„Mannvirkin munu því rísa og spaðarnir munu snúast“
Skýring

„Mann­virk­in munu því rísa og spað­arn­ir munu snú­ast“

For­svars­menn Há­blæs, sem hyggst reisa á ný vind­myll­ur í Þykkvabæ, hafa eft­ir „gár­ung­un­um“ að einu dauðu fugl­arn­ir á svæð­inu séu á grill­um bíla. Ein veiði­bjalla hafi mögu­lega flog­ið á vind­myll­urn­ar að sögn bónda sem vakt­aði fugla­líf­ið í hjá­verk­um. Há­blær seg­ir heim­ilisketti af­kasta­meiri fugla­dráp­ara en spaða vind­mylla. Ákvörð­un Skipu­lags­stofn­un­ar um að upp­setn­ing vind­myll­anna þurfi ekki í um­hverf­is­mat hef­ur ver­ið kærð.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.
Hvað segja fötin um þig?
Skýring

Hvað segja föt­in um þig?

Í klæða­burði felst yf­ir­lýs­ing, seg­ir fé­lags­fræð­ing­ur. Fólk á ferð um mið­bæ­inn greindi frá því hvaða þýð­ingu föt gegna í þeirra dag­lega lífi. Fata­hönn­uð­ur seg­ir áhrif auk­inn­ar um­hverfis­vit­und­ar áber­andi í heimi tísk­unn­ar.
Alþjóðasamvinna í kreppu
Skýring

Al­þjóða­sam­vinna í kreppu

Úkraínu­stríð­ið virð­ist hafa hrint af stað ákveð­inni sjálfs­skoð­un hjá Norð­ur­landa­þjóð­un­um hvað varð­ar stöðu þeirra í al­þjóð­legu sam­hengi, en varn­ar­mál eru í brenni­depli. Fræði­menn, stjórn­mála­menn og áhuga­fólk um al­þjóða­mál komu ný­lega sam­an á ráð­stefnu í HÍ til að ræða fram­tíð­ar­horf­ur í al­þjóða­sam­vinnu.
Um tvö þúsund manns útsett fyrir stjórnmálatengslum
Skýring

Um tvö þús­und manns út­sett fyr­ir stjórn­mála­tengsl­um

Fyr­ir­tæk­ið Keld­an hóf ný­lega að setja sam­an gagna­grunn um stjórn­mála­tengsl og sendi út hátt í tvö þús­und bréf til ein­stak­linga um fyr­ir­hug­aða skrán­ingu á list­ann. Fet­ar fyr­ir­tæk­ið þar með í fót­spor Cred­it­in­fo sem hóf vinnu við sam­bæri­leg­an gagna­grunn ár­ið 2020. Þau fyr­ir­tæki sem nota gagna­grunn­ana telj­ast með­ábyrg fyr­ir þeirri vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga sem á sér stað.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Leigumarkaðurinn hefur setið á hakanum
Skýring

Leigu­mark­að­ur­inn hef­ur set­ið á hak­an­um

Vísi­tala leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 6,5 pró­sent á sex mán­uð­um þrátt fyr­ir að hús­næð­isverð hafi á sama tíma stað­ið í stað. „Ég hef áhyggj­ur af því að þetta endi ekki vel fyr­ir leigj­end­ur,“ seg­ir Már Mixa hag­fræð­ing­ur.
„Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“
Skýring

„Er í lagi að við íbú­ar fórn­um okk­ar lífs­gæð­um vegna ímynd­ar­gjörn­ings Heidel­bergs?“

Svifryk og há­vaði. Þung um­ferð stórra flutn­inga­bíla og bygg­ing­ar sem yrðu 60 metr­ar á hæð, ann­að­hvort við þétt­býl­ið eða rétt ut­an þess. Íbú­ar og stofn­an­ir vilja ít­ar­legra mat á um­hverf­isáhrif­um möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn sem sementsris­inn Heidel­berg áform­ar.
Landsbankinn sagður hafa sýnt af sér vanrækslu og því tapaði hann Borgunarmálinu
Skýring

Lands­bank­inn sagð­ur hafa sýnt af sér van­rækslu og því tap­aði hann Borg­un­ar­mál­inu

Í byrj­un árs 2017 höfð­aði Lands­bank­inn mál á hend­ur hópn­um sem hann seldi 31,2 pró­sent hlut í Borg­un síðla árs 2014. Hann taldi kaup­end­urna hafa blekkt sig og hlunn­far­ið sem leitt hafi til þess að bank­inn varð af 1,9 millj­örð­um króna. Lands­bank­inn tap­aði mál­inu fyr­ir dóm­stól­um í síð­ustu viku.
Ein áhrifamesta kona í dönsku atvinnulífi hrökklast frá
Erlent

Ein áhrifa­mesta kona í dönsku at­vinnu­lífi hrökklast frá

Þeg­ar Lizette Ris­ga­ard var kjör­in fyrsti formað­ur danska al­þýðu­sam­bands­ins fyr­ir fjór­um ár­um þóttu það mik­il tíð­indi. Kona hafði ekki áð­ur gegnt svo háu embætti inn­an sam­taka launa­fólks. Nú hef­ur hún hrökklast úr for­manns­stóln­um.
Gamall Karl í nýju hlutverki
Skýring

Gam­all Karl í nýju hlut­verki

Erfitt efna­hags­ástand í Bretlandi og blóð­ug saga kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar hef­ur vald­ið spennu yf­ir kom­andi krýn­ingu Karls hins þriðja Breta­kon­ungs. Pró­fess­or í sagn­fræði seg­ir kon­ungs­dæm­ið til­heyra forn­um heimi.
Landsbankinn hagnaðist um 7,8 milljarða króna á þremur mánuðum
Skýring

Lands­bank­inn hagn­að­ist um 7,8 millj­arða króna á þrem­ur mán­uð­um

Hagn­að­ur Lands­bank­ans var 144 pró­sent meiri á fyrsta árs­fjórð­ungi í ár en hann var á sama tíma í fyrra. Vaxta­tekj­ur hans juk­ust mik­ið vegna hækk­andi vaxtaum­hverf­is og auk­inna um­svifa. Kostn­að­ar­hlut­fall hríð­lækk­aði.
Ísland hrapar niður í 18. sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum
Skýring

Ís­land hrap­ar nið­ur í 18. sæti á lista yf­ir fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um

Ís­land fell­ur um þrjú sæti milli ára í mæl­ingu Blaða­manna án landa­mæra á fjöl­miðla­frelsi. Ófræg­ing­ar­her­ferð­ir gagn­vart blaða­mönn­um sem fjall­að hafa um Sam­herja er sér­stak­lega til­tek­in og sagt að blaða­menn upp­lifi póli­tísk­an þrýst­ing vegna harka­legr­ar gagn­rýni stjórn­mála­manna.
Mannlegu afleiðingarnar af einni stöðuveitingu ráðherra
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Mann­legu af­leið­ing­arn­ar af einni stöðu­veit­ingu ráð­herra

Mál Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur hjá Mennta­sjóði náms­manna hef­ur haft fjöl­þætt­ar af­leið­ing­ar á síð­ustu 10 ár­um. Áminn­ing sem hún var með vegna sam­skipta­vanda­mála í ráðu­neyti var aft­ur­köll­uð og Ill­ugi Gunn­ars­son skip­aði hana þvert á mat stjórn­ar LÍN. Síð­an þá hafa kom­ið upp tvö einelt­is­mál í Mennta­sjóði náms­manna og ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú stofn­un­ina vegna þessa.
Fjöldi njósnara í sendiráðum Rússa
Erlent

Fjöldi njósn­ara í sendi­ráð­um Rússa

Í nýj­um nor­ræn­um sjón­varps- og hlað­varps­þátt­um kem­ur fram að allt að helm­ing­ur starfs­fólks í sendi­ráð­um Rússa á Norð­ur­lönd­un­um eru njósn­ar­ar. Flest­ir þeirra há­mennt­að­ir í njósna­fræð­un­um.
Hvað er á seyði í Súdan?
Skýring

Hvað er á seyði í Súd­an?

Það vant­ar blóð. Ekki á víg­völl­inn – sem er í sjálfri höf­uð­borg­inni. Þar er nóg af því. Það vant­ar blóð á sjúkra­hús­in. Til að gera að sár­um fólks­ins sem blæð­ir fyr­ir átök sem eiga sér ræt­ur í fjand­skap tveggja karla. Styrj­öld­in í Súd­an er þó tölu­vert flókn­ari en svo.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.