Sjöunda orrustan um Kharkiv í uppsiglingu? Hroðaleg mistök Stalíns — en hvernig fer fyrir Pútin?

Rúss­ar hafa haf­ið sókn í átt til borg­ar­inn­ar Kharkiv í Úkraínu. Alls óvíst er hvort bar­ist verði um borg­ina, en það verð­ur þá langt frá því fyrsta orr­ust­an um borg­ina.

Sjöunda orrustan um Kharkiv í uppsiglingu? Hroðaleg mistök Stalíns — en hvernig fer fyrir Pútin?
Stalín bar persónulega ábyrgð á ósigri Rauða hersins í 2. orrustunni við Kharkiv vorið 1942. Hundruð þúsunda Sovétmanna urðu þá stríðsfangar Þjóðverja og nær engir þeirra lifðu a. Háðulegur ósigur Rauða hersins í þessari orrustu gerði Þjóðverjum m.a. kleift að ná alla leið til Kákasus og Stalíngrad síðar á árinu. Eigi að síður trúa margir Rússar því enn að Stalín hafi verið mikill herstjóri sem hafi persónulega bjargað Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Vladimír Pútin ýtir nú mjög markvisst og meðvitað undir þá þá goðsögn.

Rússar virðast nú vera að hefja sókn í átt að úkraínsku borginni Kharkiv. Ef þar brýst út allsherjar orrusta er það sannarlega ekki í fyrsta sinn sem barist er í eða við Kharkiv síðustu öldina. Það verður þá sjöunda orrustan um þessa merkilegu borg.

Kharkiv er næst fjölmennasta borg Úkraínu með tæpa eina og hálfa milljón íbúa. Það hefði því í sjálfu sér mikið gildi fyrir Rússa að ná borginni, en að auki hefur hún mikið „strategískt gildi“ sem er kannski ekki augljóst þar sem hún virðist standa bara á tiltölulega tíðindalítilli sléttu.

Að vissu leyti má hins vegar líta á hana sem lykil að hinu mikla iðnaðarhéraði Úkraínu, Donbas sem er töluvert í austur- eða suðausturátt. Þar eru margar borgir og bæir sem eru afar eftirsóknarverðar fyrir innrásarheri en einmitt þéttleiki byggðarinnar — þar sem eru borgir eins og Donetsk — veldur því að innrásarherir eiga frekar óhægt um vik; það er víða hægt að verjast.

Með því að ná Kharkiv má hins vegar annaðhvort stefna inn á Donbas-svæðið úr norðvestri eða hreinlega fara framhjá Donbas og leitast við að umkringja svæðið og knýja verjendur þar til uppgjafar.

Í síðari heimsstyrjöldinni var fjórum sinnum barist um borgina.

Þegar innrás Þjóðverja í Sovétríkin hófst seint í júní 1941 var Kharkiv sjálf raunar mjög mikilvæg iðnaðarborg, þótt hún standi utan hins eiginlega Donbas-svæðis. Þar var til dæmis ein mikilvægasta skriðdrekaverksmiðja Rauða hersins. Strax og Sovétmenn áttuðu sig á að þeir myndu í bili að minnsta kosti tapa miklum landsvæðum hófust þeir handa að taka niður allar verksmiðjur sínar sem hætta var á að Þjóðverjar gætu náð og flytja þær langt austur til Úralfjalla.

Rússar höfðu náð stórum hluta Donbas-héraðs 2014 með hjálp leppa sinna í Úkraínuen í febrúar 2022 hugðust þeir ljúka hernámi héraðsins. Til þess vildu þeir slá hring um héraðið með því að hernema bæði Kharkiv og Mariupol. Þeir náðu seinni borginni en ekki þeirri fyrri. Borgin Volgograd sem hér sést austur við Volgu er hin gamla Stalíngrad.

Þar á meðal var unnið hörðum höndum að því að taka niður allar verksmiðjur í Kharkiv. Þýsku hersveitirnar höfðu svo mikið að gera fyrstu mánuðina að það var ekki fyrr en töluvert var komið fram á haust að þær voru mættar að útjaðri borgarinnar.

Fyrsta orrustan um Kharkiv 1941

Hersveitir úr 6. hernum þýska, þá undir stjórn hins illræmda Walters von Reichenaus hershöfðingja, réðust að borginni 20. október og unnu hana eftir nokkurra daga bardaga. Þar eð Sovétmönnum hafði þá tekist að flytja burt flestar verksmiðjur og voru á undanhaldi á öðrum vígstöðvum þær vikurnar, þá lögðu þeir ekki mikla áherslu á að halda Kharkiv í þetta sinn og hörfuðu fljótlega undan Þjóðverjum. Manntjón í þessari orrustu var því fremur lítið.

Eftir að hafa náð Kharkiv beindu Þjóðverjar svo spjótum sínum að Donbas og náðu svæðinu tiltölulega greiðlega. Þeir hófust svo handa um að drepa Gyðinga í Kharkiv, sem voru margir, og síðan alla þá sem þeir grunuðu um andspyrnu við sig.

Þar á meðal fóru þeir fljótlega að drepa úkraínska þjóðernissinna í hrönnum, svo það sé nú sagt. Sumir þjóðernissinnar höfðu alið með sér vonir um að Þjóðverjar myndu hjálpa þeim til sjálfstæðis undan Rússum en vöknuðu brátt upp við vondan draum um að sú var aldeilis ekki ætlan Hitlers og kóna hans.

Önnur orrustan um Kharkiv 1942

Veturinn 1941-1942 gerðist margt. Þjóðverjum mistókst illilega það ætlunarverk sitt að slá Rauða herinn með einu ógurlegu höggi 1941. Um miðjan desember stöðvaðist sókn þýska hersins í útjaðri Moskvu og Rauði herinn sneri vörn í sókn um stund. Er kom fram á 1942 voru báðir herirnar örmagna og hlé varð á bardögum um stund.

En rétt eins og Hitler hafði vanmetið Rauða herinn mjög illa þegar hann fyrirskipaði Barbarossa-innrásina 1941, þá vanmat Stalín nú þýska herinn álíka illa. Hann var sannfærður um að Þjóðverjar hefðu ekki mikið meira þrek til bardaga og því væri ráð að blása þegar til sóknar.

Og Stalín ákvað sjálfur að ráðast til atlögu við Kharkiv, ekki fyrst og fremst til að ná borginni, heldur til að rjúfa samband hennar við Donbas — sem og, reyndar, til að trufla þau áform Hitlers um nýja sókn til Moskvu sem Stalín var ranglega sannfærður um að væru í pípunum.

Hershöfðingjar Stalín, þar á meðal Georgi Zhukov, vöruðu eindregið við þessari fyrirætlun. Þeir vissu vel að þó Rauða hernum hefði tekist að stöðva fyrsta högg Hitlers ættu Þjóðverjar enn margt upp í erminni og ekki ráð að flana að neinu.

Stalín varð hins vegar ekki þokað og illa undirbúin og illa ígrunduð sókn illa undirbúinna nýliða hófst nálægt Kharkiv 12. maí 1942. Skemmst er frá því að segja að Rauði herinn fór þarna einhverjar verstu hrakfarir sínar í stríðinu.

Stalínvar mjög í mun að búa til goðsögn um sig sem mikinn herstjóra og hugsuð.

Þótt hann væri helmingi liðfleiri en þýski herinn á svæðinu — hefði 765.000 manns gegn 350.000 — og hefði þrisvar sinnum fleiri skriðdreka, helmingi fleiri flugvélar og svo framvegis, þá misstu Sovétmenn þarna ógrynni liðs (200.000-400.000, þar af margir teknir höndum) og gífurlegt magn hergagna en Þjóðverjar misstu „aðeins“ 20.000 manns.

Frumkvæðið á austurvígstöðvunum, sem hafði verið komið í hendur Rauða hersins, glataðist líka og Rauði herinn varð að láta sér lynda að bíða átekta uns Þjóðverjar hæfu sína sumarsókn.

Bæði Zhukov og Nikita Krustjov eftirmaður Stalíns fullyrtu síðar að sökin á þessum skelfingum væri nær eingöngu Stalíns. Krustjov, sem var pólitískur kommissar á vígstöðvunum í Úkraínu, notaði aðra orrustuna við Kharkiv jafnan til þess að benda á að lítið sem ekkert væri hæft í þeirri þjóðsögu, sem Stalín náði þó að koma á kreik, að það hefði verið persónuleg þrautseigja hans og herfræðisnilld sem bjargaði Sovétríkjunum úr klóm Hitlers.

Eftir því sem endurreisn Stalíns í Rússlandi hefur fleytt fram hefur þó æ minna verið talað um skelfileg mistök hans við Kharkiv 1942.

Og ekkert núorðið.

Enda ýtir Pútin núverandi forseti markvisst undir goðsögnina um hernaðarsnilld Stalíns, bersýnilega í þeim tilgangi að honum sjálfum verði síðan jafnað við Stalín.

Þriðja orrustan við Kharkiv 1943

Sumarsókn Þjóðverja 1942 var ekki í átt að Moskvu, eins og Stalín hafði verið sannfærður um, heldur var stefnt til Kákasus-fjalla og síðan Stalíngrad. Orrustan um þá frægu borg stóð allt fram til febrúar 1943 þegar leifar þýska 6. hersins gafst upp í borginni en gagnsókn Rauða hersins hafði þá náð stórum svæðum til baka, alla leið inn í Úkraínu.

Erich von Mansteinþótti vera einn hæfasti hershöfðingi þýska hersins. Hann bæði vann og tapaði Kharkiv.

Þýski hershöfðinginn Manstein hörfaði þá frá Kharkiv snemma í febrúar og Rauði herinn náði borginni baráttulaust, Hitler til mikillar gremju.

Hann skipaði Manstein þegar að ná borginni að nýju. Manstein varð að hlýða því. Gagnsókn hans hófst 19. febrúar. Framvarðasveitir Rauða hersins voru þá orðnar örþreyttar eftir daglega bardaga mánuðum saman en Þjóðverjar tefldu fram tveim mjög öflugum SS-skriðhersveitum sem nýkomnar voru frá Frakklandi, Das Reich og Leibstandarte Adolf Hitler. 

Jafnframt beittu Þjóðverjar því öflugasta liði sem flugherinn Luftwaffe gat þá teflt fram.

Rauði herinn tapaði nú Kharkiv að nýju þegar komið var fram í mars. Þá hafði verið barist hús úr húsi í borginni í nokkra daga. Talið er að Sovétmenn hafi misst í orrustunni 85.000 manns en Þjóðverjar 4.500 — og eru þá taldir saman dánir, særðir og týndir.

Fjórða orrustan um Kharkiv 1943

 Þrátt fyrir þennan góða árangur við Kharkiv í mars mátti öllum nú vera ljóst að sigurlíkur Þjóðverja á austurvígstöðvunum voru að nær engu orðnar. Hitler og herstjórar hans lokuðu hins vegar augunum fyrir þessu og eftir vandlegan undirbúning hófu þeir sumarsóknina 1943 í átt að borginni Kursk 150 kílómetrum fyrir norðan Kharkiv.

Ivan Konevþurfti ekki að spara mannskapinn þegar kom að orrustum.

Þeir tefldu fram nærri milljón hermönnum í júlí en Rauði herinn hratt sókn þeirra léttilega og í byrjun ágúst hófst gagnsókn Rauða hersins í átt að Kharkiv.

Sókninni stýrði Ivan Konev og tölur tala sínu máli um hvernig ástandið á austurvígstöðvunum var orðið.

Konev tefldi fram rúmlega 1,1 milljón manna og hafði 2.400 skriðdreka en Manstein varðist með 200.000 manns og 237 skriðdrekum.

Eins og títt er um rússneska herforingja, bæði fyrr og síðar, þá lét Konev mannfall í eigin röðum sig litlu skipta og eftir orrustuna hafði hann misst allt að 70.000 manns en Manstein hafði misst um 10.000.

En Þjóðverjar höfðu hins vegar verið hraktir á flótta og höfðu glatað stórum landsvæðum, þar á meðal Kharkiv sem féll 23. ágúst 1943.

Aldrei framar komust Þjóðverjar nálægt Kharkiv og Ivan Konev endaði sem sigurvegari í Berlín í apríl 1945.

Fimmta orrustan um Kharkiv 2022

Um leið og stríð Pútins gegn Úkraínu hófst 24. febrúar var ljóst að Kharkiv var einn helsta takmark hersveita hans. 20.000 manna lið stefndi beint til borgarinnar og Rússar bjuggust fastlega við að taka hana á tveimur, þremur dögum.

Oleksandr Syrskyistýrði vörnum Kharkiv á útmánuðum 2022 og síðan gagnsókn Úkraínumanna um haustið. Hann er nú yfirmaður alls herafla Úkraínu.

En við Kharkiv eins og annars staðar í Úkraínu kom hörð mótspyrna heimamanna Rússum í opna skjöldu. Þótt fremstu hersveitir Rússa hafi náð alla leið inn í borgina voru þær brátt hraktar á brott þaðan og urðu að taka sér stöðu í útbæjum. Þaðan héldu Rússar svo upp gríðarlegum stórskota- og eldflaugaárásum á Kharkiv, ekki síst íbúðahverfi.

Í byrjun maí hófu Úkraínumenn svo gagnsókn og hröktu Rússa lengra frá borginni eða í allt að 40 kílómetra fjarlægð.

Sjötta orrustan um Kharkiv 2022

Þann 6. september sama ár hófst svo önnur gagnsókn Úkraínumanna við Kharkiv og stóð tæpan mánuð. Sú sókn gekk einfaldlega mjög vel upp hjá Úkraínumönnum og Rússar hröktust töluvert langt til baka frá borginni.

Nú er að sjá hvað gerist þegar enn virðist eiga að berjast um Kharkiv. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
5
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
2
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár