Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Tveir drengir hafa verið á vergangi ásamt föður sínum í Reykjavík frá því síðasta sumar og hafast nú við í hjólhýsi. Félagsráðgjafi kom því til leiðar að þeir fengju að vera þar áfram eftir að vísa átti þeim af tjaldsvæðinu í október. Axel Ayari, faðir drengjanna, segir lítið um svör hjá borginni varðandi hvenær þeir komist í viðunandi húsnæði. „Þetta er ekkert líf fyrir strákana mína.“
Úttekt
2
Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“
Íslendingar kaupa sér og sóa í leiðinni sífellt meira á sama tíma og loftslagsváin knýr fastar að dyrum. Gámagramsarar reyna að vinna gegn sóun með því að sækja mat ofan í ruslagáma utan við stórmarkaði, bakarí og heildsölur. Hjá Rauða krossinum og Góða hirðinum fyllist allt af því sem landinn hafði síðast æði fyrir; nú síðast til að rýma fyrir jólagóssinu.
Fréttir
Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka
Mun færri jólapakkar handa börnum sem alast upp í fátækt hafa verið settir undir tréð í Kringlunni það sem af er aðventu í ár samanborið við fyrri ár. Markaðsstjóri Kringlunnar segir samdráttinn að nálgast 40 prósent. Íslendingar hafa hins vegar ekki slegið af í jólaversluninni því áætlað er að heildarvelta smávöruverslana verði ríflega 123 milljarðar og að hin svokallaða vísitölufjölskylda muni eyða að meðaltali tæpum 300 þúsund krónum í jólahaldið.
Viðtal
1
Fátækar mæður í samfélagi allsnægta
Mæður sem glíma við fátækt segja jólin átakanlegan tíma því þær geti lítið sem ekkert gefið börnum sínum. Til að sogast ekki inn í sorg vegna bágrar stöðu sinnar forðast þær umfjöllun fjölmiðla sem þær segja snúast um fólk sem geri vel við sig og fjölskyldur sínar í aðdraganda jóla. Fleiri hafa þurft neyðaraðstoð hjálparsamtaka fyrir þessi jól en í fyrra.
Fréttir
Læknar og barnaverndaryfirvöld tóku þátt í mansali á börnum
Arny Hinriksson segir hollenska ættleiðingamiðlun og samverkamenn í Sri Lanka hafa verið barnamangara. Með samkrulli við þarlenda lækna og barnaverndaryfirvöld hafi þau komist upp með glæpi og grætt „milljónir á milljónir ofan á sölu á börnum“. Arny hefur aðstoðað um þrjátíu Íslendinga sem grunur leikur á að hafi verið fórnarlömb mansals í Sri Lanka á níunda áratug síðustu aldar.
Úttekt
Grunur um að Íslendingar hafi verið fórnarlömb mansals á Sri Lanka
Kona sem stýrði mansalshring á Sri Lanka sá um að finna börn fyrir samtökin Íslenska ættleiðingu á níunda áratugnum. Hollenskur tengiliður samtakanna kom á sambandi við konuna en fyrirtæki hans er sagt hafa tekið þátt í mansali á börnum. „Ég fékk hroll þegar fréttir af þessu bárust á dögunum og ég næ honum ekki úr mér.“ segir Engilbert Valgarðsson sem var formaður Íslenskrar ættleiðingar á þessum tíma.
Viðtal
3
„Hvarflaði aldrei að okkur að börnunum hefði verið stolið“
Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen, sem var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985, segir að margt bendi til að hún sé fórnarlamb mansals. Foreldrar hennar segja tilhugsunina um að hafa óafvitandi tekið þátt í mansali hryllilega, aldrei hafi hvarflað að þeim að börnunum hefði verið stolið. Þau vilja að yfirvöld skipi rannsóknarnefnd sem velti öllum steinum við.
Fréttir
3
Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd
„Það voru svo rosalega áberandi áverkar á mér,“ segir Ólafía Gerður. Hún hafi verið svo logandi hrædd að þegar lögregla spurði hana um glóðarauga hafi hún sagt að litla dóttir hennar hefði óvart skallað hana. Gögn sýna að lögregla fjarlægði manninn af spítalanum meðan Ólafía var að fæða dóttur þeirra og öryggisvörður vaktaði sængurlegudeildina. Ólafía Gerður kærði manninn fyrir heimilisofbeldi en málið var látið niður falla.
Greining
2
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Aldrei hafa fleiri fulltrúar olíufyrirtækja sótt loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en nú. Vildarkjör á flug, drykkir í flöskum frá risafyrirtækjunum Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eftir sig af plastmengun, var selt á ráðstefnunni. Mörgu virðist ábótavant á ráðstefnu sem ætti að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum segir vísindafólk.
Menning
„Sigur Rós kveikti ljósið í heiminum að nýju í kvöld“
Sigur Rós er alltaf að vinna með brothætta fegurð í bland við aggressjón því að hið viðkvæma þarf líka að fá útrás, segja Georg Hólm bassaleikari og Jónsi söngvari. Georg segir fyllerísrugl tilheyra fortíðinni enda séu þeir litlir rokk og ról-gæjar. Stundin hitti Sigur Rós í Amsterdam á dögunum en tónleikaferðalag þeirra hófst í Mexíkó í apríl. Einn gesta þar sagði að Sigur Rós hefði kveikt ljósið í heiminum að nýju eftir dimmviðri síðustu tveggja ára.
Fréttir
1
Yfirvöldum sé fullkunnugt um slæma stöðu Husseins og fjölskyldu
Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins Hussein og fjölskyldu hans segir að íslenska ríkið hafi með því að segjast geta fundið húsnæði í Aþenu rétt á meðan skýrsla er tekin af fjölskyldunni opinberað að yfirvöld viti vel að þau séu í raun og sann heimilislaus.
Fréttir
1
Segja að Hussein sé sárlasinn
Hussein Hussein sem fluttur var með valdi frá Íslandi í síðustu viku hefur ekki fengið læknisaðstoð í Aþenu og fjölskylda hans hefur miklar áhyggjur af hratt versnandi heilsufari hans. Þau segja að hann hafi lítið sem ekkert borðað síðan þau komu til Aþenu. Myndband sem Stundin fékk sent sýnir þegar Hussein er meinaður aðgangur að sjúkrahúsi í Aþenu í gær.
Fréttir
1
,,Fann frið í mömmuhjartanu"
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að fyrirrennari sinn í starfi hafi með yfirlýsingu á vef embættisins árið 2018 gert lítið úr þjáningum mæðgna sem kært höfðu lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi gegn dótturinni árið 2011 en málið var fellt niður ári síðar. Sigríður Björk bað þær nýlega afsökunar fyrir hönd embættisins og móðirin segist loks hafa fundið „frið í mömmuhjartanu“.
Menning
Marilyn Monroe notuð í áróðri gegn þungunarrofi
„Ætlarðu nokkuð að meiða mig eins og þú gerðir síðast?“ spyr fóstrið sem Marilyn Monroe gengur með í kvikmyndinni Blonde sem er á Netflix. Á meðan er sýnt myndskeið af fóstri í kviði móður sem er gengin hið minnsta 27 vikur að mati fæðingalæknis. Þungun er rofin í upphafi meðgöngu en áhorfendur fá að sjá nær fullburða barn sem biður móður sína að þyrma lífi sínu.
Fólkið í borginni
Þeirra fyrsti dagur saman
Hún ætlaði suður, hann norður. Plönin breyttust þegar þau kynntust og þau fóru saman í ferðalag um Ísland.
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.