Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.

Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Við völd Guðmundur er sá einstaklingur sem heldur beint eða óbeint á einna stærstum hluta alls úthlutaðs kvóta við Ísland, samkvæmt úttekt Stundarinnar á síðasta ári. Hann er langstærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem á næstum helming hlutafés í Brimi. Mynd: mbl/Kristinn Magnússon

Brim hefur samið um kaup á frystitogara og veiðiheimildum fyrir 88,5 milljónir evra, jafnvirði 12,7 milljarða íslenskra króna. Seljandinn er stærsti einstaki eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að uppistöðu í eigu Guðmundar, á 43,97 prósent í Brimi, sem er stærsta einstaka útgerðarfélag landsins. Að stærstum hluta greiðir Brim fyrir kvótann og skipið með yfirtöku skulda en auk þess greiðast um 7 milljónir evra, jafnvirði eins milljarðs króna, í peningum. 

Kvótinn sem bætist með þessum viðskiptum í vörslu Brims eru 5,84 prósent aflahlutdeild í loðnu, 3,39 prósent í makríl, 11,42 prósent í gulllaxi og 16,86 prósent af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi.

Með viðskiptunum er Brim komið mjög nálægt þeim takmörkunum sem settar eru á í lögum um heildarafla mældan í þorskígildistonnum sem einstaka útgerð má eiga. Hámarkið er 12 prósent allra aflaheimilda en eftir viðskiptin stendur Brim í 11,82 prósentum, samkvæmt félaginu sjálfu. Það á þó enn eftir að úthluta afla í loðnu svo ekki liggur enn fyrir hversu hátt hlutfall Brims verður á endanum.

Ekki er ýkja langt síðan Brim átti síðast viðskipti við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Í nóvember á síðasta ári keypti Útgerðarfélagið 5,84 prósenta aflahlutdeild í loðnu og 0,2 prósenta í ufsa af Brimi fyrir 3,4 milljarða króna. Var það gert til að koma Brimi undir áðurnefnt 12 prósenta þak eftir að loðnukvóti hafði verið stóraukinn. Samhliða gerði Brim samkomulag við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kauprétt á loðnuheimildunum til baka yrði breyting á þorskígildsstuðlum.

Brim hefur markvisst stækkað við sig með kaupum á öðrum útgerðarfélögum en á undanförnum árum hefur Brim keypt bæði Ögurvík í Reykjavík og Kamb í Hafnarfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár