Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Una Emilsdóttir umhverfislæknir segir að í hillum verslana á Íslandi sé „allt morandi í skaðlegum snyrtivörum“. Rannsóknir á langtímaáhrifum óæskilegra efna í snyrtivörum séu fáar og Una segir að afleiðingarnar séu þegar farnar að koma fram. Fólk sé farið að veikjast.
ViðtalHinsegin bakslagið
2
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
Anna Kristjánsdóttir segir að útilokun frá félagslegum samskiptum hafi valdið henni mestu vanlíðaninni eftir að hún kom fram opinberlega sem trans kona fyrir þrjátíu árum. Hún var líka beitt líkamlegu ofbeldi. „Einu sinni var keyrt viljandi yfir tærnar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glösum yfir höfuðið á mér á skemmtistöðum.“
ViðtalHinsegin bakslagið
1
„Kynvillingarnir fengu það óþvegið“
Einar Þór Jónsson segist hafa sterkt á tilfinningunni að hommafóbía sé kraumandi undir niðri í samfélaginu. Samtakamátturinn sé mikilvægasta vopnið í baráttu gegn hatursorðræðu. Ekki megi gera ráð fyrir að hún líði sjálfkrafa hjá. „Reiðin, hún getur verið hættuleg.“
ViðtalHinsegin bakslagið
Var fjarlægður af lögreglunni fyrir að dansa við karla
Sveinn Kjartansson segir fordóma gagnvart hinsegin fólki ógnvænlega. Orðræða síðustu daga rífi upp gömul sár og minni á hatrið sem hann og annað samkynhneigt fólk af hans kynslóð hafi þurft að þola. Hann hefur áhyggjur af ungu hinsegin fólki því verið sé að kynda undir hatur í þeirra garð.
ViðtalHinsegin bakslagið
„Láttu engan troða á tilfinningum þínum“
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segist slegin yfir bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks. Baráttan hafi kostað persónulegar fórnir, blóð, svita og tár. Nú verði að gera allt til að stöðva hatursfulla orðræðu. Hún treystir því að samstaða þjóðarinnar með hinsegin samfélaginu bresti ekki þótt lítill hópur reyni að koma inn ranghugmyndum hjá fólki.
FréttirHinsegin bakslagið
11
Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur gert skólastjórnendum í grunnskólum Reykjavíkur viðvart um að óboðnir gestir frá Samtökunum 22 hafi komið í Langholtsskóla síðastliðinn fimmtudag. Eru skólastjórnendur beðnir að undirbúa starfsfólk fyrir slíkar uppákomur. Fólkið frá samtökunum 22 tók meðal annars upp myndbönd af starfsfólki skólans. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.
Fréttir
Yfirvöld vita ekki hve mörg þeirra sem svipt voru þjónustu eru á landinu
Góðgerðarsamtök hafa síðustu vikur skotið skjólshúsi yfir tugi einstaklinga sem annars hefðu endað á götunni eftir að hafa verið synjað um vernd og svipt allri þjónustu. Lögmaður segir að yfirvöld varpi ábyrgð yfir á félagasamtök og einstaklinga. Þá geti bótaskylda ríkisins gagnvart þessum hópi fallið niður eftir að þeim hafi verið komið í skjól.
Fréttir
1
Vill „staldra við“ aukna ferðaþjónustu á hálendinu
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist vilja „staldra við“ aukna skipulagða ferðaþjónusta á hálendinu og ræða hvort víðerni eigi að fá að vera í friði. Málið tengist stjórnarskrá og að stjórnvöldum hafi ekki „auðnast að ná þar saman um ákvæði um umhverfi og auðlindir,“ umræðan hafi öll snúist um sjávarútveg.
Fréttir
Katrín um hvalveiðibann: „Enginn boðað að slíta ríkisstjórn“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa áhyggjur af því að ríkisstjórnin springi vegna hvalveiðibannsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að málið hafi sett stjórnarsamstarfið ,,allt í loft upp“. Vinstri-græn hafa ítrekað lagst gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur og yfirskrift flokksráðsfundar hreyfingarinnar 2018 var „Nei við hvalveiðum!“
Forsætisráðherra segist hafa talað víða um heim um það skref sem íslenska þingið tók með því að heimila þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu á meðan að þessi réttindi hafi verið skert annars staðar. „Það sem ég upplifði á þessum degi var bara mikið stolt yfir Íslandi.“
Viðtal
4
„Til í þennan vetur“ eftir að hafa íhugað stöðu sína í sumar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugaði stöðu sína í sumar. Niðurstaðan var að hún væri „mjög til í þennan vetur“. Skilningur milli formanna ríkisstjórnarflokkanna hafi aukist, en útlendingamálin séu erfið. Hún hafi verið vöruð við því að fara í pólitík, því hún gæti missti frá sér vini. Það gerðist 2017. Katrín spyr á hverju vinátta byggist ef pólitík ráði för.
Fréttir
1
Húsfyllir á fundi um þjónustusvipt flóttafólk - „Mér svíður að þetta hafi gerst,“ segir ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra segir að sér svíði að fólk, sem hefur verið synjað um vernd, hafi verið svipt grunnþjónustu. Um þrjátíu félagasamtök héldu samráðsfund vegna málsins síðdegis. Þrjár konur frá Nígeríu sem eru í þessari stöðu segjast verða þvingaðar aftur í vændi verði þær sendar frá Íslandi „Við erum ekki á götunni. Íslendingar hafa verið að hjálpa okkur,“ segja þær í samtali við Heimildina.
Fréttir
Katrín um útlendingamálin: „Það er auðvelt að vera brjálaður úti í bæ“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að „þegar maður situr uppi með það að þurfa að leysa málin“ séu engar auðveldar lausnir þegar fólk fær synjun um vernd. Ítarlegt viðtal við Katrínu er birt í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. 152 börnum hefur verið synjað um vernd á árinu, flest yngri en 13 ára.
Fréttir
„Öryggi og mannleg reisn í hættu“
Tuttugu og þrjú félagasamtök lýsa í yfirlýsingu „þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem komin er upp í málefnum fólks á flótta sem vísað hefur verið úr allri þjónustu opinberra aðila.“ Samtökin segja afdrif fólksins, öryggi og mannleg reisn í hættu.
Fréttir
3
Skert ferðafrelsi og öryggisgæsla í „búsetuúrræði með takmörkunum“
Ferðafrelsi fólks sem hefur verið synjað um vernd hér og fer ekki úr landi verður takmarkað og öryggisgæsla við íverustað þeirra gangi hugmyndir Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra um „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir. Hún segir að lagalegur misskilningur sé á milli dómsmála- og félagsmálaráðuneytis hvað varðar þjónustu við fólkið sem um ræði.
Fréttir
3
Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skýrt í lögum að ef fólk sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd vill ekki fara af landi brott geti það sótt um aðstoð hjá sveitarfélaginu sem það dvelur í.
„Þó að einhver sveitarfélög kannist ekki við það lagaákvæði núna þá var um það fjallað í umræðunni í vor,“ segir hún. Sveitarfélögin gagnrýna ríkið harðlega í yfirlýsingu og segja það bera ábyrgð á málaflokknum.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.