Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Heil öld frá „aparéttarhöldunum“

Síðla í maí 1925 fóru fram rétt­ar­höld í Banda­ríkj­un­um sem marg­ir töldu að yrði punkt­ur­inn yf­ir i-ið í sigri vís­inda og skyn­sem­is­hyggju á þröng­sýni og trú­ar­remb­ingi

Heil öld frá „aparéttarhöldunum“
Clarence Darrow og William Jennings Bryan. Lögmaðurinn knái var 68 ára er þeir áttust við í réttarsalnum í Dayton en Bryan var 65 ára. Darrow lést 1938.

Verjandinn lagði frá sér pappírana sína. Hendurnar voru orðnar þvalar af hitanum í réttarsalnum þótt allir gluggar hefðu verið opnaðir upp á gátt. Hann vissi að hann þyrfti ekki meira á þessum pappírum að halda, með öllum sínum vandlega upprituðu ritningarstöðum úr Biblíunni – ekki meðan hann yfirheyrði það vitni sem nú stóð ergilegt fyrir framan hann í vitnastúkunni og þerraði í ákafa svitann af enni sér með blautum vasaklút.

Þetta var ekkert smáræðis vitni.

William Jennings Bryan hafði þrisvar boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna og þar af einu sinni virst líklegur til að ná kjöri í Hvíta húsið, þótt hann tapaði á endasprettinum. Og þó hann hefði ekki náð í Hvíta húsið var hann óumdeilanlega einn frægasti og virtasti stjórnmálamaður landsins.

En nú stóð hann þarna svitnandi í brennheitum réttarsal og fálmaði eftir skoðunum sínum meðan fólkið í salnum kímdi að honum.

Já, verjandinn vissi að í …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár