Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun

Blessing Newton leitaði skjóls á Íslandi fyrir sex árum segist hafa verið að flýja mansal. Hún er fædd í Nígeríu en var nokkrum áður en hún flúði til Íslands seld í mansal þaðan til Ítalíu. Hún flúði þaðan til Íslands árið 2018. 

Nú stendur til að senda Blessing og tvær aðrar nígerískar konur sem einnig voru þolendur mansals, frá Íslandi á morgun. Að sögn Þorsteins Silva lögmanns Blessing eru þær nú í varðhaldi á Hólmsheiði. 

Brottvísun stefnir lífi í hættu

Í læknisvottorði sem er dagsett 11. maí, eða í gær, segir að Blessing hafi undanfarin ár verið í mati og rannsóknum á Kvennadeild Landspítalans vegna blæðinga um leggöng og kviðverkja. Greint hafi verið hjá henni æxli í legi, eitt stórt og fimm minni. Segir þar að umtalsverður vöxtur hafi verið á stærsta æxlinu síðustu tvö ár og að í ómskoðun í lok apríl síðastliðinn hafi verið staðfest að um verulega stórt æxli í kviðarholi sé að ræða, það nái vel upp fyrir nafla.

Þá segir í læknisvottorðinu að lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þurfi með. „Eins og staðan er núna er nánast öruggt að hún muni þurfa sérhæfða hjálp vegna æxlanna í kviðarholi og bara tímaspursmál hvenær hún fær aftur einkenni um alvarlegt blóðleysi og þarf blóðgjöf án tafar.“ Þetta staðfesti sérfræðingar í kvensjúkdómalækningum, segir í læknisvottorðinu. 

„Brottvísun mun stefna lífi sjúklingsins í alvarlega hættu“

Þá segir þar að þannig sé ljóst að „brottvísun mun stefna lífi sjúklingsins í alvarlega hættu komi hún til framkvæmdar á núverandi tímamarki.“ Læknirinn sem undirritar vottorðið starfar á Landspítala og segir í lok bréfsins að það sé mat hennar að ,,óforsvaranlegt sé með öllu út frá læknisfræðilegu sjónarmiði að framkvæma brottvísun við þær aðstæður sem til staðar eru í dag“.

Vistuð á Hólmsheiði

Þorsteinn Silva, lögmaður konunnar segir að vottorðið sé þess eðlis að ekki sé annað hægt en að fresta framkvæmd brottvísunar enda hafi það verið gert í öðrum málum þar sem sambærilegar aðstæður og vottorð hafi legið fyrir.

Hann segir að heilsufar Blessing hafi varið ört versnandi og að líf hennar sé í hættu. „Hún er gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði,“ segir Þorsteinn spurður hvar hún dvelji núna.

Hann segir að Blessing og hinar nígerísku konurnar tvær verði að óbreyttu sendar úr landi á morgun, mánudag. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Skelfilegt! Mikið finn ég til með henni. Vonandi var hún ekki send úr landi!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár