
Hver var Makbeð?
Í Borgarleikhúsinu er nú verið að sýna harmleik Shakespeares um Makbeð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leikstjóri sýningarinnar er einn efnilegasti leikstjóri Evrópu um þessar mundir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leikstjórar nútímans fara vitanlega sínum eigin höndum um efnivið Shakespeares en hvernig fór hann sjálfur með sinn efnivið, söguna um hinn raunverulega Mac Bethad mac Findlaích sem vissulega var konungur í Skotlandi?