Bein lýsing frá Alþingi - Hart skotið í allar áttir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu og fulltrúar allra flokka taka þátt í umræðum sem marka upphaf þingvetrar. Heimildin er á vaktinni.
ViðtalSalan á Íslandsbanka
4
Jón Guðni Ómarsson: „Ég biðst afsökunar“
Nýr bankastjóri Íslandsbanka segir bankann hafa gert mistök með því að girða ekki fyrir að starfsmenn bankans gætu sjálfir keypt í honum. Jón Guðni Ómarsson segir bankann sömuleiðis hafa gert mistök með viðbrögðum sínum eftir að sátt hans við Fjármálaeftirlitið varð opinber, í stað þess að sýna auðmýkt hafi bankinn farið í vörn. „Ég skil hana mjög vel,“ segir Jón Guðni aðspurður um hvort hann skilji reiði fólks í garð bankans.
Aðsent
Jóhann Hauksson
Þetta voru bara vinir mínir!
Valdaferill írska stjórnmálaflokksins Fianna Fáil minnir um margt á Sjálfstæðisflokkinn sem haldið hefur um stjórnartaumana 75 prósent tímans frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Fianna Fáil sat við völd í Írlandi í 61 ár og á þeim tíma gróf kunningjaveldi og klíkuskapur um sig.
FréttirLindarhvoll
6
Ríkisendurskoðandi: „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir dreifingu greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurkoðanda með Lindarhvoli, vera lögbrot. Greinargerðin hafi ekkert erindi átt út úr húsi Ríkisendurskoðunar. Þá hafi Sigurður alls ekki haft fullar heimildir ríkisendurskoðanda í störfum sínum, ólíkt því sem haldið hafi verið fram.
FréttirLindarhvoll
2
Sigurður Þórðarson: „Vegið alvarlega að starfsheiðri mínum“
Settur ríkisendurskoðandi vegna Lindarhvols, Sigurður Þórðarson, gerði margar og harðorðar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar í bréfi sem hann sendi Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í febrúar 2021. Sagði hann meðal annars að Ríkisendurskoðun rangtúlkaði bæði gögn um virðisaukningu stöðugleikaeigna, sem og skrif hans sjálfs um stjórnskipulag félagsins.
Fréttir
Margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar sjá um 63 prósent hitaveitna hér á landi fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni. Hjá stórum hluta þeirra er sú eftirspurn tengd auknu magni vatns til húshitunar en einnig vegna stórnotenda eða iðnaðar.
Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að sögusagnir af meintri hegðun og atferli flóttafólks í Reykjanesbæ séu notaðar til að skauta samfélagið í „við og þau“.
Fréttir
Segir ríkisstjórnina sitja og stara „út í tómið“
Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddu efnahagsmál á Alþingi í dag. Hin fyrrnefnda spurði ráðherrann hvort sjá mætti fram á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Katrín vísaði því á bug að ekkert væri gert í því efnahagsástandi sem nú ríkir.
Fréttir
Refsistefna ekki rétta leiðin
Forsætisráðherra segir að refsistefna sé ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. „Við teljum eðlilegt að við tökum á þessum málum með öðrum hætti en við erum líka meðvituð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þingflokksformaður Pírata spurði ráðherrann á þingi í dag hvort ekki væri heiðarlegast að „hætta þessum fyrirslætti og viðurkenna einfaldlega“ að þessi ríkisstjórn muni aldrei afglæpavæða vörslu neysluskammta vímuefna.
Fréttir
Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann
Orsök fíknar er ekki efnið heldur erfiðleikarnir, segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Heilbrigðisráðherra tekur undir og segir þörf á fjölbreyttum úrræðum og að afglæpavæðing kunni að vera eitt af þeim. „Við þurfum að horfa á þetta í heild sinni,“ segir hann.
Fréttir
1
„Heimsmet í afturhaldssemi og popúlisma“
Hanna Katrín Friðriksson er ósammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og mótmælir málflutningi hans varðandi viðbrögð stjórnvalda við fíkniefnafaraldri og vandamálum sem honum fylgir. Hún segir að varast verði að leysa flókin vandamál með töfralausnum. „Við vitum öll að lausnin felst ekki í því að fylla fangelsin af ungmennum sem hafa villst af leið eða veiku fólki sem hefur sjúkdóms síns vegna horfið á vit ískaldra undirheima.“
Fréttir
„Lítið að frétta og því fátt um svör“
Enn bólar ekkert á ráðherraskiptum í dómsmálaráðuneytinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, segir að lítið sé að frétta varðandi þetta mál og fátt um svör. Formaður flokksins gefur ekki færi á sér og svarar ekki fyrirspurnum um málið.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.