðningi ungs fólks. Halla mældist með 36,7% stuðning hjá fólki á aldrinum 18 til 29 ára, en Katrín Jakobsdóttir komst næst með aðeins 15,3% stuðning hjá sama aldurshópi. 

Út frá tekjuhópum mældist Halla hins vegar með mestan stuðning meðal þeirra sem höfðu hæstar tekjur, en þar komst Katrín nærri.

Þegar horft var til stuðnings til stjórnmálaflokka naut Halla mests stuðnings þeirra sem eru hægra megin í stjórnmálum, stuðningsfólks Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og svo Framsóknarflokks.

Lýsti áhyggjum af neikvæðri orðræðu 

Í kosningabaráttunni lýsti Halla áhyggjum af því að orðræðan í samfélaginu bendi til þess að fólki líði illa. „Ég hef sérstaklega áhyggjur að ef unga fólkinu okkar líður ekki vel þá held ég að engu okkar geti liðið vel,“ sagði hún meðal annars í viðtali við Heimildina. 

Sem forseti geti hún haft jákvæð áhrif þar á. „Ég vil að andleg og samfélagsleg heilsa þjóðarinnar sé góð og ég vona að ég eigi eftir að geta lagt mitt af mörkum, með mörgum öðrum, á hönd á plóg svo að svo verði,“ sagði hún til að mynda í viðtali við Vísi í gær. Ungt fólk væri sérstaklega orðið þreytt á skautun í samfélaginu.  

Sigraði með yfirburðum

Halla Tómasdóttir var kjörin forseti með yfirburðum um helgina, þrátt fyrir að Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði verið spáð sigri fram á síðustu stundu. Hún tekur formlega við embættinu af Guðna Th. Jóhannessyni í ágúst.

Kjósa
72
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Frekja og hroki.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hér má sjá hvernig útgerðin reyndi að koma Davíð Oddssyni á Bessastaði 2016

    https://www.rikisend.is/skyrslur/nanar?id=287

    Fróðlegt verður að sjá uppgjör Katrínar Jakobsdóttur 2024
    2
  • ÁÁÞ
    Ágúst Á. Þórhallsson skrifaði
    Mjög ósmekklegt, hrokafullt og kvenfyrilitlegt myndband. 🫣
    8
  • Guðný Bjarnadóttir skrifaði
    Skelfileg viðhorf koma þarna fram, hroki dýrkun á þeim sem eiga flottan bíl, kvenfyrirlitning. Halla heppin að þetta komst ekki í hámæli fyrir kosningar. Ætlar hún að svara fyrir þetta? Mér líður illa að sjá þetta.
    9
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Ógeðslegt hvernig hann lemur í konuna. Halla Tómasdóttir, sem sendir svona myndband frá sér er ekki forseti minn!
    7
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Viðskiptaráðið sigraði hægri ríkisstjórn!
    3
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Hægri öflin sigruðu þrátt fyrir óvinsælustu stjórn og óvinsælasta forsætisráðherra hægri manna á Íslandi. Hvernig stendur á þessu? Eru íslendingar svona ruglaðir? Það hlýtur að vera. Er einhver sem getur skýrt út þessi undarlegheit?
    6
  • Kári Jónsson skrifaði
    NKL þetta er veruleikinn í samfélaginu okkar, við höfum flest HUNSAÐ þetta, myndbandið afhjúpaði þennan ógeðfellda veruleika. Tek fram að ég kaus annan frambjóðanda.
    7
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Þetta myndband vekur óhug og sýnir þá hugmynd útrásarvíkinganna um og eftir 2000 "hér kem ég og allir skulu víkja". Þessi hugmynd endaði í hruninu 2008 og 2009. Halla ætti að biðja allt landsfólk afsökunar á þessu skammarlega myndbandi.
    19
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Er þetta hluti af nýu útfærsluni á kapitalisma sem háttvirtur forseti talaði um
    10
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Minnir óþægilega á þátt úr Útrás.
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu