Þetta greiddu frambjóðendur til forseta fyrir hvert atkvæði

Nú hef­ur rekstr­ar­reikn­ing­um ver­ið skil­að fyr­ir öll for­setafram­boð­in, að fram­boði Stein­unn­ar Ólínu Þor­steins­dótt­ur und­an­skildu. Heim­ild­in tók sam­an hve mikl­um fjár­mun­um hver fram­bjóð­andi eyddi í heild­ina og úr eig­in vasa og bar það sam­an við at­kvæða­fjölda.

Þetta greiddu frambjóðendur til forseta fyrir hvert atkvæði
Frambjóðendur Tólf manns buðu sig fram til forseta í vor. Mynd: Samsett / Golli

Þegar reikningsskilin úr framboðum til forseta eru skoðuð má loks sjá hver þeirra kostuðu mest og hver minnst. Sé þetta borið saman við fjölda greiddra atkvæða kemur í ljós nokkuð athygliverð tölfræði – nefnilega hvað hver forsetaframbjóðandi greiddi fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. 

KostnaðurEiríkur Ingi eyddi minnstu en Katrín Jakobsdóttir langmestu.

Þess er þó vert að geta að tölurnar eru ekki alnákvæmar fyrir þrjú framboðanna. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur ekki skilað sínum reikningsskilum enn. Þá þurftu Viktor Traustason og Eiríkur Ingi Jóhannesson ekki að gera grein fyrir reikningum sínum vegna þess að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður framboða þeirra fór yfir 550 þúsund krónur. 

Hægt er að taka reikningsskilin saman nú vegna þess að skil Baldurs Þórhallssonar voru samþykkt og birt fyrr í dag.

Eiríks framboð ódýrast en Katrínar dýrast

Frambjóðendur höfðu úr gríðarlega mismiklum fjármunum að moða í kosningabaráttum sínum.

Ódýrasta framboðið var framboð Eiríks Inga Jóhannssonar, sem kostaði 66 þúsund krónur. Langdýrasta framboðið var Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Kostnaðurinn við það var 57,3 milljónir.

Næstdýrast var framboð framboð Höllu Hrundar Logadóttur, fyrrverandi orkumálastjóra, sem kostaði 27,4 milljónir. Útgjöld Höllu Hrundar var þó talsvert nær þriðja dýrasta framboðinu, sem var 26 milljóna framboð nöfnu hennar Tómasdóttur, en því dýrasta.

AtkvæðiHvert atkvæði kostaði mjög mismikið eftir frambjóðendum.

Framboðið sem eyddi minnstum fjármunum í hvert atkvæði var framboð Viktors Traustasonar, en hann áætlaði á sínum tíma að kostnaðurinn við framboðið væri um 80 þúsund krónur. Það gera 204 krónur fyrir hvert atkvæði þegar upp er staðið.

Næstminnst greiddi forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fyrir hvert atkvæði sem hún hlaut. Það er ef til vill ekki að undra – Halla var afgerandi sigurvegari kosninganna og hlaut rúm 73 þúsund atkvæði í júní. Fyrir hvert þeirra greiddi framboðið 355 krónur.

Sjálf reiddi Halla fram rúmar þrjár og hálfa milljón úr eigin vasa til framboðsins. Það mætti því segja að hún hafi persónulega greitt 48 krónur fyrir hvert atkvæði.

Helga og Arnar Þór greiddu mest úr eigin vasa

Langmestu eyddi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í hvert atkvæði. Hún greiddi tæp 65 þúsund fyrir hvert þeirra. Framboð hennar kostaði 17,7 milljónir, þar af voru tæpar 17 úr eigin vasa. Hún hlaut 275 atkvæði í heildina.

Á eftir Helgu greiddi Arnar Þór Jónsson mestu úr eigin vasa í heildina, eða tæpum 10,3 milljónum. Hann greiddi 2.353 krónur fyrir hvert atkvæði, en úr eigin vasa 946 krónur fyrir hvert þeirra.

Eigin framlögFólk greiddi mismikið úr eigin vasa til kosningabaráttunnar.

Jón Gnarr og Ásdís Rán Gunnarsdóttir lögðu ekkert fjármagn til framboða sinna. Þau greiddu því hlutfallslega minnst úr eigin vasa, eða nákvæmlega ekki neitt. Heildarkostnaður framboða fyrir hvert atkvæði var þó hærra hjá Ásdísi, eða um 1.963 krónur. Hjá Jóni var upphæðin 492 krónur.

Athygli vekur að gamli stjórnmálaflokkur Jóns, Björt framtíð í Reykjavík, lét 400 þúsund krónur renna til framboðs hans. Björt framtíð var að hluta stofnuð af meðlimum Besta flokksins, þar á meðal Jóns. Hann yfirgaf þó Bjarta framtíð árið 2017.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, greiddi tæpar fimm milljónir sjálfur til framboðsins. Þess er þó vert að geta að fyrirtækið Hellarnir við Hellu sem er í 25% eigu hans sjálfs, styrkti framboðið um 400 þúsund krónur. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er auðvitað mikilvægt að skoða hvaðan peningarir koma því flestir frambjóðendur eru að miklu leiti fulltrúar ákveðinna hagsmuna aðila.

    Þá er mikilvægt að átta sig á þeirri staðreynd að hagsmunasamtök og aðilar að þeim hafa til þessa styrkt ákveðin pólitísk framboð sem forsetaframboð er svo sannarlega. Það er einnig ljóst að verulegir styrkir fara leynt, þ.e.a.s. svartir fjármunir sem fara eftir leyndum leiðum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu