Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Steinunn Ólína segir Baldur hafa sagt sér frá skilaboðum samstarfsfólks Katrínar í mars

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir seg­ir að Bald­ur Þór­halls­son hafi sagt sér í mars­lok frá „yf­ir­gangi sam­starfs­fólks KJ sem hann deil­ir nú með okk­ur öll­um.“ Hann hafði ver­ið forviða og skek­inn. Katrín seg­ist ekki hafa beitt sér gegn öðr­um fram­bjóð­end­um.

Steinunn Ólína segir Baldur hafa sagt sér frá skilaboðum samstarfsfólks Katrínar í mars
Frambjóðandi Steinunn Ólína segir að „planið væri að BB færi í forsætisráðherrastólinn til að keyra í gegn þau þjófræðisfrumvörp sem biðu í launsátri þjóðinni til handa.“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði sem sækist líka eftir því að verða næsti forseti Íslands, hafi sagt sér í marslok frá „yfirgangi samstarfsfólks KJ sem hann deilir nú með okkur öllum. Baldur var forviða og skekinn.“ Þetta kemur fram í færslu sem hún birti á Facebook í morgun. 

KJ er skammstöfun Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og þess frambjóðanda í forsetakosningunum sem mælist nú með mest fylgi í kosningaspá Heimildarinnar. 

Með færslunni er Steinunn Ólína að bregðast við orðum Baldurs í forsetakappræðum Heimildarinnar, sem fóru fram fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Þar sagði Baldur að á þeim tíma sem hann var við það að bjóða sig fram til forseta hafi hann orðið fyrir þrýstingi að draga sig í hlé vegna mögulegs framboðs Katrínar, sem þá var enn forsætisráðherra og hafði ekki tilkynnt um forsetaframboð. „Nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð [...] þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum fyrrverandi forsætisráðherra hvort ég ætlaði virkilega að fara fram. Hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að fara að bjóða sig fram.

Og ef ég ætlaði virkilega að vera svo vitlaus að bjóða mig fram núna – þarna fyrir páskana – þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka því hún kæmi fram eftir páska,“ sagði Baldur.

Katrín brást við og sagðist gjarnan vilja fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar hafi átt að hafa haldið þessum boðskap að Baldri. „Ég er að heyra þetta í fyrsta sinn hér.“ Baldur vildi hins vegar ekki svara hverjir hefðu rætt við hann úr herbúðum Katrínar.

Katrín tók þá fram að ekkert slíkt hefði verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ 

Baldur tilkynnti um forsetaframboð sitt 20. mars en Katrín gerði slíkt hið sama 5. apríl.

Í færslu Steinunnar Ólínu segir hún að hún hafi átti samtal við Baldur í síma í marslok, nokkrum dögum áður en hún ákvað sjálf að gefa kost á sér. „Baldur var þá nokkru áður farinn af stað í kosningabaráttu með glæsibrag. Þá hafði verið um nokkurt skeið í hámæli sá orðrómur að KJ ætlaði sér að að rölta yfir í forsetaembættið. Ég hafði einnig fengið veður af því að það ætti að reyna að sverta mannorð Baldurs sökum kynhneigðar hans! Það kom á daginn!  Ég hafði einnig vissu fyrir því að planið væri að BB færi í forsætisráðherrastólinn til að keyra í gegn þau þjófræðisfrumvörp sem biðu í launsátri þjóðinni til handa. Það kom á daginn! Baldur sagði mér þá af yfirgangi samstarfsfólks KJ sem hann nú deilir með okkur öllum.  Baldur var forviða og skekinn.“

Hún segir að yfirgangi íslenskrar sjálftökustéttar og erindrekum hennar séu nefnilega engin takmörk sett. „Takk fyrir að segja frá þessu opinberlega Baldur. Þjóðin heimtar sannleikann upp á borðið, ekki af öfundsýki eða hefnigirnd, heldur til þess að við getum einhverntímann sameinast um að uppræta þann ófögnuð sem Íslendingar búa við af þeim, okkar eigin löndum, sem eiga og ráða í okkar landi.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SHS
    Sigmar Hlynur Sigurðsson skrifaði
    Nú liggur Baldur undir því ámæli að hafa hugsanlega sagt ósatt þar sem hann vildi ekki upplýsa hver hefði haft samband við hann og þar með er hann ekki trausts verður. Það er líka dapurlegt að hann skuli nú vera búinn að flytja sig yfir á kjaftasögustigið og reyni þannig að koma höggi á meðframbjóðanda sinn og missir þannig trúverðugleika. Þetta var greinilega vel undirbúið af spyrlum Heimildarinnar og þar með missa þeir einnig trúverðugleika sem og Heimildin/þsj sem ítrekað hampa Steinunni Ólínu sem hefur það eitt markmið með framboði sínu að níða meðframbjóðanda sinn.
    -3
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Er skrifari þessa orða fenginn til að nota nafn sitt, eða er þessi persóna ekki til ?
      3
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Sennilega hefði þetta ekki komið fram nema vegna þess að stjórnendur spurðu frambjóðendur um hvort þeir hefðu orðið fyrir slíkum þrýstingi.
    Ég sé enga ástæðu til að trúa þessu ekki. Hins vegar getur vel verið að þetta hafi gerst án vitundar Katrínar.
    4
  • SJ
    Svanfríður Jónasdóttir skrifaði
    Meira bullið.
    -5
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Er þetta ekki þekkt í íslenskri pólitík ?
      2
  • JA
    Jóhann Antonsson skrifaði
    Er þessi kosningabarátta að færast yfir á kjaftasögustigið? Þeir sem eru að reyna að koma e-u á kreik verða að nefna þá sem vísað er til, annars er það dautt og ómerkt.
    1
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Það er klárlega nauðsynlegt að nafngreina þessa ætluðu ofbeldisaðila, ekki seinna en, strax. Það er verkefni fréttamanna að grafa þessar upplýsingar upp á yfirborðið. Kjósendur eiga heimtingu á því, að mínu mati.
      1
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Sé þessi yfirgangur og frekja kominn frá samstarfsfólki Katrínar, þá getur hún einfaldlega ekki sett upp nýfægðan geislabaug og sakleysissvip. Hún er ábyrg fyrir þessu ofbeldi hvort sem hún vissi af því eður ei. Það er vitaskuld á hennar ábyrgð að vera inn í málum síns framboðs, a.m.k. svona ofbeldis-skítamixi.
    2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Katrín tók þá fram að ekkert slíkt hefði verið gert með hennar vitund eða vilja"
    Hjá mafíunni verða engar fyrirskipanir raktar til Guðföðursins.
    1
    • SJ
      Svanfríður Jónasdóttir skrifaði
      Hún var nú ekki komin í framboð þegar einhver, sem Baldur þarf að nafngreina svo honum sé trúað, á að hafa haft samband.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu