Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arðgreiðslur Brims í ár nánast sama upphæð og veiðigjöld síðustu sjö ára

Brim, stærsta ein­staka út­gerð lands­ins, hagn­að­ist um 11,3 millj­arða króna ár­ið 2021 og aðra 11,3 millj­arða króna í fyrra. Sömu ár greiddi fé­lag­ið um 1,8 millj­arða króna sam­tals í veiði­gjöld. Hlut­haf­ar í Brimi hafa feng­ið rúm­lega þrisvar sinn­um hærri upp­hæð í arð frá 2016 en rík­is­sjóð­ur hef­ur feng­ið í veiði­gjöld.

Arðgreiðslur Brims í ár nánast sama upphæð og veiðigjöld síðustu sjö ára

Á sjö árum, frá ársbyrjun 2016 og til síðustu áramóta, hagnaðist útgerðarfyrirtæki Brim samtals um 42,4 milljarða króna. Rúmlega helmingur hagnaðarins féll til á síðustu tveimur árum, þegar Brim hagnaðist samtals um 22,6 milljarða króna. Samhliða hefur virði hlutabréfa í Brim, sem skráð er á hlutabréfamarkað, rokið upp og er nú um 168 milljarðar króna. 

Frá 2018 hefur verð á hlut í Brimi næstum því þrefaldast. Það þýðir að fjárfestir sem keypti fyrir einn milljarð króna í félaginu þá gæti selt þann hlut á um þrjá milljarða króna nú. 

Vegna þessa rekstrarárangurs hafa hluthafar Brims fengið alls 17,5 milljarða króna í arð á umræddu tímabili. Þar af um 8,4 milljarða króna vegna síðustu tveggja ára. 

Á þessum sama tíma hefur Brim greitt tæplega 5,6 milljarða króna í veiðigjöld í ríkissjóð fyrir afnot af sjávarauðlindinni, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í fjárfestakynningu félagsins vegna uppgjörs síðasta árs. Það þýðir að hluthafar …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu