Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þeir stjórnmálamenn, sem hreyktu sér af því að aðgerðir þeirra hafi tryggt efnahagslegan stöðugleika fyrir tæpum tveimur árum síðan, kannast nú ekkert við að bera ábyrgð á lífskjarakrísunni sem sömu aðgerðir hafa leitt af sér.
Greining
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Fimmta mánuðinn í röð mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins hefur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mælast nú í fyrsta sinn undir sex prósentum.
Greining
3
Stjórnarflokkarnir vilja hverfa frá beinum styrkjum til fjölmiðla og endurskoða rekstur RÚV
Ósætti er milli stjórnarflokkanna um hvernig eigi að haga stuðningi við einkarekna fjölmiðla. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðra skoðun en hinir tveir. Nú hefur náðst málamiðlun sem felur í sér að stjórnarþingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd gera meginstefið í stefnu Sjálfstæðisflokksins að sinni gegn því að fá fyrirliggjandi frumvarp um styrki til fjölmiðla í gegn út árið 2024.
Fréttir
Laun þingmanna tvöfaldast á sjö árum og verða rúmlega 1,4 milljón á mánuði
Laun forsætisráðherra munu verða rúmlega 2,6 milljónir króna eftir yfirvofandi launahækkun hennar. Það er 1.235 þúsund krónum meira en laun forsætisráðherra voru snemmsumars 2016. Miðgildi allra heildarlauna hefur á sama tíma hækkað um 283 þúsund krónur.
Greining
1
Bensínverð það sama og fyrir ári en hlutur olíufélaga hefur tvöfaldast
Viðmiðunarverð á bensínlítra er tæplega 308 krónur nú en var 307 krónur fyrir ári. Í maí í fyrra tóku olíufélögin sem selja Íslendingum bensín 31,24 krónur af hverjum seldum lítra. Nú taka þau 62,67 krónur af hverjum seldum lítra.
GreiningLífskjarakrísan
Svona bíta hærri vextir og aukin verðbólga á venjulegu fólki
Þrálát verðbólga er á Íslandi og viðbúið að baráttan við hana verði langvinn. Til þess að berjast við hana hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð, sem hækka greiðslubyrði heimila af íbúðalánum verulega. Áhrifin á daglegt líf eru veruleg og kaupmáttur launa fólks er að dragast saman. Það fær minna fyrir peningana sína og þarf samtímis að nota stærra hlutfall þeirra í að borga fyrir þak yfir höfuðið.
Fréttir
1
Stýrivextir hækka meira en búist var við – Nú orðnir 8,75 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur hækkað stýrivexti í þrettánda sinn í röð, nú um 1,25 prósentustig, í baráttu sinni við verðbólguna, sem mælist nú 9,9 prósent.
GreiningElítusamfélagið á Nesinu
Miklu færri útlendingar og takmörkuð þátttaka í félagslegri þjónustu
Á Seltjarnarnesi eru sex félagslegar leiguíbúðir og sex íbúðir sem teljast til almenna íbúðakerfisins.
GreiningElítusamfélagið á Nesinu
Kjósa Sjálfstæðisflokkinn og greiða lægra útsvar
Þeir sem hafa einungis fjármagnstekjur greiða ekki útsvar og taka þar af leiðandi ekki þátt í að borga fyrir ýmiss konar grunnþjónustu. Útsvarið er lægst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ á höfuðborgarsvæðinu en skuldastaða sveitarfélaganna hefur verið að versna.
Fréttir
3
Kristrún mun hætta sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í stjórn
Formaður Samfylkingarinnar vill mið-vinstri stjórn eftir næstu kosningar og segir stefnu Sjálfstæðisflokksins þannig að erfitt yrði að fara með þeim í ríkisstjórn. Hún myndi ekki sætta sig við það sem Katrín Jakobsdóttir hefur þurft að sætta sig við í ríkisstjórnarsamstarfi.
Fréttir
Alvotech tapaði 38 milljörðum króna á þremur mánuðum
Markaðsvirði Alvotech hefur lækkað um alls 212 milljarða króna á rúmum mánuði, eða síðan að bandaríska lyfjaeftirlitið synjaði félaginu um markaðsleyfi fyrir lykilvöru. Handbært fé Alvotech í lok mars var um 42 prósent af tapi félagsins á fyrsta ársfjórðungi.
Leiðari
6
Þórður Snær Júlíusson
Græðgisbólga
Er verðbólgan mögulega að einhverju, jafnvel stóru, leyti hagnaðardrifin? Skiptir aukin álagning í verði vöru og þjónustu, fákeppni og verðsamráð til að auka gróða fyrirtækja jafnvel lykilmáli í þróun hennar?
GreiningElítusamfélagið á Nesinu
1
Rík elíta sem býr í einbýlishúsum, er með húshjálp og keyrir um á Teslu
Elítur og valdakjarnar á Íslandi eru líklegri til að hreiðra um sig í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en öðrum búsetukjörnum landsins, á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Hagtölur sýna svart á hvítu að þar eru áherslur, stjórnmálaskoðanir og samsetning íbúa allt önnur en í nágrannasveitarfélögunum.
Fréttir
Zelensky kemur ekki til Reykjavíkur
Forseti Úkraínu mun flytja ávarp leiðtogafundafundi Evrópuráðsins sem hefst í Reykjavík í dag. Hann mun hins vegar gera það í gegnum fjarfundarbúnað.
Fréttir
1
Alls 1.291 íbúð í eigu einstaklinga sem eiga fimm íbúðir eða fleiri
Rúmlega fimmtungur allra íbúða í landinu er í eigu lögaðila og rúmlega fjórðungur þeirra íbúða sem einstaklingar eru skráðir fyrir eru í eigu slíkra sem eiga tvær eða fleiri íbúðir.
Fréttir
1
Vilja færa vald yfir umfangi Airbnb-íbúða til sveitarfélaga
Innviðaráðherra segir að verið sé að skoða það að færa þær heimildir til að takmarka þá daga sem leigja má út íbúð í gegnum Airbnb, og þá upphæð sem má taka inn í slíka leigu, til sveitarfélaga. Tilgangurinn er að fjölga íbúðum á markaði.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.