Sendur í heilaskönnun 2400 árum eftir fæðingu

Að næt­ur­lagi í lok apríl sl. var litl­um fólks­bíl ek­ið frá Sil­ke­borg á Jótlandi til Árósa, um 40 kíló­metra leið. Tveir far­þeg­ar voru í bíln­um, ann­ar á miðj­um aldri en hinn mun eldri, kom í heim­inn löngu fyr­ir Krists burð. Það var þó ein­ung­is höf­uð þess gamla sem var með í öku­ferð­inni.

Það var ekki mikið tilstand í kringum þessa ökuferð, engin lögreglufylgd og blá blikkandi ljós. Einungis tveir litlir fólksbílar, annar með höfuð „gamla mannsins“ og hinn bíllinn sem ók í humátt á eftir. Ökuferðin frá brottfararstaðnum, Minjasafninu í Silkeborg, til Háskólans í Árósum tók einungis um hálfa klukkustund. Þegar þangað var komið var höfuð „gamla mannsins“ flutt inn á rannsóknarstofu skólans. Vel og vandlega hafði verið búið um höfuðið í sérútbúnum málmkassa og um leið og hann hafði verið opnaður var höfuðið tekið upp. Því var svo komið fyrir í plastfötu sem var hæfilega víð til þess að höfuðið væri í stellingu eins og það sæti á höfði manns, hvirfillinn efst. Þetta var nauðsynlegt vegna verkefnisins sem var tilgangur ferðalagsins.

Ætíð nefndur Tollundmaðurinn

Þetta umrædda höfuð sem flutt var að næturþeli frá Silkeborg til Árósa er talið afar merkilegt enda er það um það bil 2400 ára gamalt og er, ásamt búknum, best varðveittu líkamsleifar manns sem til eru frá fornöld. Hann gengur undir nafninu Tollundmaðurinn af þeirri einföldu ástæðu að svæðið þar sem hann fannst heitir Tollund og er skammt vestan við Silkeborg á Mið-Jótlandi.

Merkur fundurTollund-maðurinn skömmu eftir að hann fannst í mýrlendinu árið 1950.

Svæðið er mýrlent og þar hafði öldum saman verið tekinn mór til kyndingar. 6. maí árið 1950 voru nokkrir bændur við mótekju og komu þá niður á líkamsleifar sem virtust, við fyrstu sýn, ekki mjög gamlar. Morð var það fyrsta sem bændunum datt í hug og höfðu strax samband við lögreglu, sem kvaddi til sérfræðinga safnsins í Silkeborg. Sérfræðingarnir voru fljótir að átta sig á því að líkamsleifarnar væru mjög gamlar, eins og síðar kom í ljós. Ástæða þess að þær höfðu varðveist jafn vel og raun bar vitni var jarðvegurinn. 

Tollundmaðurinn var grafinn upp og aldursgreining leiddi í ljós að hann hefði dáið á árabilinu 405 -384 fyrir Krist. Þegar hann fannst var hann með leðurreim (lykkju) um hálsinn og það hefur þótt benda til að hann hafi verið hengdur. Talinn hafa verið 30–40 ára gamall, um 1,65 metri á hæð og fæturnir svara til skóstærðar 41, stutthærður og virðist hafa verið nýrakaður þegar hann var lagður í gröfina. Sérfræðingar telja hann hafa verið við góða heilsu þegar hann lést, en þó með vörtur á fótum. 

Einn merkasti gripur safnsins

Sérfræðingar Minjasafnsins í Silkeborg gerðu sér strax grein fyrir að þeir voru með einstæðan „grip“ í höndunum enda hefur Tollundmaðurinn verið eitt helsta aðdráttarafl safnsins þar sem hann hvílir í glerkistu. Upphaflega var mest áhersla lögð á varðveislu höfuðsins en hluti húðarinnar á fótum og handleggjum er gervileður (orðalag safnsins).

„Þótt freistingin hafi kannski verið mikil hefur engum dottið í hug að reyna að kíkja upp í hann“
Ole Nielsen,
safnstjóri í Minjasafninu í Silkeborg

Hefur áður farið í skannmyndatöku

Árið 2002 fór höfuð Tollundmannsins í sams konar ferðalag og í apríl síðastliðnum. Tilgangur ferðarinnar árið 2002, sem farin var í lögreglufylgd, var sá sami og nú, að skanna höfuðið. Á þeim 22 árum sem liðin eru frá fyrri myndatökunni hefur tækninni á þessu sviði fleygt mjög fram. Fyrir utan hvað allar myndir eru nú skýrari en þá er það einkum tvennt sem sérfræðingarnir í Silkeborg hafa sérstakan áhuga fyrir, annars vegar tennurnar og hins vegar augun.

HeilaskanniTollund-maðurinn hefur nú tvívegis farið í heilaskanna.

Tollundmaðurinn var með lokaðan munninn þegar hann fannst og „þótt freistingin hafi kannski verið mikil hefur engum dottið í hug að reyna að kíkja upp í hann,“ sagði Ole Nielsen safnstjóri. „Á nýju myndunum getum við séð tennurnar mjög nákvæmlega og þær segja margt um hvernig lífi hann hefur lifað. Hægra augað, sem er lokað, hefur varðveist mjög vel, sjóntaugin er ósködduð og sömuleiðis augasteinninn.“ 

Margt fleira telja sérfræðingarnir að myndatakan muni varpa ljósi á.

Vísindamenn vita dánarorsökina

Ole Nielsen safnstjóri nefndi í viðtali við danska útvarpið að hingað til hefði verið talið að Tollundmaðurinn hafi verið hengdur, sú ályktun hefði verið dregin af ólinni sem hann hafði (og hefur) um hálsinn. Nú vita vísindamenn dánarorsökina en vilja ekki greina frá henni. Það verður gert í sérstakri skýrslu sem sérfræðingar Háskólans í Árósum og Minjasafnsins í Silkeborg skrifa.

Af Tollundmanninum er það að segja að hann hvílir nú í glerkistu sinni á Minjasafninu í Silkeborg, með höfuðið á sínum stað.

Fékk kennitölu

Eins og margir vita þurfa allir Danir að hafa kennitölu, personnummer. Lengi vel hafði Tollundmaðurinn ekki kennitölu en árið 1987 var tekið fingrafar af þumalfingri hans og þá fékk hann kennitölu. Embættismennirnir í innanríkisráðuneytinu hafa kannski verið í vandræðum varðandi fæðingardag og ár og hafa brugðið á það ráð að nota 29. maí 1987 sem fæðingardag.

KennitalaTollund-maðurinn hefur fengið kennitölu og eru skilríki hans undirrituð með fingrafari.

Á persónuskilríkinu er gert ráð fyrir að eigandinn skrifi nafn sitt eigin hendi, þar hafa embættismennirnir ákveðið að láta fingrafarið duga. Á persónuskilríki skal tilgreina skírnarnafn og fjölskyldunafn, ásamt heimilisfangi. Embættismennirnir hafa ákveðið að eitt nafn myndi duga Hr. Tollund eins og stendur á skírteininu.

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
5
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
2
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár