Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sjöunda orrustan um Kharkiv í uppsiglingu? Hroðaleg mistök Stalíns — en hvernig fer fyrir Pútin?

Rúss­ar hafa haf­ið sókn í átt til borg­ar­inn­ar Kharkiv í Úkraínu. Alls óvíst er hvort bar­ist verði um borg­ina, en það verð­ur þá langt frá því fyrsta orr­ust­an um borg­ina.

Sjöunda orrustan um Kharkiv í uppsiglingu? Hroðaleg mistök Stalíns — en hvernig fer fyrir Pútin?
Stalín bar persónulega ábyrgð á ósigri Rauða hersins í 2. orrustunni við Kharkiv vorið 1942. Hundruð þúsunda Sovétmanna urðu þá stríðsfangar Þjóðverja og nær engir þeirra lifðu a. Háðulegur ósigur Rauða hersins í þessari orrustu gerði Þjóðverjum m.a. kleift að ná alla leið til Kákasus og Stalíngrad síðar á árinu. Eigi að síður trúa margir Rússar því enn að Stalín hafi verið mikill herstjóri sem hafi persónulega bjargað Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Vladimír Pútin ýtir nú mjög markvisst og meðvitað undir þá þá goðsögn.

Rússar virðast nú vera að hefja sókn í átt að úkraínsku borginni Kharkiv. Ef þar brýst út allsherjar orrusta er það sannarlega ekki í fyrsta sinn sem barist er í eða við Kharkiv síðustu öldina. Það verður þá sjöunda orrustan um þessa merkilegu borg.

Kharkiv er næst fjölmennasta borg Úkraínu með tæpa eina og hálfa milljón íbúa. Það hefði því í sjálfu sér mikið gildi fyrir Rússa að ná borginni, en að auki hefur hún mikið „strategískt gildi“ sem er kannski ekki augljóst þar sem hún virðist standa bara á tiltölulega tíðindalítilli sléttu.

Að vissu leyti má hins vegar líta á hana sem lykil að hinu mikla iðnaðarhéraði Úkraínu, Donbas sem er töluvert í austur- eða suðausturátt. Þar eru margar borgir og bæir sem eru afar eftirsóknarverðar fyrir innrásarheri en einmitt þéttleiki byggðarinnar — þar sem eru borgir eins og Donetsk — veldur því að innrásarherir eiga frekar óhægt um vik; það er víða hægt að verjast.

Með því að ná Kharkiv má hins vegar annaðhvort stefna inn á Donbas-svæðið úr norðvestri eða hreinlega fara framhjá Donbas og leitast við að umkringja svæðið og knýja verjendur þar til uppgjafar.

Í síðari heimsstyrjöldinni var fjórum sinnum barist um borgina.

Þegar innrás Þjóðverja í Sovétríkin hófst seint í júní 1941 var Kharkiv sjálf raunar mjög mikilvæg iðnaðarborg, þótt hún standi utan hins eiginlega Donbas-svæðis. Þar var til dæmis ein mikilvægasta skriðdrekaverksmiðja Rauða hersins. Strax og Sovétmenn áttuðu sig á að þeir myndu í bili að minnsta kosti tapa miklum landsvæðum hófust þeir handa að taka niður allar verksmiðjur sínar sem hætta var á að Þjóðverjar gætu náð og flytja þær langt austur til Úralfjalla.

Rússar höfðu náð stórum hluta Donbas-héraðs 2014 með hjálp leppa sinna í Úkraínuen í febrúar 2022 hugðust þeir ljúka hernámi héraðsins. Til þess vildu þeir slá hring um héraðið með því að hernema bæði Kharkiv og Mariupol. Þeir náðu seinni borginni en ekki þeirri fyrri. Borgin Volgograd sem hér sést austur við Volgu er hin gamla Stalíngrad.

Þar á meðal var unnið hörðum höndum að því að taka niður allar verksmiðjur í Kharkiv. Þýsku hersveitirnar höfðu svo mikið að gera fyrstu mánuðina að það var ekki fyrr en töluvert var komið fram á haust að þær voru mættar að útjaðri borgarinnar.

Fyrsta orrustan um Kharkiv 1941

Hersveitir úr 6. hernum þýska, þá undir stjórn hins illræmda Walters von Reichenaus hershöfðingja, réðust að borginni 20. október og unnu hana eftir nokkurra daga bardaga. Þar eð Sovétmönnum hafði þá tekist að flytja burt flestar verksmiðjur og voru á undanhaldi á öðrum vígstöðvum þær vikurnar, þá lögðu þeir ekki mikla áherslu á að halda Kharkiv í þetta sinn og hörfuðu fljótlega undan Þjóðverjum. Manntjón í þessari orrustu var því fremur lítið.

Eftir að hafa náð Kharkiv beindu Þjóðverjar svo spjótum sínum að Donbas og náðu svæðinu tiltölulega greiðlega. Þeir hófust svo handa um að drepa Gyðinga í Kharkiv, sem voru margir, og síðan alla þá sem þeir grunuðu um andspyrnu við sig.

Þar á meðal fóru þeir fljótlega að drepa úkraínska þjóðernissinna í hrönnum, svo það sé nú sagt. Sumir þjóðernissinnar höfðu alið með sér vonir um að Þjóðverjar myndu hjálpa þeim til sjálfstæðis undan Rússum en vöknuðu brátt upp við vondan draum um að sú var aldeilis ekki ætlan Hitlers og kóna hans.

Önnur orrustan um Kharkiv 1942

Veturinn 1941-1942 gerðist margt. Þjóðverjum mistókst illilega það ætlunarverk sitt að slá Rauða herinn með einu ógurlegu höggi 1941. Um miðjan desember stöðvaðist sókn þýska hersins í útjaðri Moskvu og Rauði herinn sneri vörn í sókn um stund. Er kom fram á 1942 voru báðir herirnar örmagna og hlé varð á bardögum um stund.

En rétt eins og Hitler hafði vanmetið Rauða herinn mjög illa þegar hann fyrirskipaði Barbarossa-innrásina 1941, þá vanmat Stalín nú þýska herinn álíka illa. Hann var sannfærður um að Þjóðverjar hefðu ekki mikið meira þrek til bardaga og því væri ráð að blása þegar til sóknar.

Og Stalín ákvað sjálfur að ráðast til atlögu við Kharkiv, ekki fyrst og fremst til að ná borginni, heldur til að rjúfa samband hennar við Donbas — sem og, reyndar, til að trufla þau áform Hitlers um nýja sókn til Moskvu sem Stalín var ranglega sannfærður um að væru í pípunum.

Hershöfðingjar Stalín, þar á meðal Georgi Zhukov, vöruðu eindregið við þessari fyrirætlun. Þeir vissu vel að þó Rauða hernum hefði tekist að stöðva fyrsta högg Hitlers ættu Þjóðverjar enn margt upp í erminni og ekki ráð að flana að neinu.

Stalín varð hins vegar ekki þokað og illa undirbúin og illa ígrunduð sókn illa undirbúinna nýliða hófst nálægt Kharkiv 12. maí 1942. Skemmst er frá því að segja að Rauði herinn fór þarna einhverjar verstu hrakfarir sínar í stríðinu.

Stalínvar mjög í mun að búa til goðsögn um sig sem mikinn herstjóra og hugsuð.

Þótt hann væri helmingi liðfleiri en þýski herinn á svæðinu — hefði 765.000 manns gegn 350.000 — og hefði þrisvar sinnum fleiri skriðdreka, helmingi fleiri flugvélar og svo framvegis, þá misstu Sovétmenn þarna ógrynni liðs (200.000-400.000, þar af margir teknir höndum) og gífurlegt magn hergagna en Þjóðverjar misstu „aðeins“ 20.000 manns.

Frumkvæðið á austurvígstöðvunum, sem hafði verið komið í hendur Rauða hersins, glataðist líka og Rauði herinn varð að láta sér lynda að bíða átekta uns Þjóðverjar hæfu sína sumarsókn.

Bæði Zhukov og Nikita Krustjov eftirmaður Stalíns fullyrtu síðar að sökin á þessum skelfingum væri nær eingöngu Stalíns. Krustjov, sem var pólitískur kommissar á vígstöðvunum í Úkraínu, notaði aðra orrustuna við Kharkiv jafnan til þess að benda á að lítið sem ekkert væri hæft í þeirri þjóðsögu, sem Stalín náði þó að koma á kreik, að það hefði verið persónuleg þrautseigja hans og herfræðisnilld sem bjargaði Sovétríkjunum úr klóm Hitlers.

Eftir því sem endurreisn Stalíns í Rússlandi hefur fleytt fram hefur þó æ minna verið talað um skelfileg mistök hans við Kharkiv 1942.

Og ekkert núorðið.

Enda ýtir Pútin núverandi forseti markvisst undir goðsögnina um hernaðarsnilld Stalíns, bersýnilega í þeim tilgangi að honum sjálfum verði síðan jafnað við Stalín.

Þriðja orrustan við Kharkiv 1943

Sumarsókn Þjóðverja 1942 var ekki í átt að Moskvu, eins og Stalín hafði verið sannfærður um, heldur var stefnt til Kákasus-fjalla og síðan Stalíngrad. Orrustan um þá frægu borg stóð allt fram til febrúar 1943 þegar leifar þýska 6. hersins gafst upp í borginni en gagnsókn Rauða hersins hafði þá náð stórum svæðum til baka, alla leið inn í Úkraínu.

Erich von Mansteinþótti vera einn hæfasti hershöfðingi þýska hersins. Hann bæði vann og tapaði Kharkiv.

Þýski hershöfðinginn Manstein hörfaði þá frá Kharkiv snemma í febrúar og Rauði herinn náði borginni baráttulaust, Hitler til mikillar gremju.

Hann skipaði Manstein þegar að ná borginni að nýju. Manstein varð að hlýða því. Gagnsókn hans hófst 19. febrúar. Framvarðasveitir Rauða hersins voru þá orðnar örþreyttar eftir daglega bardaga mánuðum saman en Þjóðverjar tefldu fram tveim mjög öflugum SS-skriðhersveitum sem nýkomnar voru frá Frakklandi, Das Reich og Leibstandarte Adolf Hitler. 

Jafnframt beittu Þjóðverjar því öflugasta liði sem flugherinn Luftwaffe gat þá teflt fram.

Rauði herinn tapaði nú Kharkiv að nýju þegar komið var fram í mars. Þá hafði verið barist hús úr húsi í borginni í nokkra daga. Talið er að Sovétmenn hafi misst í orrustunni 85.000 manns en Þjóðverjar 4.500 — og eru þá taldir saman dánir, særðir og týndir.

Fjórða orrustan um Kharkiv 1943

 Þrátt fyrir þennan góða árangur við Kharkiv í mars mátti öllum nú vera ljóst að sigurlíkur Þjóðverja á austurvígstöðvunum voru að nær engu orðnar. Hitler og herstjórar hans lokuðu hins vegar augunum fyrir þessu og eftir vandlegan undirbúning hófu þeir sumarsóknina 1943 í átt að borginni Kursk 150 kílómetrum fyrir norðan Kharkiv.

Ivan Konevþurfti ekki að spara mannskapinn þegar kom að orrustum.

Þeir tefldu fram nærri milljón hermönnum í júlí en Rauði herinn hratt sókn þeirra léttilega og í byrjun ágúst hófst gagnsókn Rauða hersins í átt að Kharkiv.

Sókninni stýrði Ivan Konev og tölur tala sínu máli um hvernig ástandið á austurvígstöðvunum var orðið.

Konev tefldi fram rúmlega 1,1 milljón manna og hafði 2.400 skriðdreka en Manstein varðist með 200.000 manns og 237 skriðdrekum.

Eins og títt er um rússneska herforingja, bæði fyrr og síðar, þá lét Konev mannfall í eigin röðum sig litlu skipta og eftir orrustuna hafði hann misst allt að 70.000 manns en Manstein hafði misst um 10.000.

En Þjóðverjar höfðu hins vegar verið hraktir á flótta og höfðu glatað stórum landsvæðum, þar á meðal Kharkiv sem féll 23. ágúst 1943.

Aldrei framar komust Þjóðverjar nálægt Kharkiv og Ivan Konev endaði sem sigurvegari í Berlín í apríl 1945.

Fimmta orrustan um Kharkiv 2022

Um leið og stríð Pútins gegn Úkraínu hófst 24. febrúar var ljóst að Kharkiv var einn helsta takmark hersveita hans. 20.000 manna lið stefndi beint til borgarinnar og Rússar bjuggust fastlega við að taka hana á tveimur, þremur dögum.

Oleksandr Syrskyistýrði vörnum Kharkiv á útmánuðum 2022 og síðan gagnsókn Úkraínumanna um haustið. Hann er nú yfirmaður alls herafla Úkraínu.

En við Kharkiv eins og annars staðar í Úkraínu kom hörð mótspyrna heimamanna Rússum í opna skjöldu. Þótt fremstu hersveitir Rússa hafi náð alla leið inn í borgina voru þær brátt hraktar á brott þaðan og urðu að taka sér stöðu í útbæjum. Þaðan héldu Rússar svo upp gríðarlegum stórskota- og eldflaugaárásum á Kharkiv, ekki síst íbúðahverfi.

Í byrjun maí hófu Úkraínumenn svo gagnsókn og hröktu Rússa lengra frá borginni eða í allt að 40 kílómetra fjarlægð.

Sjötta orrustan um Kharkiv 2022

Þann 6. september sama ár hófst svo önnur gagnsókn Úkraínumanna við Kharkiv og stóð tæpan mánuð. Sú sókn gekk einfaldlega mjög vel upp hjá Úkraínumönnum og Rússar hröktust töluvert langt til baka frá borginni.

Nú er að sjá hvað gerist þegar enn virðist eiga að berjast um Kharkiv. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    „Enda ýtir Pútin núverandi forseti markvisst undir goðsögnina um hernaðarsnilld Stalíns, bersýnilega í þeim tilgangi að honum sjálfum verði síðan jafnað við Stalín.“

    Hvar hefur Pútín gert það? Þú nefnir ekkert dæmi. Það er líka ansi lýsandi að þú vísar ekki í neinar heimildir í þessari grein.

    Staðreyndin er sú að Pútín hefur sjálfur verið frekar gagnrýninn á Stalín, kennt honum og Lenín um að hafa skapað nútímaríkið Úkraínu, fyrir að hafa gefið Úkraínu allt sitt núverandi landsvæði (landsvæði sem hann telur eiga að tilheyra Rússlandi). Ég hef aldrei séð Pútín ýta undir gamla narratívið frá Stalín-tímabilinu um að Stalín hafi verið mikill hernaðarsnillingur. Það hefur ekki verið ríkjandi söguskoðun í Rússlandi og Sovétríkjunum ætíð síðan að Khrústsjov fordæmi Stalín í leyniræðunni 1956.

    Þú virðist ekki vita hvað þú ert að skrifa um Illugi. Þínar lýsingar á Pútín og Rússlandi eru ekki byggðar á staðreyndum, heldur einhverjum „boogeyman“ sem þú hefur kokkað upp í þínum eigin hugarheim, þar sem Pútín er einhverskonar arftaki Stalíns og dásamar hann. Vandamálið er bara að þessi draumsýn á sér enga stoð í raunveruleikanum. Hvar hefur Pútín dásamað Stalín? Hvað þá hans hæfileika sem meintur hernaðarsnillingur? Komdu með dæmi. En ástæðan fyrir því að þú vísar ekki í neitt dæmi í greininni er sú að slíkt dæmi er einfaldlega ekki til.

    Svo segirðu heldur ekki rétt frá þegar þú segir:

    „Bæði Zhukov og Nikita Krustjov eftirmaður Stalíns fullyrtu síðar að sökin á þessum skelfingum [2. Orrustan um Kharkov] væri nær eingöngu Stalíns.“

    Það var aðallega Krustjóv sem kenndi Stalín um 2. orrustuna um Kharkov, en það var m.a. vegna þess að Krustjóv var sjálfur einnig ábyrgur fyrir þessum hrakförum í Kharkov. Hann var yfirmaður kommúnistaflokksins í Úkraínu á þessum tíma, og hugmyndin að sókn Sovétmanna hjá Kharkov 1942 var upphaflega komin frá honum sjálfum og hershöfðingjanum Timoshenko. Eftir dauða Stalín kenndi Krustjóv Stalín alfarið um þessar hrakfarir, og reyndi þannig að koma sjálfum sér undan sök, þó hann sjálfur hefði verið nær ákvarðanatökunni á þessari víglínu.

    Þú segir jafnframt að Zhukov hafi einnig fullyrt að 2. orrustun um Kharkov hafi verið sök Stalíns. En þetta er mikil ofureinföldun hjá þér og ekki rétt. Zhukov kenndi vissulega Stalín um, en ekki bara honum, heldur einnig hinum herforingjunum sem komu að ákvarðanatökunni, einkum þeim sem voru viðstaddir við víglínuna, menn eins og sjálfur Krustjóv og Timoshenko.

    Þá er þetta ekki heiðarleg endursögn hjá þér á frásögn Zhukov í hans eftirminningum (enda vísarðu ekki í neinar heimildir í þessari grein, við vitum ekki hvaðan þú færð þínar upplýsingar, hvort þú hafir raunverulega lesið og stuðst við eftirminningar Zhukov, eða hvort þú sért bara að endursegja eitthvað sem þú hefur lesið einhvers staðar á netinu). Þú vilt meina að Zhukov (ásamt Krustjov) hafi grafið undan „mýtunni“ að Stalín hafi verið mikill hernaðarsnillingur. En það gerði Zhukov einmitt ekki. Hann tók það sérstaklega fram í sínum eftirminningum að:

    „In directing of military struggle as a whole J. V. Stalin was aided by his natural intelligence, experience of political leadership, wealth of intituation and broad knowledge… Undoubtedly he was a worthy Supreme Commander… I tell you directly, he showed himself to be a superb organizer. And it would be unjust if we were not to give him his due in this manner.“

    Þetta voru orð Zhukov. Þetta stangast auðvitað á við það sem þú skrifar í þessari grein. Þú segir ekki rétt frá og kemur með mjög einhliða og frekar áróðurskennda frásögn, þar sem Pútín og Stalín eru vondu karlarnir og rót alls ills, allt slæmt sem gerist í heiminum er sjálfkrafa þeim að kenna, og við verðum að demóníséra þá eins og við getum, láta þá líta eins illa út og mögulega hægt er. Þetta er svarthvít söguskoðun sem á meira skylt við lýsingar á vondum körlum í teiknimyndasögum heldur en við raunveruleikann.

    Reyndu einusinni að fara að vera hlutlausari í þinni nálgun á sögulegar staðreyndir.
    1
    • Tjörvi Schiöth skrifaði
      Leiðrétting:

      „In directing of military struggle as a whole J. V. Stalin was aided by his natural intelligence, experience of political leadership, wealth of *INTUITION* and broad knowledge… Undoubtedly he was a worthy Supreme Commander… I tell you directly, he showed himself to be a superb organizer. And it would be unjust if we were not to give him his due in this manner.“
      1
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    „Um leið og stríð Pútins gegn Úkraínu hófst 24. febrúar var ljóst að Kharkiv var einn helsta takmark hersveita hans. 20.000 manna lið stefndi beint til borgarinnar og Rússar bjuggust fastlega við að taka hana á tveimur, þremur dögum."

    Þessi fullyrðing hjá þér stangast á við grein The Economist:

    „With an estimated 48,000 troops ready, Russia does not have the forces for a major attack on Kharkiv city, Ukraine’s second biggest.“

    Hvaða færðu þá hugmynd að 20.000 hermenn séu nógu stórt stórt herlið til að hertaka 1,5 milljón manna borg? Svipað og 40.000 manna herlið að hertaka stærstu borg Úkraínu, Kíev, með 3 milljón íbúa?

    https://archive.md/PnFdz
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár